Leynisamningar Landsvirkjunar Jón Steinsson skrifar 16. október 2009 06:00 Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Steinsson Mest lesið Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson Skoðun Skoðun Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Leikskólar eru ekki munaður Íris Eva Gísladóttir skrifar Skoðun Vísindarannsóknir og þróun – til umhugsunar í tiltekt Þorgerður J. Einarsdóttir skrifar Skoðun 752 dánir vegna geðheilsuvanda – enginn vegna fjölþáttaógnar Grímur Atlason skrifar Skoðun Foreldrar þurfa bara að vera duglegri Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar Skoðun Dýrkeypt eftirlitsleysi Lilja Björk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Svindl eða sjálfsvernd? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Magga Stína! Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Mannauðurinn á vinnustaðnum þarf góða innivist til að dafna Ásta Logadóttir skrifar Skoðun Þetta er námið sem lifir áfram Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Árborg - spennandi kostur fyrir öll Guðný Björk Pálmadóttir skrifar Skoðun Tökum á glæpahópum af meiri þunga Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Minntist ekkert á Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hugsum stórt í skipulags- og samgöngumálum Hilmar Ingimundarson skrifar Skoðun Eitt eilífðar smáblóm Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Betri mönnun er lykillinn Skúli Helgason,Sabine Leskopf skrifar Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Hversu oft á að fresta framtíðinni? Erna Magnúsdóttir,Stefán Þórarinn Sigurðsson skrifar Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Sjá meira
Á undanförnum árum hafa Landsvirkjun og önnur opinber orkufyrirtæki gert stóra orkusölusamninga til mjög langs tíma við erlend iðnfyrirtæki sem reist hafa álbræðslur hér á landi. Þrátt fyrir að hér sé um eitt mesta hagsmunamál þjóðarinnar að ræða hafa stjórnvöld til þessa komist upp með að upplýsa ekki um verðið sem álbræðslurnar greiða fyrir orkuna. Endrum og eins hafa upplýsingar um orkuverðið lekið og hafa lekarnir einatt bent til þess að verðið sé afar lágt í samanburði við heimsmarkaðsverð á orku. Vörn Friðriks Sophussonar, forstjóra Landsvirkjunar, var lengi vel að arðsemi virkjunarframkvæmda væri um 11%. Þessi vörn bendir einmitt til þess að Landsvirkjun sé að selja orkuna nálægt kostnaðarverði í stað þess að selja hana nálægt heimsmarkaðsverði. Það að samningar Landsvirkjunar um orkuverð til stóriðju séu ekki opinberir er hneyksli. Stjórnvöld hafa lengi afsakað þetta ástand með því að það geti skaðað viðskiptahagsmuni Landsvirkjunar ef samningsverðið er gert opinbert. Það er hins vegar erfitt að sjá hvers eðlis sá skaði ætti að vera. Olíuverð, verð á gasi og öðru eldsneyti sem knýr samkeppnisaðila íslenskra álbræðslna er öllum aðgengilegt. Líklegri skýring er að stjórnvöld vilji koma í veg fyrir að almenningur gagnrýni þau fyrir að hafa samið um óeðlilega lágt verð. Nú er mikið rætt um frekari stóriðju á Íslandi. Það á að vera ófrávíkjanleg forsenda fyrir frekari stóriðju að orkusölusamningar verði gerðir opinberir. Auk þess eiga stjórnvöld að breyta upplýsingalögum þannig að allir samningar ríkis og ríkisfyrirtækja um kaup og sölu á vöru og þjónustu séu opinberar upplýsingar. Tími baktjaldamakks opinberra aðila á Íslandi á að vera liðinn. Ég veit að ég á marga bandamenn þegar kemur að efni þessarar greinar. Raunar hef ég ekki hitt nokkurn Íslending sem ver það að leynd hvíli yfir þessum samningum ef frá eru taldir ráðherrar, talsmenn álrisanna og forsvarsmenn opinberra orkufyrirtækja. En einhverra hluta vegna hefur þjóðin látið þetta yfir sig ganga í áraraðir. Ég skora á sem flesta að þrýsta dag eftir dag á að þessu verði breytt. Annars gerist ekkert. Höfundur er hagfræðingur.
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun
Skoðun Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson skrifar
Skoðun Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Borgarhönnunarstefna, sú fyrsta sinnar tegundar í Reykjavík Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Uppgjöf Reykjavíkurborgar í leikskólamálum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun
Kópavogsmódelið – sveigjanleiki á pappír, en álag á foreldrar í raun og veru Örn Arnarson Skoðun