Framsækna skattkerfið 12. nóvember 2009 06:00 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum ennþá minni fiskur nú! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Heimur skorts eða gnægða? Þorvaldur Víðisson skrifar Skoðun Vígvellir barna eru víða Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Narsissismi í hnotskurn Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar Skoðun Palestína í Eurovision Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er burðarás í íslensku efnahagslífi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hversu lítill fiskur yrðum við? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðin vill eitt, Kristrún annað Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Lélegir íslenskir læknar...eru ekki til! Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Þriðji kafli: Skálmöld Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Valkyrjurnar verða að losa okkur við Rapyd Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Söngur Ísraels og RÚV Ingólfur Gíslason. skrifar Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar Skoðun Uppiskroppa með umræðuefni í málþófi? Talið um Gaza! Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Kærleikurinn pikkaði í mig Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Friðun Grafarvogs Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Torfærur, hossur og hristingar! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun NÓG ER NÓG – Heilbrigðiskerfið er í neyðarástandi Ásthildur Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun Við munum aldrei fela okkur aftur Kári Garðarsson skrifar Skoðun Er Kópavogsbær vel rekinn? Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar Skoðun Um sjónarhorn og sannleika Líf Magneudóttir skrifar Skoðun Lýðræðið er farið – er of seint að snúa við? Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Er gagnlegt að kunna að forrita á tímum gervigreindar? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Málþóf og/eða lýðræði? Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Umdeildasti fríverslunarsamningur sögunnar? Arnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Ísafjarðarbær í Bestu deild Sigríður Júlía Brynleifsdóttir,Gylfi Ólafsson skrifar Sjá meira
Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar um skatta Stundum reyna menn að sveipa það sem er vont jákvæðum blæ með því nefna það notalegum nöfnum. Þetta er ákveðin tegund markaðssetningar, með það að markmiði að selja vondar hugmyndir. Steingrímur J. Sigfússon tók þennan pól í hæðina á þriðjudag þegar haft var eftir honum í Morgunblaðinu: „við ætlum að fara í framsækið skattkerfi, það er alveg á hreinu". Það sem Steingrímur kallar „framsækið skattkerfi" er tilvísun í breytingar á skattkerfi Íslands sem leiða til 50 milljarða króna skattahækkana. Ríkisstjórnin ætlar að þrepaskipta skattkerfinu og hækka skattprósentur þannig að hæsta þrepið verði tæp 50%. Sú prósenta á að gilda fyrir einstaklinga með yfir 500.000 krónur í mánaðartekjur. Hvernig eru þessar breytingar „framsæknar"? Þetta eru vinnuletjandi breytingar á versta tíma sem flækja skattkerfið og auka líkur á skattsvikum. Aðgerðin mun minnka umsvif hagkerfis sem nú þegar er í hjartastoppi. Lækning ríkisstjórnarinnar er sambærileg því að draga blóð úr hjartasjúklingnum. Þetta er gert á sama tíma og skuldir heimila eru í hámarki og tekjur í lágmarki. Hvernig dettur mönnum í hug að það séu tækifæri til mikilla skattahækkana við slíkar aðstæður? Brýnt er að minnka fjárlagahallann og það er óþolandi hvað ríkisstjórnin hefur verið sein til verksins. Þrátt fyrir töfina er útfærslan enn á hugmyndastigi. Heilt fjárlagaár hefur tapast vegna seinagangs. Í stöðunni í dag eru ekki til neinar góðar leiðir og því mikilvægt að velja illskástu leiðina. Leiðin sem nú lak af borði fjármálaráðherra er skattpíning sem mun lengja kreppuna og dýpka. Líklega er skattpíningin ekki búin enn. Ríkisstjórnin íhugar að heimila sveitastjórnum að hækka útsvarið til að sækja ,,ónýtta tekjustofna", en það er annað notalegt nafn sem vinstri menn nota um aukna skattheimtu af íbúum sveitarfélaga. Í dag er hámarksprósenta útsvars, 13,03%, nýtt af mörgum sveitarfélögum en hækkun hennar ef af verður bætist við þær skattahækkanir sem nú standa til hjá ríkisstjórninni. Mikilvægt er að allir skilji hvaða stefna er tekin og þá skiptir máli að kalla hlutina sínum réttu nöfnum. Höfundur er borgarfulltrúi.
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun
Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm skrifar
Skoðun Þjóðin sem selur sjálfri sér: Vangaveltur um sölu Íslandsbanka Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Skoðun Ófullnægjandi vinnubrögð ófaglærðra „iðnaðarmanna“: Áhrif á húskaupendur Kristinn R Guðlaugsson skrifar
Skoðun Gigt er ekki bara sjúkdómur fullorðinna – Gigtarfélagið heldur opið hús til að fræða og styðja alla aldurshópa Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Oft er forræðishyggja hjá fjölskyldum og á heimilum fatlaðs fólks Atli Már Haraldsson Zebitz skrifar
Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum – nærsamfélaginu sem heimssamfélaginu Hólmar Hólm Skoðun