Að meta fatlaða að verðleikum Sigursteinn Másson skrifar 19. september 2009 06:00 Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Hvað er til ráða? Nýlega kynnti nefnd, undir forystu Stefáns Ólafssonar prófessors, hugmyndir að einföldun almannatrygginga í tvo bótaflokka hjá fötluðum og í einn hjá öldruðum. Stjórnvöld hafa ákveðið að sameina Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun og málefni fatlaðra verða færð til sveitarfélaga árið 2011. Allt eru þetta mikilvæg skref í rétta átt. Það er engu að síður grundvallaratriði að huga strax að breytingum á sjálfu örorkumatinu þannig að það undirstriki hæfni fólks til samfélagslegrar þátttöku og styðji undir hana en sé ekki letjandi og aðgreinandi. Sumir kunna að segja að þegar atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni að þá sé ekki tímabært að gera slíkar breytingar á örorkumati. Þetta tel ég að byggist á misskilningi. Jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra má ekki ráðast af efnahagssveiflum hverju sinni. Mikilvægt er að við búum við fyrirkomulag sem skapar fólki jöfn tækifæri til þátttöku og sem lágmarkar þær skerðingar sem fólk býr við. Það er að mínu mati grundvöllur raunverulegrar velferðar. Það að hafa hlutverk í lífinu jafngildir því að hafa tilgang. Það hlutverk snýst ekki alltaf um launaða vinnu en það verður að snúast um það að vera sér og öðrum að gagni á einhvern hátt. Einstaklingur með mjög takmarkaða andlega og líkamlega færni gerir mikið gagn með því að leyfa aðstoðarfólki að annast sig. Aðstoðarfólkið fær með því nýja innsýn inn í mannlega tilveru sem gerir þau að betri manneskjum. 2007 skilaði svonefnd örorkumatsnefnd forsætisráðherra samhljóða áliti sínu varðandi breytingar á réttindamati fatlaðra. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, sat í nefndinni fyrir hönd ÖBÍ. Niðurstaðan var sú að horfa ætti til styrkleika fólks við matið og hvernig hægt væri að styðja sem best við þá. Þetta ætti að vera leiðarljós við þær brýnu kerfisbreytingar sem framundan eru enda í fullu samræmi við áherslur Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem ríkisstjórn Íslands stefnir að fullgildingu á innan skamms. Við sem búum á Íslandi þurfum nú á öllum að halda við endurreisn landsins. Fatlaðir búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu sem samfélagið má ekki fara á mis við. Enginn getur allt en allir geta eitthvað og nú þarf að gefa öllum kost á að leggjast sameiginlega á árarnar til að skapa hér betra og sanngjarnara samfélag.Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Sjá meira
Það hljómar hugsanlega sem öfugmæli að segja að ýmis tækifæri liggi í efnahagskreppunni varðandi velferðarmálin. Það liggur beint við að horfa á hættumerkin sem felast í niðurskurði og auknum sparnaði í þjónustu. Algengt er að fólk fari í viðbragðsstöðu, jafnvel í skotgrafir og mótmæli ákaft því sem gert er án þess að leggja fram hugmyndir um leiðir að lausnum. Það er staðreynd að á næstu árum verður úr minna fjármagni að spila til velferðarmála jafnvel þótt stjórnvöld standi við ítrekuð loforð um minni niðurskurð í þeim málaflokki en öllum öðrum og jafnvel þótt skattar verði hækkaðir enn frekar. Þetta er staðreynd sem við verðum öll að horfast í augu við af yfirveguðu raunsæi. Þess vegna þurfum við að benda á nýjar leiðir. Hvað er til ráða? Nýlega kynnti nefnd, undir forystu Stefáns Ólafssonar prófessors, hugmyndir að einföldun almannatrygginga í tvo bótaflokka hjá fötluðum og í einn hjá öldruðum. Stjórnvöld hafa ákveðið að sameina Tryggingastofnun ríkisins og Vinnumálastofnun og málefni fatlaðra verða færð til sveitarfélaga árið 2011. Allt eru þetta mikilvæg skref í rétta átt. Það er engu að síður grundvallaratriði að huga strax að breytingum á sjálfu örorkumatinu þannig að það undirstriki hæfni fólks til samfélagslegrar þátttöku og styðji undir hana en sé ekki letjandi og aðgreinandi. Sumir kunna að segja að þegar atvinnuleysi er jafn mikið og raun ber vitni að þá sé ekki tímabært að gera slíkar breytingar á örorkumati. Þetta tel ég að byggist á misskilningi. Jafnrétti fatlaðra og ófatlaðra má ekki ráðast af efnahagssveiflum hverju sinni. Mikilvægt er að við búum við fyrirkomulag sem skapar fólki jöfn tækifæri til þátttöku og sem lágmarkar þær skerðingar sem fólk býr við. Það er að mínu mati grundvöllur raunverulegrar velferðar. Það að hafa hlutverk í lífinu jafngildir því að hafa tilgang. Það hlutverk snýst ekki alltaf um launaða vinnu en það verður að snúast um það að vera sér og öðrum að gagni á einhvern hátt. Einstaklingur með mjög takmarkaða andlega og líkamlega færni gerir mikið gagn með því að leyfa aðstoðarfólki að annast sig. Aðstoðarfólkið fær með því nýja innsýn inn í mannlega tilveru sem gerir þau að betri manneskjum. 2007 skilaði svonefnd örorkumatsnefnd forsætisráðherra samhljóða áliti sínu varðandi breytingar á réttindamati fatlaðra. Ragnar Gunnar Þórhallsson, formaður Sjálfsbjargar, sat í nefndinni fyrir hönd ÖBÍ. Niðurstaðan var sú að horfa ætti til styrkleika fólks við matið og hvernig hægt væri að styðja sem best við þá. Þetta ætti að vera leiðarljós við þær brýnu kerfisbreytingar sem framundan eru enda í fullu samræmi við áherslur Sáttmála sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra sem ríkisstjórn Íslands stefnir að fullgildingu á innan skamms. Við sem búum á Íslandi þurfum nú á öllum að halda við endurreisn landsins. Fatlaðir búa yfir mikilvægri reynslu og þekkingu sem samfélagið má ekki fara á mis við. Enginn getur allt en allir geta eitthvað og nú þarf að gefa öllum kost á að leggjast sameiginlega á árarnar til að skapa hér betra og sanngjarnara samfélag.Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun