Bæjarstjórnin í Norðaustur Lincolnskíri í Bretlandi sem átti 7 milljónir breskra punda á Icesave reikningum Landsbankans hlustaði ekki á aðvaranir sem komu fram í vikulegum skýrslum sem bæjarstjórninni barst frá fjármálaráðgjöfum sínum. Frá þessu er greint á fréttavef BBC í dag. Peningarnir sem bæjarfélagið tapaði jafngilda 1,3 milljarði króna.
„Það hefði verið möguleiki að bregðast við aðvörunum sem voru hafðar uppi um íslensku bankana í tæka tíð," segir í skýrslunni. Bæjarstjórnin segir að ýmislegt megi læra af skýrslunni. „Þegar við horfum til baka hefðum við auðvitað viljað taka spariféð út úr íslensku bönkunum," er haft eftir Tony Hunter bæjarstjóra.
„En höfum hugfast þann hraða sem hefur verið á efnahagshruninu. Þetta er alheimskreppa og við, líkt og margar aðrar stofnanir, höfum liðið fyrir hana," bætti Hunter við. Hann sagði að skýrslan væri enginn hvítþvottur. Hana þyrfti að hafa sem víti til varnaðar.
Hlustuðu ekki á viðvaranir um Icesave

Mest lesið


Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum
Viðskipti innlent

Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans
Viðskipti erlent

Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra
Viðskipti innlent

Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu
Viðskipti innlent




„Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“
Viðskipti innlent

Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju
Viðskipti innlent