Séreignarsparnaður – húsnæðislán 22. september 2009 06:00 Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimilanna: Fjárfestingar séreignarsparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spöruðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborgunar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri hægt með tvennum hætti. Fólk gæti notað sparnað sinn ótakmarkað til að greiða inn á lán sín eða til greiðslu á vöxtum og afborgunum af fasteign sinni. Þetta myndi hjálpa mörgum við að létta á greiðslubyrði sinni og þar sem útborgunin er skattskyld fengi ríkissjóður peninga í kassann. Þegar upphafleg umræða um heimild til útgreiðslu átti sér stað, að hámarki samtals milljón krónur, var gert ráð fyrir að tvöfalt hærri upphæð færi í greiðslur úr séreignarsjóðum en raunin hefur orðið. Rök um að rýmkun til útborgunar leiði til þess að séreignarsjóðir þurfi að selja eignir í stórum stíl og mynda neikvæðan söluþrýsting eru því ómarktæk. Kínamúrar fjármálastofnana eiga auk þess að tryggja að kröfuhafar geti ekki þrýst á skuldara að ganga á lífeyrisséreign sína. Þetta minnkar skuldsetningu heimilanna og gæti verið mótvægi við núverandi stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar. Hvati til sparnaðar eykst einnig því með þessu er tryggt að þeir sem sýnt hafa fyrirhyggju í sparnaði og kjósa að minnka húsnæðisskuldir sínar fái að njóta þess í dag þegar að þörfin er mest. Höfundur er fjármálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Már Wolfgang Mixa Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Már Wolfgang Mixa skrifar um skuldavanda heimilanna: Fjárfestingar séreignarsparnaðar mega vera í hlutabréfum, skuldabréfum og bundnum innlánum. Þetta var sjálfsagt á meðan allt lék í lyndi, flestir sem spöruðu með þessum hætti voru að auka líkur á áhyggjulausum ævidögum síðar meir. Sparnaðurinn hefur verið laus til útborgunar frá 60 ára aldri nema þegar um örorku eða andlát er að ræða. Ég vil að boðið verði upp á fjórðu leiðina. Hún felur í sér að fólk geti fjárfest í sínu eigin húsnæði með niðurgreiðslu skulda. Slíkt væri hægt með tvennum hætti. Fólk gæti notað sparnað sinn ótakmarkað til að greiða inn á lán sín eða til greiðslu á vöxtum og afborgunum af fasteign sinni. Þetta myndi hjálpa mörgum við að létta á greiðslubyrði sinni og þar sem útborgunin er skattskyld fengi ríkissjóður peninga í kassann. Þegar upphafleg umræða um heimild til útgreiðslu átti sér stað, að hámarki samtals milljón krónur, var gert ráð fyrir að tvöfalt hærri upphæð færi í greiðslur úr séreignarsjóðum en raunin hefur orðið. Rök um að rýmkun til útborgunar leiði til þess að séreignarsjóðir þurfi að selja eignir í stórum stíl og mynda neikvæðan söluþrýsting eru því ómarktæk. Kínamúrar fjármálastofnana eiga auk þess að tryggja að kröfuhafar geti ekki þrýst á skuldara að ganga á lífeyrisséreign sína. Þetta minnkar skuldsetningu heimilanna og gæti verið mótvægi við núverandi stöðnun í efnahagslífi þjóðarinnar. Hvati til sparnaðar eykst einnig því með þessu er tryggt að þeir sem sýnt hafa fyrirhyggju í sparnaði og kjósa að minnka húsnæðisskuldir sínar fái að njóta þess í dag þegar að þörfin er mest. Höfundur er fjármálafræðingur.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar