Ný og virkari velferð 10. desember 2009 06:00 Á undanförnum árum hefur spurningin um það hvað einkenni norræn velferðarkerfi orðið áleitnari. Sumir hafa viljað meina að til sé norrænt velferðarlíkan sem slái við öðrum velferðarkerfum og þá hefur verið spurt hvernig þetta líkan eiginlega sé? Áhersla á miðstýrt stofnanakerfi hefur lengi verið mikil en síðustu þrjá áratugi hafa sprottið upp hreyfingar sem andæft hafa sterku stofnanakerfi og kallað eftir auknu valdi einstaklinga yfir daglegu lífi sínu og tilveru. Evald Krog, formaður samtaka vöðvarýrnunarfólks í Danmörku, reið á vaðið á áttunda áratug síðustu aldar þegar samtök hans náðu eyrum þarlendra stjórnvalda og komu, fyrst Norðurlandanna, á notendastýrðu persónulegu aðstoðarmannakerfi (NPA) fyrir fólk með MND, ALS og aðra vöðvarýrnunarsjúkdóma. Á örfáum árum varð til fyrirmyndarkerfi fyrir þennan hóp fólks. Einstaklingur sem metinn er með þörf fyrir sólarhringsaðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi utan stofnana fær fjárveitingu fyrir minnst fjóra aðstoðarmenn í fullu starfi. Einstaklingurinn skipuleggur vaktir þeirra og felur annaðhvort því sveitarfélagi sem hann býr í eða einkafyrirtæki að sjá um umsýslu starfsmannanna. Hann ræður svo og rekur sína aðstoðarmenn og þjálfar þá til starfans. Nú hafa Danir víkkað út réttinn til NPA þannig að geðfatlaðir og fleiri hópar fatlaðra geta ráðið sér aðstoðarmenn. Í Noregi hefur verið byggt upp öflugt samvinnufélag fatlaðra um þjónustuna og í Svíþjóð var tekið stórt skref í uppbygginu aðstoðarmannakerfis með lögum í miðri bankakreppu 1993. Finnar og Íslendingar hafa setið eftir. Hér á landi hefur um árabil verið boðið upp á sambræðing þjónustukerfa undir formerkjum tilraunaverkefna um notendastýrða aðstoð sem ekki hefur staðið undir nafni. Ekkert jafnræði hefur ríkt um það hverjir fái þjónustuna né hvernig hún er veitt heldur hentistefna. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sýnt málinu mikinn áhuga og á ráðstefnu um NPA í Salnum í Kópavogi á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember sl. skýrði hann frá því að í janúar nk. hæfist undirbúningur að lagasetningu sem feli í sér innleiðingu þjónustunnar. Það verði gert samhliða endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra og lögfestingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Það að komið verði á fót notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda er ekki aðeins viðbót við velferðarkerfið eða áherslubreyting heldur grundvallarbreyting. Réttara væri að tala um byltingu. Rúmlega 5000 Íslendingar búa nú á stofnunum eða um 1,6 prósent þjóðarinnar. Ekki aðeins búa fleiri hér á landi á stofnunum en annars staðar heldur býr fólk mun lengur á stofnunum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum eða ríflega 40 prósentum lengur. Með NPA getur fólk búið heima hjá sér með aðstoð, stundað vinnu, félagslíf og fjölskyldulíf. Þetta er því ekki spurning um þjónustuform heldur um mannréttindi og mannhelgi. Um leið hefst ný sókn í atvinnumálum á Íslandi því í stað milljarða fjárfestinga í steypu er fjárfest í þjónustu og vinnuafli. Á næstu tveimur árum er hægt að skapa 1.000 ný störf til viðbótar þeim störfum sem flytjast frá stofnunum til einstaklinga. Nú þurfum við öll að hugsa út fyrir rammann. Kreppan gefur okkur ekki aðeins tækifæri til þess heldur knýr okkur beinlínis til að gera það. Allir verða að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu nýs og betra samfélags. Notendastýrt persónulegt aðstoðarmannakerfi gerir fólki það kleift og er því grundvöllur að virkari velferð á Íslandi. Höfundur er formaður Geðhjálpar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigursteinn Másson Mest lesið Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Halldór 4.10.2025 Halldór Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir Skoðun Að búa til aðalsmenn Kolbrún Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hefur spurningin um það hvað einkenni norræn velferðarkerfi orðið áleitnari. Sumir hafa viljað meina að til sé norrænt velferðarlíkan sem slái við öðrum velferðarkerfum og þá hefur verið spurt hvernig þetta líkan eiginlega sé? Áhersla á miðstýrt stofnanakerfi hefur lengi verið mikil en síðustu þrjá áratugi hafa sprottið upp hreyfingar sem andæft hafa sterku stofnanakerfi og kallað eftir auknu valdi einstaklinga yfir daglegu lífi sínu og tilveru. Evald Krog, formaður samtaka vöðvarýrnunarfólks í Danmörku, reið á vaðið á áttunda áratug síðustu aldar þegar samtök hans náðu eyrum þarlendra stjórnvalda og komu, fyrst Norðurlandanna, á notendastýrðu persónulegu aðstoðarmannakerfi (NPA) fyrir fólk með MND, ALS og aðra vöðvarýrnunarsjúkdóma. Á örfáum árum varð til fyrirmyndarkerfi fyrir þennan hóp fólks. Einstaklingur sem metinn er með þörf fyrir sólarhringsaðstoð til að geta lifað sjálfstæðu lífi utan stofnana fær fjárveitingu fyrir minnst fjóra aðstoðarmenn í fullu starfi. Einstaklingurinn skipuleggur vaktir þeirra og felur annaðhvort því sveitarfélagi sem hann býr í eða einkafyrirtæki að sjá um umsýslu starfsmannanna. Hann ræður svo og rekur sína aðstoðarmenn og þjálfar þá til starfans. Nú hafa Danir víkkað út réttinn til NPA þannig að geðfatlaðir og fleiri hópar fatlaðra geta ráðið sér aðstoðarmenn. Í Noregi hefur verið byggt upp öflugt samvinnufélag fatlaðra um þjónustuna og í Svíþjóð var tekið stórt skref í uppbygginu aðstoðarmannakerfis með lögum í miðri bankakreppu 1993. Finnar og Íslendingar hafa setið eftir. Hér á landi hefur um árabil verið boðið upp á sambræðing þjónustukerfa undir formerkjum tilraunaverkefna um notendastýrða aðstoð sem ekki hefur staðið undir nafni. Ekkert jafnræði hefur ríkt um það hverjir fái þjónustuna né hvernig hún er veitt heldur hentistefna. Núverandi félagsmálaráðherra hefur sýnt málinu mikinn áhuga og á ráðstefnu um NPA í Salnum í Kópavogi á alþjóðadegi fatlaðra 3. desember sl. skýrði hann frá því að í janúar nk. hæfist undirbúningur að lagasetningu sem feli í sér innleiðingu þjónustunnar. Það verði gert samhliða endurskoðun á lögum um málefni fatlaðra og lögfestingu Sáttmála Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðra. Það að komið verði á fót notendastýrðri persónulegri aðstoð (NPA) fyrir þá sem þurfa á aðstoðinni að halda er ekki aðeins viðbót við velferðarkerfið eða áherslubreyting heldur grundvallarbreyting. Réttara væri að tala um byltingu. Rúmlega 5000 Íslendingar búa nú á stofnunum eða um 1,6 prósent þjóðarinnar. Ekki aðeins búa fleiri hér á landi á stofnunum en annars staðar heldur býr fólk mun lengur á stofnunum á Íslandi en á hinum Norðurlöndunum eða ríflega 40 prósentum lengur. Með NPA getur fólk búið heima hjá sér með aðstoð, stundað vinnu, félagslíf og fjölskyldulíf. Þetta er því ekki spurning um þjónustuform heldur um mannréttindi og mannhelgi. Um leið hefst ný sókn í atvinnumálum á Íslandi því í stað milljarða fjárfestinga í steypu er fjárfest í þjónustu og vinnuafli. Á næstu tveimur árum er hægt að skapa 1.000 ný störf til viðbótar þeim störfum sem flytjast frá stofnunum til einstaklinga. Nú þurfum við öll að hugsa út fyrir rammann. Kreppan gefur okkur ekki aðeins tækifæri til þess heldur knýr okkur beinlínis til að gera það. Allir verða að leggja sitt af mörkum við uppbyggingu nýs og betra samfélags. Notendastýrt persónulegt aðstoðarmannakerfi gerir fólki það kleift og er því grundvöllur að virkari velferð á Íslandi. Höfundur er formaður Geðhjálpar.
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk Skoðun
Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu. Stefán Jón Hafstein Skoðun