Beint lýðræði Jón Sigurðsson skrifar 30. september 2009 06:00 Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Halldór 4. 10. 2025 Halldór Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Sjá meira
Mikil ástæða er til að vekja athygli á hugmyndum um beint lýðræði og reynslu af því meðal þjóðanna. Fræg er reynsla Svisslendinga, Íra og Dana svo að nálæg dæmi séu nefnd. Þvert á móti þeirri reynslu er sú tilhögun Þjóðverja að aldrei skuli efnt til þjóðaratkvæðagreiðslu, vegna þess að harðstjórar geta beitt þeirri aðferð til að styrkja ofurveldi sitt. Allmörg ríki Bandaríkja Norður-Ameríku hafa víðtæka reynslu af beinu lýðræði. Þar gerði almenningur nokkurs konar uppreisn gegn spilltu klíkukerfi í upphafi síðustu aldar og bar róttækar hugmyndir um beint lýðræði fram til sigurs. Yfirleitt og víðast hefur reynsla orðið nokkuð góð af slíkum stjórnarháttum en þó engan veginn einhlít. Kaliforníumenn hafa gengið einna lengst á þessari braut. Þar gilda sambærilegar reglur í einstökum sveitarfélögum sem í ríkinu í heild, en hvert sveitarfélag hefur víðtækt sjálfræði. Reynsla þeirra hefur verið athyglisverð og lengst af góð, en þó er því ekki að neita að af þessu hefur á síðari árum smám saman orðið örlagarík upplausn í stjórnkerfi, löggjöf og regluumhverfi. Meðal Kaliforníumanna nægja undirskriftir 5 prósenta kjósenda til að knýja fram þjóðaratkvæði og 8 prósenta til að knýja fram þjóðaratkvæði um stjórnarskrárbreytingu. Reynsla Kaliforníumanna bendir til þess að þetta lágmark undirskriftafjölda sé jafnvel of lágt og að setja þurfi raunhæf mörk um þátttöku í þjóðaratkvæðagreiðslu og allsherjaratkvæðagreiðslu til þess að úrslitin verði gild eða bindandi. Beint lýðræði meðal Kaliforníumanna er fjórfalt, og það er við lýði í sveitarfélögum sem í ríkinu í heild. Í fyrsta lagi má vísa máli til almennings til staðfestingar eða synjunar í þjóðaratkvæðagreiðslu eða allsherjaratkvæðagreiðslu. Í öðru lagi geta menn safnað undirskriftum til að knýja fram atkvæðagreiðslu um sjálfstæða nýja tillögu til breytinga eða nýmæla í lögum, fjárlögum, reglugerðum, stjórnvaldsákvörðunum eða stjórnarskrá. Í þriðja lagi tíðka Kaliforníumenn beint kjör margra opinberra embættismanna, þar á meðal yfirréttardómara, hæstaréttardómara, fræðslustjórna og til embætta með ráðherrahlutverki. Þar er kjörinn ríkisstjóri, ríkisféhirðir, ríkisendurskoðandi, ríkissaksóknari, eftirlitsmaður með almannafræðslu og eftirlitsmaður með auðlindum svo að dæmi séu nefnd. Í fjórða lagi geta menn þar safnað undirskriftum til að knýja fram kosningu um að manni verði vikið úr opinberu embætti og efnt til nýrrar kosningar um embættið. Auk annars er það alsiða í Kaliforníu að ríki og sveitarfélög þurfi staðfestingu almennings til að geta tekið lán, gefið út skuldabréf eða undirgengist sambærilegar skuldbindingar í nafni almennings. Skynsamlegt er að meta stöðu Alþingis andspænis hugmyndum um beint lýðræði. Alþingi hefur annars vegar bein völd og hins vegar áhrifavald. Beint lýðræði hefur engin áhrif á áhrifavald Alþingis. Áhrifavald Alþingis fer eftir því hvernig siðferðilegt og vitsmunalegt atgervi þingmanna birtist. Beint lýðræði felur í sér verulega breytingu á valdaskiptingu og hlutverkaskiptingu í stjórnkerfi þjóðarinnar en þarf alls ekki endilega að hnekkja beinu valdi Alþingis. Margar leiðir eru færar til að tryggja stöðu Alþingis eftir sem áður ef menn vilja.
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar