Ný sérkennslustefna leikskóla 11. desember 2009 06:00 Forgangsmál í leikskólum borgarinnar er að hvert barn fái þjónustu við sitt hæfi. Ef grunsemdir vakna um að sérkennslu sé þörf er strax sett af stað athugun í leikskólanum og starfsfólk hefur tafarlaust vinnu með barninu. Þetta er svokölluð snemmtæk íhlutun en hún miðar að því að skólinn grípi inn í strax og grunsemdir vakna um þroskafrávik. Í nýrri stefnu leikskólasviðs um sérkennslu, sem leikskólaráð samþykkti á fundi sínum í haust, er þetta markmið staðfest enda er það mikilvægt til að ná árangri með börnum sem þurfa stuðning. Í stefnunni kemur fram að við hvern leikskóla borgarinnar verði ábyrgðarmaður sérkennslu og lögð áhersla á að einstaklingsnámskrá verði gerð fyrir öll börn sem þarfnast sérkennslu. Stefnt er að fjölgun leikskóla með sérhæfða þekkingu vegna þjónustu við börn með fötlun en þeir eru nú tveir í Reykjavík. Sérhæfðu leikskólarnir eiga að vera í fararbroddi við þekkingaröflun á sínu sérsviði og miðla þekkingu. Áhersla er lögð á að efla markvisst samstarf leik- og grunnskóla og stuðla þannig að meiri samfellu á milli þeirra. Þá er lagt til að settur verði á stofn upplýsingavefur sem haldi utan um og miðli hugmyndum og leiðum sem notaðar eru í sérkennslu og að sérhæft námsgagnasafn til útláns verði hjá sérkennsluráðgjöfum. Einnig er lagt til að hafið verði tilraunaverkefni vegna langveikra barna með heimsóknum barna og kennara heim til barns. Á næstu árum er stefnt að því að byggð verði upp breiðari þekking á þjónustumiðstöðvum og sérfræðingar fengnir úr fleiri faggreinum, s.s. talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, svo börn með mikil þroskafrávik fái samþætta aðstoð. Stefna leikskólasviðs um sérkennslu er aðgengileg á vef borgarinnar (www.leikskolar.is) og þar geta forráðamenn aflað sér upplýsinga um hver réttur barna þeirra er og hvernig fjármagni er úthlutað. Sérkennsla er hluti af þeirri grunnþjónustu sem borgarstjórn vill tryggja og því er mikilvægt að allar reglur séu skýrar og tryggi jafnræði í þjónustu milli barna. Höfundur er borgarfulltrúi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Forgangsmál í leikskólum borgarinnar er að hvert barn fái þjónustu við sitt hæfi. Ef grunsemdir vakna um að sérkennslu sé þörf er strax sett af stað athugun í leikskólanum og starfsfólk hefur tafarlaust vinnu með barninu. Þetta er svokölluð snemmtæk íhlutun en hún miðar að því að skólinn grípi inn í strax og grunsemdir vakna um þroskafrávik. Í nýrri stefnu leikskólasviðs um sérkennslu, sem leikskólaráð samþykkti á fundi sínum í haust, er þetta markmið staðfest enda er það mikilvægt til að ná árangri með börnum sem þurfa stuðning. Í stefnunni kemur fram að við hvern leikskóla borgarinnar verði ábyrgðarmaður sérkennslu og lögð áhersla á að einstaklingsnámskrá verði gerð fyrir öll börn sem þarfnast sérkennslu. Stefnt er að fjölgun leikskóla með sérhæfða þekkingu vegna þjónustu við börn með fötlun en þeir eru nú tveir í Reykjavík. Sérhæfðu leikskólarnir eiga að vera í fararbroddi við þekkingaröflun á sínu sérsviði og miðla þekkingu. Áhersla er lögð á að efla markvisst samstarf leik- og grunnskóla og stuðla þannig að meiri samfellu á milli þeirra. Þá er lagt til að settur verði á stofn upplýsingavefur sem haldi utan um og miðli hugmyndum og leiðum sem notaðar eru í sérkennslu og að sérhæft námsgagnasafn til útláns verði hjá sérkennsluráðgjöfum. Einnig er lagt til að hafið verði tilraunaverkefni vegna langveikra barna með heimsóknum barna og kennara heim til barns. Á næstu árum er stefnt að því að byggð verði upp breiðari þekking á þjónustumiðstöðvum og sérfræðingar fengnir úr fleiri faggreinum, s.s. talmeinafræðingar og iðjuþjálfar, svo börn með mikil þroskafrávik fái samþætta aðstoð. Stefna leikskólasviðs um sérkennslu er aðgengileg á vef borgarinnar (www.leikskolar.is) og þar geta forráðamenn aflað sér upplýsinga um hver réttur barna þeirra er og hvernig fjármagni er úthlutað. Sérkennsla er hluti af þeirri grunnþjónustu sem borgarstjórn vill tryggja og því er mikilvægt að allar reglur séu skýrar og tryggi jafnræði í þjónustu milli barna. Höfundur er borgarfulltrúi.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun