Þögn Sigmundar Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar um Evrópumál skrifar 9. september 2009 06:00 Af hverju heyrist ekkert í formanni Framsóknarflokksins í Evrópumálum? Undirritaður hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér eftir flokksþing flokksins í byrjun ársins. Þar var samþykkt metnaðarfull ályktun um Evrópumál, sem sumir reyndar lýstu sem skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir því að ESB myndi ganga í Ísland. Gott og vel. Sé leitað í greinasafni MBL, FBL og á bloggi Sigmundar kemur í ljós að hann hefur hins vegar ekkert skrifað um Evrópumál. Sömu sögu er að segja um heimasíðu flokksins, þar skrifa einhverjir aðrir um Evrópumál, s.s. Siv Friðleifsdóttir og Gestur Guðjónsson. Þetta hlýtur því að vekja þá spurningu hvort Sigmundur Davíð hafi áhuga á Evrópumálum. Var hin fína ályktun Framsóknar um Ervrópumál bara til þess að slá ryki í augu fólks, láta líta út sem flokkurinn væri að endurnýja sig? Hvað skýrir þessa þögn Sigmundar gagnvart Evrópu? Hann hefur hins vegar barist hatrammlega fyrir niðurfellingarleið Framsóknar á skuldum, aðferð sem er umdeild. Einnig hefur hann barist hatrammlega gegn Icesave-samningunum og tilheyrir sk. Indefence-hópi. Gott og vel. Sigmundur er mikill baráttumaður. En hann berst ekki fyrir Evrópumálunum, þar er þögn hans æpandi. Framsóknarflokkurinn hefur hag af því að fá hagstæða útkomu út úr aðildarsamningum, ekki bara fyrir alla Íslendinga, heldur einnig fyrir kjarnakjósendur flokksins, bændur. En til þess telur undirritaður að það verði að vera opin umræða um Evrópumál og markmið í þeim málum innan flokksins. Á formaður flokksins ekki að skapa þá umræðu, vera leiðandi innan flokksins í málefninu? Þannig er það ekki í dag. Hver er sýn þín á Evrópusamstarfið, Sigmundur Davíð? Það hlýtur að teljast sérkennilegt að formaður flokks, sem setur fram jafn metnaðarfulla sýn á Evrópumál og Framsóknarflokkurinn gerði, tjái sig svo ekkert um málið og fylgi því ekki eftir. Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Af hverju heyrist ekkert í formanni Framsóknarflokksins í Evrópumálum? Undirritaður hefur oft velt þessari spurningu fyrir sér eftir flokksþing flokksins í byrjun ársins. Þar var samþykkt metnaðarfull ályktun um Evrópumál, sem sumir reyndar lýstu sem skilyrðum Framsóknarflokksins fyrir því að ESB myndi ganga í Ísland. Gott og vel. Sé leitað í greinasafni MBL, FBL og á bloggi Sigmundar kemur í ljós að hann hefur hins vegar ekkert skrifað um Evrópumál. Sömu sögu er að segja um heimasíðu flokksins, þar skrifa einhverjir aðrir um Evrópumál, s.s. Siv Friðleifsdóttir og Gestur Guðjónsson. Þetta hlýtur því að vekja þá spurningu hvort Sigmundur Davíð hafi áhuga á Evrópumálum. Var hin fína ályktun Framsóknar um Ervrópumál bara til þess að slá ryki í augu fólks, láta líta út sem flokkurinn væri að endurnýja sig? Hvað skýrir þessa þögn Sigmundar gagnvart Evrópu? Hann hefur hins vegar barist hatrammlega fyrir niðurfellingarleið Framsóknar á skuldum, aðferð sem er umdeild. Einnig hefur hann barist hatrammlega gegn Icesave-samningunum og tilheyrir sk. Indefence-hópi. Gott og vel. Sigmundur er mikill baráttumaður. En hann berst ekki fyrir Evrópumálunum, þar er þögn hans æpandi. Framsóknarflokkurinn hefur hag af því að fá hagstæða útkomu út úr aðildarsamningum, ekki bara fyrir alla Íslendinga, heldur einnig fyrir kjarnakjósendur flokksins, bændur. En til þess telur undirritaður að það verði að vera opin umræða um Evrópumál og markmið í þeim málum innan flokksins. Á formaður flokksins ekki að skapa þá umræðu, vera leiðandi innan flokksins í málefninu? Þannig er það ekki í dag. Hver er sýn þín á Evrópusamstarfið, Sigmundur Davíð? Það hlýtur að teljast sérkennilegt að formaður flokks, sem setur fram jafn metnaðarfulla sýn á Evrópumál og Framsóknarflokkurinn gerði, tjái sig svo ekkert um málið og fylgi því ekki eftir. Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar