Ólögmæt aðför að eignum skuldara Örn Karlsson skrifar 19. september 2009 06:00 Það er erfitt að hrekja þá fullyrðingu fjölmargra skuldara að eign í fasteign minnki iðulega eftir því sem lengur er greitt af verðtryggðum lánum sem á henni hvíla. Fólk hefur grunsemdir um að það sé maðkur í mysunni og upp vakna spurningar um eignarréttinn sem á að vera varinn af Stjórnarskrá. VerðtryggingVerðtrygging fjárskuldbindinga var innleidd með svokölluðum Ólafslögum árið 1979. Verðtryggingunni var ætlað það hlutverk að leiðrétta skekkju af völdum verðbólgu. Skekkjan fólst í því að veruleg tilfærsla eigna var til þeirra sem skulduðu frá þeim sem áttu sparifé eða veittu lán á vöxtum sem títt voru langt undir verðbólgunni, sem æddi áfram óbeisluð. Við Ólafslögum tóku ný lög um vexti og verðtryggingu árið 2001. Sama meginforsenda er fyrir verðtryggingunni og áður, þ.e. að verja almennt sparifé og lánsfé landsmanna fyrir rýrnun af völdum innlendrar verðbólgu eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Samkvæmt lögunum er vísitala neysluverðs lögð til grundvallar mælingu á verðbólgu. VerðbólgaVerðbólga er peningatengt fyrirbæri. Verðbólga gefur til kynna hvernig peningalegt virði eigna breytist yfir tíma, þ.e. hvernig kaupmáttur peninga breytist (minnkar). Að meginstofni á verðbólga sér því stað þegar peningar tapa verðgildi. Þessi skilgreining á verðbólgu er óumdeild og er verðtryggingunni ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu þannig að lántaki og lánveitandi séu jafnsettir yfir lánstímann. Jafnsettir að því leyti að ekki verði eignatilfærsla á milli þeirra önnur en markast af höfuðstól lánsins og vöxtum þess. Vísitala neysluverðsVísitala neysluverðs telur allar verðbreytingar á öllum einingum sínum alltaf. Löggjafinn hefur metið það svo að þetta sé nægilega góð nálgun á verðbólgu til að hún dugi sem leiðréttingargrundvöllur í verðtryggingu. Atvikshækkanir einstakra einingaAlltaf gerist það jafnt og þétt að einstakar vörur hækka eða lækka í verði óháð kaupmætti peninga. Slíkar breytingar eiga ekkert skylt við verðbólgu og ættu eðli máls samkvæmt ekki að vera inn í verðtryggingargrunni. Lánveitandi fer almennt ekki fram á að lántaki verji hann fyrir því að ekki rigni í Brasilíu þannig að hann fái bætur ef kaffiverð hækkar þess vegna. Lánveitandi fer almennt ekki fram á að lántaki verji hann fyrir stríði í Miðausturlöndum þannig að hann fái bætur ef olíuverð hækkar þess vegna o.s.frv. Verðtryggingunni er þvert á móti ætlað að tryggja hlutleysi og taka áhættu út úr lánaviðskiptum. Öll áhætta lánagjörninga á að endurspeglast í vaxtastigi lánsins en ekki í verðtryggingunni. Verðtryggingu er eingöngu ætlað að verja verðgildi þeirrar fjárhæðar sem er lánuð. Ef atviksbreyting á verði vöru fer inn í verðtryggingarvísitölu leiðir það til óumsaminnar eignatilfærslu. Gefum okkur að um veðlán sé að ræða. Ef lánveitandinn fær bætur vegna hækkunar á vöru og hækkunin er ótengd kaupmætti peninga þá hækkar höfuðstóll veðlánsins og hrein eign í fasteigninni rýrnar að sama skapi. Rýrnunin á sér stað vegna þess að fasteignin hækkaði ekki í verði til samræmis vegna þess að það var ekki verðbólguástand. Kaupmáttur peninga hélst óbreyttur. HamfarirAtviksbreytingar eru jafnan litlar samanborið við verðbólgubreytingar og því hefur eflaust ekki þótt taka því að horfa til þeirra í verðtryggingargrunninum. Og þess vegna hefur sennilega engan órað fyrir þeim stórkostlegu atvikshækkunum á tveimur liðum neysluverðsvísitölunnar með afleiðingum sem líkja má við hamfarir. Allt samband milli skuldara og lánveitenda brenglaðist á fjögurra ára tímabili frá miðju ári 2004 til ársbyrjunar 2008. Þessi brenglun hefur leitt til stórkostlegrar eignatilfærslu frá skuldurum til lánveitenda. Átt er við hækkun fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna í ágúst 2004 ásamt hækkuðu lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í kjölfarið og hækkun olíuverðs á heimsmarkaði. Í hvorugu tilfellinu voru verðhækkanirnar afleiðing minnkandi verðgildi peninga og þar með verðbólgu. Húsnæðisverð vegur allt að 17% vísitölunnar og olía og bensín allt að 5%. Þegar þessir liðir margfaldast í verði verður stórhækkun á vísitölunni. Hér er ekki tekið með í reikninginn afleidda hækkun annarra liða í vísitölunni vegna áhrifa olíuverðs á verðmyndun þeirra. Hafa ber í huga í þessari umræðu að gengisvísitala íslensku krónunnar var mjög stöðug allt tímabilið sem þýðir að kaupmáttur íslensku krónunnar hélst stöðugur. Grunnforsenda fyrir verðbólgu var því svo gott sem ekki til staðar allt tímabilið. Höfum jafnframt í huga að verulega stór hluti neysluvara á íslenskum markaði er innfluttur og því er gengi íslensku krónunnar góður mælikvarði á forsendur verðbólgu. Það er því hægt að halda því fram að hækkun húsnæðisverðs og olíu og bensíns á íslenskum markaði hafi fyrst og fremst verið atvikshækkun og því hverfandi líkur á að hækkanir þessar stafi af verðbólgu, þ.e. að peningar hafi tapað verðgildi. Í því orsakasamhengi sem hér er fjallað um getur vara hækkað í verði af þremur ástæðum. Vara getur hækkað í verði vegna þess að kaupmáttur peninga rýrnar (verðbólguhækkun) og fylgja þá jafnan aðrar vörur og þjónusta með. Í öðru lagi getur vara hækkað í verði þrátt fyrir að kaupmáttur peninga helst stöðugur, alltaf er hægt að rekja slíka hækkun til atviks eða aðstæðna (atvikshækkun). Í þessu tilfelli hækka aðrar vörur ekki samhliða nema ef varan er partur af verðmyndun þeirra. Í þriðja lagi geta vörur hækkað vegna blöndu af þessu tvennu. Heimsmarkaðsverð á olíuFrá hausti 2003 og fram í ársbyrjun 2008 hækkaði verð á olíu gífurlega, úr ca $25 tunnan í vel yfir $120. Um þessar mundir er olíuverðið í kringum $68. Það er óumdeilt að þessi hækkun er óháð gjaldmiðlum heimsins og stafar af aukinni eftirspurn m.a. Kínverja og spámennsku á mörkuðum. Þessi hækkun á heimsmarkaði leiddi beint til hækkunar á eldsneytisverði á Íslandi. Verðhækkunin er þannig ekki verðbólgudrifin eða m.ö.o. ekki tilkomin vegna þess að peningar hafa tapað verðgildi sínu. Það sem síðan gerist í verðtryggingarkerfi Íslendinga við þessar aðstæður er að verðhækkunin mælist í vísitölu neysluverðs og þar sem hún er notuð beint til verðtryggingar verður ósamningsbundin eignatilfærsla staðreynd t.d. með hækkun höfuðstóla veðlána. Lánveitandinn fær hreinan arð líkt og hann væri í olíubransanum. Arðurinn kemur hins vegar úr vasa lántakandans, hrein eign hans í fasteigninni rýrnar. FasteignaverðFasteignaverð hefur mikið vægi í vísitölu neysluverðs, um 17% og því er hún mjög næm fyrir fasteignaverði. Innkoma banka og sparisjóða á fasteignalánamarkaðinn ásamt hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs er óumdeild meginástæða fyrir hinu risavaxna stökki á verði fasteigna í kjölfarið. Hærri veðhlutföll, betri vaxtakjör og hækkun hámarkslána settu kipp í eftirspurn eftir húsnæði sem leiddi til snarprar hækkunar á verði þeirra. Því er ekki til að dreifa að hækkun fasteignaverðs á þessu tímabili hafi verið verðbólgudrifin. Í fyrsta lagi vegna þess að fasteignaverð hækkaði langt umfram verðbólgu, en á árinu 2005 hækkaði fasteignaverð um 32% á meðan vísitala neysluverðs hækkaði tæplega 6%. Í annan stað má benda á að gengisvísitalan fór stöðugt lækkandi frá hausti 2004 og út árið 2005, sem þýðir að gengi íslensku krónunnar var að styrkjast gagnvart gengi helstu viðskiptalandanna á tímabilinu og því í raun engin forsenda fyrir verðbólgu. Færa má rök fyrir því að mesti áhrifavaldur á breytingu vísitölunnar hafi einmitt verið fasteignaverðið og þannig hafi lánveitendur fengið sinn skerf af fasteignagróðanum með hækkun höfuðstóls fasteignaveðlána. Verðbólga var engin eins og áður sagði í þeirri merkingu að peningar töpuðu almennt ekki verðgildi sínu heldur þvert á móti gátu Íslendingar fengið meira fyrir krónuna í helstu viðskiptalöndunum. Óumsamin eignatilfærsla átti sér stað. Það er einsýnt að frá hausti 2004 og fram til ársbyrjunar 2008 eru viðvarandi óumsamdar eignatilfærslur frá skuldurum til lánveitenda vegna mistaka í framkvæmd verðtryggingarkerfisins. Höfuðstóll veðlána hækkaði langt umfram verðbólgu og verðbótaþáttur greiðslna af veðlánum var langt umfram það sem raunveruleg verðbólga gat gefið. Sú viðleitni löggjafans að verja sparifé almennings með verðtryggingunni hefur snúist í höndum hans vegna þess að engin tilraun er gerð til að meta verðbreytingar óháðar kaupmætti peninga, þ.e. breytingar sem ekki tengjast verðbólgu og taka þær út úr neysluverðsvísitölunni. Það eru meginmistök í framkvæmd verðtryggingar á Íslandi að skilgreina allar breytingar á vöru og þjónustu sem verðbólgubreytingar, m.ö.o. að allar verðbreytingar stafi af því að peningar hafi tapað verðgildi. Allir sem vilja geta séð að það er fræðilega ómögulegt að allar verðbreytingar hverju nafni sem nefnist stafi af verðbólgu (stafi af því að verðgildi peninga rýrnar) því ef svo væri er jafnframt verið að segja að heimurinn sé óbreytanlegur. Þess vegna er líka fræðilega ómögulegt að vísitala neysluverðs sé sanngjarn grunnur til leiðréttingar á verðbólgu því hún tekur til allra verðbreytinga. Álykta má að það sé með öllu ólöglegt að verðtrygging sé trygging fyrir öðru en áhrifum verðbólgu. Í fyrsta lagi vegna þess að í lögum um verðtryggingu (greinargerð með frumvarpi) er tekið á því að verðtryggingunni sé ætlað að leiðrétta fyrir verðbólgu án þess að annað sé nefnt. Í öðru lagi vegna þess að ef hún er trygging fyrir öðru verður óhjákvæmilega raunveruleg og óumsamin eignatilfærsla milli lántaka og lánveitanda. Í fljótu bragði reiknast mér að ólögleg höfuðstólshækkun veðlána sé a.m.k. 10% á umræddu tímabili vegna atvikshækkana fasteignaverðs og olíu og bensíns. Áður en Ólafslög tóku gildi var hrikaleg eignatilfærsla í gangi til skuldara frá sparifjáreigendum og lánendum. Þó er ekki hægt að segja lög hafi beinlínis verið brotin. Stjórnvöldum mistókst einfaldlega hagstjórnin og virði peninga þvarr með miklum hraða. Í stað þess að bæta hagstjórnina ákváðu stjórnvöld að innleiða verðtryggingu fjárskuldbindinga. Hér hefur verið bent á að við framkvæmd verðtryggingarinnar hefur dæmið snúist við. Nú er í gangi hrikaleg eignatilfærsla frá skuldaranum til lánveitandans. En nú ættu hins vegar þolendur að geta varið sig því framkvæmdin byggir á lögum sem augljóslega standast þá ekki sterkara lagaákvæði Stjórnarskrárinnar sem varðar friðhelgi eignarréttarins. Þannig er hægt að vinda ofan af þessum hörmungum ef lögum er fylgt. Aðal meinið felst í því að vísitala neysluverðs er notuð óbrengluð til verðtryggingar. Vísitalan er ágæt til síns brúks: að miðla upplýsingum um breytingar á verði vöru og þjónustu, en hún er ósanngjarn og ólöglegur grunnur til verðtryggingar. Skorað er á stjórnvöld að leita leiða til að leiðrétta ólögmætar eignatilfærslur sem eru afleiðing af ónákvæmri framkvæmd verðtryggingarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Örn Karlsson Mest lesið Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Skoðun Skoðun „Þetta er algerlega galið“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig getum við stigið upp úr sorginni? Birna Guðný Björnsdóttir skrifar Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Fersk fyrirheit: máttur nýársheita og skýrra markmiða Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Skilaboð hátíðarinnar Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Er þetta alvöru? Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Sjá meira
Það er erfitt að hrekja þá fullyrðingu fjölmargra skuldara að eign í fasteign minnki iðulega eftir því sem lengur er greitt af verðtryggðum lánum sem á henni hvíla. Fólk hefur grunsemdir um að það sé maðkur í mysunni og upp vakna spurningar um eignarréttinn sem á að vera varinn af Stjórnarskrá. VerðtryggingVerðtrygging fjárskuldbindinga var innleidd með svokölluðum Ólafslögum árið 1979. Verðtryggingunni var ætlað það hlutverk að leiðrétta skekkju af völdum verðbólgu. Skekkjan fólst í því að veruleg tilfærsla eigna var til þeirra sem skulduðu frá þeim sem áttu sparifé eða veittu lán á vöxtum sem títt voru langt undir verðbólgunni, sem æddi áfram óbeisluð. Við Ólafslögum tóku ný lög um vexti og verðtryggingu árið 2001. Sama meginforsenda er fyrir verðtryggingunni og áður, þ.e. að verja almennt sparifé og lánsfé landsmanna fyrir rýrnun af völdum innlendrar verðbólgu eins og segir í greinargerð með frumvarpinu. Samkvæmt lögunum er vísitala neysluverðs lögð til grundvallar mælingu á verðbólgu. VerðbólgaVerðbólga er peningatengt fyrirbæri. Verðbólga gefur til kynna hvernig peningalegt virði eigna breytist yfir tíma, þ.e. hvernig kaupmáttur peninga breytist (minnkar). Að meginstofni á verðbólga sér því stað þegar peningar tapa verðgildi. Þessi skilgreining á verðbólgu er óumdeild og er verðtryggingunni ætlað það hlutverk að leiðrétta fyrir verðbólgu þannig að lántaki og lánveitandi séu jafnsettir yfir lánstímann. Jafnsettir að því leyti að ekki verði eignatilfærsla á milli þeirra önnur en markast af höfuðstól lánsins og vöxtum þess. Vísitala neysluverðsVísitala neysluverðs telur allar verðbreytingar á öllum einingum sínum alltaf. Löggjafinn hefur metið það svo að þetta sé nægilega góð nálgun á verðbólgu til að hún dugi sem leiðréttingargrundvöllur í verðtryggingu. Atvikshækkanir einstakra einingaAlltaf gerist það jafnt og þétt að einstakar vörur hækka eða lækka í verði óháð kaupmætti peninga. Slíkar breytingar eiga ekkert skylt við verðbólgu og ættu eðli máls samkvæmt ekki að vera inn í verðtryggingargrunni. Lánveitandi fer almennt ekki fram á að lántaki verji hann fyrir því að ekki rigni í Brasilíu þannig að hann fái bætur ef kaffiverð hækkar þess vegna. Lánveitandi fer almennt ekki fram á að lántaki verji hann fyrir stríði í Miðausturlöndum þannig að hann fái bætur ef olíuverð hækkar þess vegna o.s.frv. Verðtryggingunni er þvert á móti ætlað að tryggja hlutleysi og taka áhættu út úr lánaviðskiptum. Öll áhætta lánagjörninga á að endurspeglast í vaxtastigi lánsins en ekki í verðtryggingunni. Verðtryggingu er eingöngu ætlað að verja verðgildi þeirrar fjárhæðar sem er lánuð. Ef atviksbreyting á verði vöru fer inn í verðtryggingarvísitölu leiðir það til óumsaminnar eignatilfærslu. Gefum okkur að um veðlán sé að ræða. Ef lánveitandinn fær bætur vegna hækkunar á vöru og hækkunin er ótengd kaupmætti peninga þá hækkar höfuðstóll veðlánsins og hrein eign í fasteigninni rýrnar að sama skapi. Rýrnunin á sér stað vegna þess að fasteignin hækkaði ekki í verði til samræmis vegna þess að það var ekki verðbólguástand. Kaupmáttur peninga hélst óbreyttur. HamfarirAtviksbreytingar eru jafnan litlar samanborið við verðbólgubreytingar og því hefur eflaust ekki þótt taka því að horfa til þeirra í verðtryggingargrunninum. Og þess vegna hefur sennilega engan órað fyrir þeim stórkostlegu atvikshækkunum á tveimur liðum neysluverðsvísitölunnar með afleiðingum sem líkja má við hamfarir. Allt samband milli skuldara og lánveitenda brenglaðist á fjögurra ára tímabili frá miðju ári 2004 til ársbyrjunar 2008. Þessi brenglun hefur leitt til stórkostlegrar eignatilfærslu frá skuldurum til lánveitenda. Átt er við hækkun fasteignaverðs í kjölfar innkomu bankanna í ágúst 2004 ásamt hækkuðu lánshlutfalli Íbúðalánasjóðs í kjölfarið og hækkun olíuverðs á heimsmarkaði. Í hvorugu tilfellinu voru verðhækkanirnar afleiðing minnkandi verðgildi peninga og þar með verðbólgu. Húsnæðisverð vegur allt að 17% vísitölunnar og olía og bensín allt að 5%. Þegar þessir liðir margfaldast í verði verður stórhækkun á vísitölunni. Hér er ekki tekið með í reikninginn afleidda hækkun annarra liða í vísitölunni vegna áhrifa olíuverðs á verðmyndun þeirra. Hafa ber í huga í þessari umræðu að gengisvísitala íslensku krónunnar var mjög stöðug allt tímabilið sem þýðir að kaupmáttur íslensku krónunnar hélst stöðugur. Grunnforsenda fyrir verðbólgu var því svo gott sem ekki til staðar allt tímabilið. Höfum jafnframt í huga að verulega stór hluti neysluvara á íslenskum markaði er innfluttur og því er gengi íslensku krónunnar góður mælikvarði á forsendur verðbólgu. Það er því hægt að halda því fram að hækkun húsnæðisverðs og olíu og bensíns á íslenskum markaði hafi fyrst og fremst verið atvikshækkun og því hverfandi líkur á að hækkanir þessar stafi af verðbólgu, þ.e. að peningar hafi tapað verðgildi. Í því orsakasamhengi sem hér er fjallað um getur vara hækkað í verði af þremur ástæðum. Vara getur hækkað í verði vegna þess að kaupmáttur peninga rýrnar (verðbólguhækkun) og fylgja þá jafnan aðrar vörur og þjónusta með. Í öðru lagi getur vara hækkað í verði þrátt fyrir að kaupmáttur peninga helst stöðugur, alltaf er hægt að rekja slíka hækkun til atviks eða aðstæðna (atvikshækkun). Í þessu tilfelli hækka aðrar vörur ekki samhliða nema ef varan er partur af verðmyndun þeirra. Í þriðja lagi geta vörur hækkað vegna blöndu af þessu tvennu. Heimsmarkaðsverð á olíuFrá hausti 2003 og fram í ársbyrjun 2008 hækkaði verð á olíu gífurlega, úr ca $25 tunnan í vel yfir $120. Um þessar mundir er olíuverðið í kringum $68. Það er óumdeilt að þessi hækkun er óháð gjaldmiðlum heimsins og stafar af aukinni eftirspurn m.a. Kínverja og spámennsku á mörkuðum. Þessi hækkun á heimsmarkaði leiddi beint til hækkunar á eldsneytisverði á Íslandi. Verðhækkunin er þannig ekki verðbólgudrifin eða m.ö.o. ekki tilkomin vegna þess að peningar hafa tapað verðgildi sínu. Það sem síðan gerist í verðtryggingarkerfi Íslendinga við þessar aðstæður er að verðhækkunin mælist í vísitölu neysluverðs og þar sem hún er notuð beint til verðtryggingar verður ósamningsbundin eignatilfærsla staðreynd t.d. með hækkun höfuðstóla veðlána. Lánveitandinn fær hreinan arð líkt og hann væri í olíubransanum. Arðurinn kemur hins vegar úr vasa lántakandans, hrein eign hans í fasteigninni rýrnar. FasteignaverðFasteignaverð hefur mikið vægi í vísitölu neysluverðs, um 17% og því er hún mjög næm fyrir fasteignaverði. Innkoma banka og sparisjóða á fasteignalánamarkaðinn ásamt hækkun lánshlutfalls Íbúðalánasjóðs er óumdeild meginástæða fyrir hinu risavaxna stökki á verði fasteigna í kjölfarið. Hærri veðhlutföll, betri vaxtakjör og hækkun hámarkslána settu kipp í eftirspurn eftir húsnæði sem leiddi til snarprar hækkunar á verði þeirra. Því er ekki til að dreifa að hækkun fasteignaverðs á þessu tímabili hafi verið verðbólgudrifin. Í fyrsta lagi vegna þess að fasteignaverð hækkaði langt umfram verðbólgu, en á árinu 2005 hækkaði fasteignaverð um 32% á meðan vísitala neysluverðs hækkaði tæplega 6%. Í annan stað má benda á að gengisvísitalan fór stöðugt lækkandi frá hausti 2004 og út árið 2005, sem þýðir að gengi íslensku krónunnar var að styrkjast gagnvart gengi helstu viðskiptalandanna á tímabilinu og því í raun engin forsenda fyrir verðbólgu. Færa má rök fyrir því að mesti áhrifavaldur á breytingu vísitölunnar hafi einmitt verið fasteignaverðið og þannig hafi lánveitendur fengið sinn skerf af fasteignagróðanum með hækkun höfuðstóls fasteignaveðlána. Verðbólga var engin eins og áður sagði í þeirri merkingu að peningar töpuðu almennt ekki verðgildi sínu heldur þvert á móti gátu Íslendingar fengið meira fyrir krónuna í helstu viðskiptalöndunum. Óumsamin eignatilfærsla átti sér stað. Það er einsýnt að frá hausti 2004 og fram til ársbyrjunar 2008 eru viðvarandi óumsamdar eignatilfærslur frá skuldurum til lánveitenda vegna mistaka í framkvæmd verðtryggingarkerfisins. Höfuðstóll veðlána hækkaði langt umfram verðbólgu og verðbótaþáttur greiðslna af veðlánum var langt umfram það sem raunveruleg verðbólga gat gefið. Sú viðleitni löggjafans að verja sparifé almennings með verðtryggingunni hefur snúist í höndum hans vegna þess að engin tilraun er gerð til að meta verðbreytingar óháðar kaupmætti peninga, þ.e. breytingar sem ekki tengjast verðbólgu og taka þær út úr neysluverðsvísitölunni. Það eru meginmistök í framkvæmd verðtryggingar á Íslandi að skilgreina allar breytingar á vöru og þjónustu sem verðbólgubreytingar, m.ö.o. að allar verðbreytingar stafi af því að peningar hafi tapað verðgildi. Allir sem vilja geta séð að það er fræðilega ómögulegt að allar verðbreytingar hverju nafni sem nefnist stafi af verðbólgu (stafi af því að verðgildi peninga rýrnar) því ef svo væri er jafnframt verið að segja að heimurinn sé óbreytanlegur. Þess vegna er líka fræðilega ómögulegt að vísitala neysluverðs sé sanngjarn grunnur til leiðréttingar á verðbólgu því hún tekur til allra verðbreytinga. Álykta má að það sé með öllu ólöglegt að verðtrygging sé trygging fyrir öðru en áhrifum verðbólgu. Í fyrsta lagi vegna þess að í lögum um verðtryggingu (greinargerð með frumvarpi) er tekið á því að verðtryggingunni sé ætlað að leiðrétta fyrir verðbólgu án þess að annað sé nefnt. Í öðru lagi vegna þess að ef hún er trygging fyrir öðru verður óhjákvæmilega raunveruleg og óumsamin eignatilfærsla milli lántaka og lánveitanda. Í fljótu bragði reiknast mér að ólögleg höfuðstólshækkun veðlána sé a.m.k. 10% á umræddu tímabili vegna atvikshækkana fasteignaverðs og olíu og bensíns. Áður en Ólafslög tóku gildi var hrikaleg eignatilfærsla í gangi til skuldara frá sparifjáreigendum og lánendum. Þó er ekki hægt að segja lög hafi beinlínis verið brotin. Stjórnvöldum mistókst einfaldlega hagstjórnin og virði peninga þvarr með miklum hraða. Í stað þess að bæta hagstjórnina ákváðu stjórnvöld að innleiða verðtryggingu fjárskuldbindinga. Hér hefur verið bent á að við framkvæmd verðtryggingarinnar hefur dæmið snúist við. Nú er í gangi hrikaleg eignatilfærsla frá skuldaranum til lánveitandans. En nú ættu hins vegar þolendur að geta varið sig því framkvæmdin byggir á lögum sem augljóslega standast þá ekki sterkara lagaákvæði Stjórnarskrárinnar sem varðar friðhelgi eignarréttarins. Þannig er hægt að vinda ofan af þessum hörmungum ef lögum er fylgt. Aðal meinið felst í því að vísitala neysluverðs er notuð óbrengluð til verðtryggingar. Vísitalan er ágæt til síns brúks: að miðla upplýsingum um breytingar á verði vöru og þjónustu, en hún er ósanngjarn og ólöglegur grunnur til verðtryggingar. Skorað er á stjórnvöld að leita leiða til að leiðrétta ólögmætar eignatilfærslur sem eru afleiðing af ónákvæmri framkvæmd verðtryggingarinnar. Höfundur er vélaverkfræðingur.
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun
Skoðun Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Skoðun Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson skrifar
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Stórveldi eiga hagsmuni en ekki vini: Deilur tveggja NATO ríkja um Grænland Hilmar Þór Hilmarsson Skoðun
Vinnulag í rannsóknaverkefnum er ekki vísbending um stjórnarhætti þess sem borgar Haraldur Ólafsson Skoðun
Opið bréf til forystu Kennarasambands Íslands (KÍ): Endurskoðum aðferðafræði verkfallsins Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun