Á hverja hlustar ríkisstjórnin? Elín Björg Jónsdóttir skrifar 1. desember 2009 06:00 Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Skoðun Skoðun Kvíðakynslóðin Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir skrifar Skoðun Einhver sú besta forvörn sem við eigum Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Að sjá ekki gjöf þjóðar fyrir græðgi Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Verðbólga og græðgi Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Rangfærsluvaðall Hjartar J. Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Þakkir til þjóðar Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Hvenær á að skattleggja lífeyrissjóðsgreiðslur? Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Kæru smiðir, hárgreiðslufólk og píparar! Víðir Reynisson skrifar Skoðun Vilja miklu stærra bákn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Vantar fleiri lyftara í heilbrigðiskerfið? Ragna Sigurðardóttir skrifar Skoðun Inngilding – nýyrði sem enginn skilur? Miriam Petra Ómarsdóttir Awad skrifar Skoðun Að sætta sig við brot á samkomulagi eða ekki Jón Ágúst Eyjólfsson skrifar Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Sjá meira
Innan verkalýðshreyfingarinnar gerum við okkur vissulega grein fyrir því að nú, þegar unnið er að lokafrágangi fjárlaga á Alþingi fyrir komandi ár, standa spjótin á stjórnvöldum úr öllum áttum. Margir vilja koma sínum sjónarmiðum á framfæri. Samtök atvinnulífsins leggjast gegn álögum á stóriðju en hafa hins vegar illu heilli tekið undir með þeim sem tala fyrir því að í staðinn verði ýmsar aðrar álögur hækkaðar, svo sem tryggingagjald og aðrir launaskattar á lágtekju- og millitekjuhópa. Ekki fáum við heldur stuðning úr þeim herbúðum til að verja almannaþjónustuna. Ljóst er að auknar skattaálögur munu ekki nægja til að rétta af fjárlagahalla komandi árs og því er nauðsynlegt að gera hvort tvennt í senn, skera niður og taka lán. BSRB hefur ekki lagst gegn niðurskurði en bandalagið telur þó að samkvæmt fyrirliggjandi fjárlagafrumvarpi sé niðurskurðurinn í velferðarþjónustunni of mikill. Við höfum bent á að niðurskurður þar geti reynst dýrkeyptur. Hann bitni ekki einungis á þeim sem eiga undir högg að sækja heldur samfélaginu öllu. Þetta var kjarninn í boðskap nýafstaðins aðalfundar BSRB – boðskap sem ætlast er til að ríkisstjórnin hugleiði og taki tillit til. Og nú fyrirhuga stjórnvöld að skerða fæðingarorlof. Ef skerðingin nær fram að ganga verður vegið að félagslega kerfinu og þó sérstaklega að hagsmunum kvenna. Aðför að fæðingarorlofinu veldur miklum vonbrigðum og spyrja má: Hvernig stendur á að ríkisstjórn sem segist hafa „sett jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi í öndvegi“ ætli sér að ganga á bak orða sinna með þessum hætti? Við eigum að taka alvarlega varnaðarorð þeirra þjóða sem gengið hafa í gegnum kreppu eins og nú blasir við okkur og ljóst er að við þurfum að glíma við næstu misserin. Þannig hafa Finnar bent á að enn sé finnska þjóðin að súpa seyðið af misráðnum og illa grunduðum niðurskurði fyrir tæpum tveimur áratugum. Lærið af mistökum okkar, sagði finnskur ráðherra sem hér var nýlega á ferð. Þessi varnaðarorð ganga vissulega þvert á ráðleggingar og kröfur Alþjóðagjaldeyrissjóðsins. En á hverja ætlar ríkisstjórnin að hlusta: AGS og Samtök atvinnulífsins eða Finna og BSRB? Hvort skyldi nú vera meira í takt við þá norrænu velferðarstjórn sem ríkisstjórnin segist vera? Höfundur er formaður BSRB.
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun
Skoðun Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh skrifar
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Við erum heit, græn og orkumikil – gerum kröfur um sjálfbærni, nýsköpun og betri nýtingu auðlinda! Halla Hrund Logadóttir ,Fida Abu Libdeh Skoðun