Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar 12. júlí 2025 13:43 Ursula von der Leyen, forseti Evrópusambandsins, og Donald Trump Bandaríkjaforseti. Samsett/EPA Donald Trump Bandaríkjaforseti hefur sent bréf á fulltrúa Evrópusambandsins þar sem segir að Bandaríkin hyggjast setja þrjátíu prósenta toll á vörur þeirra. Skuli Evrópusambandið svara fyrir sig verða tollarnir einungis hækkaðir. Bréfið sem Trump sendi á Ursula von der Leyen, forseta EvrópUsambandsins, birti hann einnig á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera senda þér þetta bréf þar sem það sýnir fram á styrk og skuldbindingu okkar við viðskiptasamband okkar, og vegna þeirrar staðreyndar að Bandaríkin hafa samþykkt að halda áfram að vinna með Evrópusambandinu, þrátt fyrir að einn mesti viðskiptahalli okkar er við ykkur,“ hefst bréfið á. Þá segir að frá 1. ágúst muni Bandaríkin setja þrjátíu prósent toll á vörur Evrópusambandsins seldar í Bandaríkjunum. Vörur sem sendar verða til annarra landa og svo til Bandaríkjanna muni hljóta enn hærri toll. Ef að Evrópusambandið ákveði að setja sjálf toll á vörur frá Bandaríkjunum muni sú prósenta bætast við þrjátíu prósentin. „Vinsamlegast skiljið að þrjátíu prósent er mun minna en það sem þarf til að útrýma viðskiptahallanum sem við erum í við ESB,“ stendur einnig. Hann minnir á að skuli evrópsk fyrirtæki ákveða að búa til eða framleiða vörurnar sínar í Bandaríkjunum þurfi ekki að greiða tollinn og munu fulltrúar vestanhafs gera allt til að útvega öll leyfi eins hratt og hægt er, innan nokkurra vikna. Í svari von der Leyen segir að þrjátíu prósenta tollar myndi hafa töluverð áhrif á fyrirtæki, neytendur og sjúklinga beggja vegna Atlatnshafsins. Hún segir Evrópusambandið þurfa að vernda sína hagsmuni, en í því gæti falist mótvægisaðgerðir ef þörf krefji. „Fá hagskerfi í heiminum jafnast á við opinskáa og sanngjarna viðskiptahætti Evrópusambandsins. ESB hefur stöðugt forgangsraðað smaningaviðræðum við Badnaríkin, sem endurspeglar skuldbindingu okkar til smaræðna, stöðugleika og uppbyggilegs samstarfs yfir Atlantshafið,“ segir í svari von der Leyen. Í umfjöllun NYT segir að fulltrúar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum um tollana. Evrópusambandið hafði sætt sig við tíu prósenta toll á allar vörur en vonuðust til að geta samið um undantekningu fyrir mikilvægari vörur. Þetta er ekki fyrsta álíka bréfið sem Trump sendir, og birti svo, varðandi tolla. Til að mynda sendi hann bréf í gær á forsætisráðherra Kanada og þar áður á fulltrúa Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing Ursual von der Leyen var birt. Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bréfið sem Trump sendi á Ursula von der Leyen, forseta EvrópUsambandsins, birti hann einnig á samfélagsmiðilinn sinn Truth Social. „Það er mikill heiður fyrir mig að vera senda þér þetta bréf þar sem það sýnir fram á styrk og skuldbindingu okkar við viðskiptasamband okkar, og vegna þeirrar staðreyndar að Bandaríkin hafa samþykkt að halda áfram að vinna með Evrópusambandinu, þrátt fyrir að einn mesti viðskiptahalli okkar er við ykkur,“ hefst bréfið á. Þá segir að frá 1. ágúst muni Bandaríkin setja þrjátíu prósent toll á vörur Evrópusambandsins seldar í Bandaríkjunum. Vörur sem sendar verða til annarra landa og svo til Bandaríkjanna muni hljóta enn hærri toll. Ef að Evrópusambandið ákveði að setja sjálf toll á vörur frá Bandaríkjunum muni sú prósenta bætast við þrjátíu prósentin. „Vinsamlegast skiljið að þrjátíu prósent er mun minna en það sem þarf til að útrýma viðskiptahallanum sem við erum í við ESB,“ stendur einnig. Hann minnir á að skuli evrópsk fyrirtæki ákveða að búa til eða framleiða vörurnar sínar í Bandaríkjunum þurfi ekki að greiða tollinn og munu fulltrúar vestanhafs gera allt til að útvega öll leyfi eins hratt og hægt er, innan nokkurra vikna. Í svari von der Leyen segir að þrjátíu prósenta tollar myndi hafa töluverð áhrif á fyrirtæki, neytendur og sjúklinga beggja vegna Atlatnshafsins. Hún segir Evrópusambandið þurfa að vernda sína hagsmuni, en í því gæti falist mótvægisaðgerðir ef þörf krefji. „Fá hagskerfi í heiminum jafnast á við opinskáa og sanngjarna viðskiptahætti Evrópusambandsins. ESB hefur stöðugt forgangsraðað smaningaviðræðum við Badnaríkin, sem endurspeglar skuldbindingu okkar til smaræðna, stöðugleika og uppbyggilegs samstarfs yfir Atlantshafið,“ segir í svari von der Leyen. Í umfjöllun NYT segir að fulltrúar Evrópusambandsins og Bandaríkjanna hafa átt í samningaviðræðum um tollana. Evrópusambandið hafði sætt sig við tíu prósenta toll á allar vörur en vonuðust til að geta samið um undantekningu fyrir mikilvægari vörur. Þetta er ekki fyrsta álíka bréfið sem Trump sendir, og birti svo, varðandi tolla. Til að mynda sendi hann bréf í gær á forsætisráðherra Kanada og þar áður á fulltrúa Japan, Suður-Kóreu og Srí Lanka. Fréttin var uppfærð eftir að yfirlýsing Ursual von der Leyen var birt.
Bandaríkin Evrópusambandið Donald Trump Mest lesið Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Viðskipti innlent Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Viðskipti innlent Eldi verður eitt stærsta félag sinnar tegundar í heiminum Viðskipti innlent Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Viðskipti innlent Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Viðskipti innlent Tilefni til að varast svik á svörtum föstudegi Neytendur Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Viðskipti innlent Jafnvægi heimilis og vinnu: „Lífið er meira en titill“ Atvinnulíf Hulda nýr formaður Tækni- og hugverkaráðs SI Viðskipti innlent Til Borealis Data Center eftir 22 ár hjá Össuri Viðskipti innlent Fleiri fréttir Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira