Þrjú lið til viðbótar komin inn á EM Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 20. júní 2009 11:30 Frakkar fagna sigrinum á Portúgal í vikuni og sætinu á EM í Austurríki. Nordic Photos / AFP Aðeins þrjú sæti eru nú laus í úrslitakeppni EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Þrjú lið til viðbótar tryggðu sig inn á fimmtudaginn til viðbótar við þau tíu sem höfðu þegar komist áfram í lokaúrslitin. Lokaumferðin fer fram í dag og á morgun og ræðst þá hvaða sextán lið keppa í Austurríki í janúar næstkomandi. Á fimmtudagskvöldið vann Rússland sex marka sigur á Bosníu, 29-23, í 2. riðli. Það gerði það að verkum að Rússar tryggðu sér efsta sæti riðilsins og Bosníumenn eiga nú engan möguleika að hirða annað sætið í riðlinum af Serbum. Þá réðust úrslitin einnig í 7. riðli. Úkraína vann sannfærandi sigur á Hollandi, 25-18, og tók þar með tveggja stiga forystu á Holland í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Hollendingar eiga möguleika að jafna Úkraínumenn aftur að stigum um helgina en þar sem Úkraína er með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna er síðarnefnda þjóðin örugg með annað sæti riðilsins. Af sömu ástæðu eiga Úkraínumenn ekki möguleika að taka toppsæti riðilsins af Spánverjum þó svo að liðin yrðu jöfn að stigum. Spánverjar eru því öruggir með efsta sæti riðilsins. Liðin sem ná toppsætum sinna riðla verða í efri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í riðla í lokakeppninni. Hérna er staðan í riðlunum fyrir lokaumferðina:1. riðill: Svíþjóð er komið áfram og er öruggt með efsta sætið í riðlinum. Pólland eða Rúmenía fylgja Svíum. Liðin mætast í dag og dugir Pólverjum sigur eða jafntefli á heimavelli til að tryggja sig áfram. Rúmenum dugir sigur.2. riðill: Rússland og Serbía eru komin áfram. Rússar eru öruggir með efsta sætið í riðlinum.3. riðill: Ísland og Noregur eru komin áfram. Ísland og Noregur eru nú jöfn að stigum. Ef liðin verða enn jöfn að stigum eftir lokaumferðina á morgun ræður heildamarkatala liðanna í riðlinum. Þar er Ísland með ellefu marka forskot á Noreg. Ef Ísland vinnur Eistland ytra á morgun með eins marks mun, þarf Noregur að vinna Makedóníu á útivelli í sínum leik með tólf marka mun til að ná efsta sæti riðilsins. Athygli vekur að leikirnir á morgun fara ekki fram á sama tíma. Norðmenn geta fylgst með úrslitum í leik Íslands og hagað sínum leik eftir því. Leikirnir á morgun: 15.00 Eistland - Ísland 15.50 Makedónía - Noregur4. riðill: Króatía er komið áfram og tryggir sér sigur í riðlinum með því að ná í minnst eitt stig gegn Grikkjum á morgun. Ungverjaland er með tveggja stiga forystu á Slóvakíu í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Liðin mætast á morgun. Ungverjum dugir jafntefli en Slóvakar þurfa að vinna leikinn til að komast áfram á EM.5. riðill: Þýskaland komið áfram og er öruggt með efsta sæti riðilsins. Ef Þjóðverjar vinna Ísrael á útivelli á morgun verða þeir einir til að fara í gegnum undankeppnina með 100 prósent árangri. Slóvenía og Hvíta-Rússland eru að berjast um annað sæti riðilsins. Slóvenía er með tveggja stiga forystu á Hvít-Rússa en liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar um helgina. Slóvenar mega þó leyfa sér að tapa með tólf marka mun til að tryggja sig áfram.6. riðill: Frakkland og Tékkland eru komin áfram. Liðin eru nú jöfn að stigum og ef það verður enn tilfellið eftir lokaumferðina á morgun munu Frakkar verða í efsta sæti riðilsins vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum.7. riðill: Spánn og Úkraínu eru komin áfram. Spánverjar eru öruggir með efsta sæti riðilsins. Þau lið sem eru að bítast um sætin þrjú: 1. riðill: Pólland og Rúmenía 4. riðill: Ungverjaland og Slóvakía 5. riðill: Slóvenía og Hvíta-Rússland Handbolti Tengdar fréttir Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15 Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Aðeins þrjú sæti eru nú laus í úrslitakeppni EM í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Þrjú lið til viðbótar tryggðu sig inn á fimmtudaginn til viðbótar við þau tíu sem höfðu þegar komist áfram í lokaúrslitin. Lokaumferðin fer fram í dag og á morgun og ræðst þá hvaða sextán lið keppa í Austurríki í janúar næstkomandi. Á fimmtudagskvöldið vann Rússland sex marka sigur á Bosníu, 29-23, í 2. riðli. Það gerði það að verkum að Rússar tryggðu sér efsta sæti riðilsins og Bosníumenn eiga nú engan möguleika að hirða annað sætið í riðlinum af Serbum. Þá réðust úrslitin einnig í 7. riðli. Úkraína vann sannfærandi sigur á Hollandi, 25-18, og tók þar með tveggja stiga forystu á Holland í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Hollendingar eiga möguleika að jafna Úkraínumenn aftur að stigum um helgina en þar sem Úkraína er með betri árangur í innbyrðisviðureignum liðanna er síðarnefnda þjóðin örugg með annað sæti riðilsins. Af sömu ástæðu eiga Úkraínumenn ekki möguleika að taka toppsæti riðilsins af Spánverjum þó svo að liðin yrðu jöfn að stigum. Spánverjar eru því öruggir með efsta sæti riðilsins. Liðin sem ná toppsætum sinna riðla verða í efri styrkleikaflokki en ella þegar dregið verður í riðla í lokakeppninni. Hérna er staðan í riðlunum fyrir lokaumferðina:1. riðill: Svíþjóð er komið áfram og er öruggt með efsta sætið í riðlinum. Pólland eða Rúmenía fylgja Svíum. Liðin mætast í dag og dugir Pólverjum sigur eða jafntefli á heimavelli til að tryggja sig áfram. Rúmenum dugir sigur.2. riðill: Rússland og Serbía eru komin áfram. Rússar eru öruggir með efsta sætið í riðlinum.3. riðill: Ísland og Noregur eru komin áfram. Ísland og Noregur eru nú jöfn að stigum. Ef liðin verða enn jöfn að stigum eftir lokaumferðina á morgun ræður heildamarkatala liðanna í riðlinum. Þar er Ísland með ellefu marka forskot á Noreg. Ef Ísland vinnur Eistland ytra á morgun með eins marks mun, þarf Noregur að vinna Makedóníu á útivelli í sínum leik með tólf marka mun til að ná efsta sæti riðilsins. Athygli vekur að leikirnir á morgun fara ekki fram á sama tíma. Norðmenn geta fylgst með úrslitum í leik Íslands og hagað sínum leik eftir því. Leikirnir á morgun: 15.00 Eistland - Ísland 15.50 Makedónía - Noregur4. riðill: Króatía er komið áfram og tryggir sér sigur í riðlinum með því að ná í minnst eitt stig gegn Grikkjum á morgun. Ungverjaland er með tveggja stiga forystu á Slóvakíu í baráttu liðanna um annað sæti riðilsins. Liðin mætast á morgun. Ungverjum dugir jafntefli en Slóvakar þurfa að vinna leikinn til að komast áfram á EM.5. riðill: Þýskaland komið áfram og er öruggt með efsta sæti riðilsins. Ef Þjóðverjar vinna Ísrael á útivelli á morgun verða þeir einir til að fara í gegnum undankeppnina með 100 prósent árangri. Slóvenía og Hvíta-Rússland eru að berjast um annað sæti riðilsins. Slóvenía er með tveggja stiga forystu á Hvít-Rússa en liðin mætast í lokaumferð riðlakeppninnar um helgina. Slóvenar mega þó leyfa sér að tapa með tólf marka mun til að tryggja sig áfram.6. riðill: Frakkland og Tékkland eru komin áfram. Liðin eru nú jöfn að stigum og ef það verður enn tilfellið eftir lokaumferðina á morgun munu Frakkar verða í efsta sæti riðilsins vegna betri árangurs í innbyrðisviðureignum.7. riðill: Spánn og Úkraínu eru komin áfram. Spánverjar eru öruggir með efsta sæti riðilsins. Þau lið sem eru að bítast um sætin þrjú: 1. riðill: Pólland og Rúmenía 4. riðill: Ungverjaland og Slóvakía 5. riðill: Slóvenía og Hvíta-Rússland
Handbolti Tengdar fréttir Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15 Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34 Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Tíu lið komin á EM Aðeins sex sæti eru enn laus í úrslitakeppni Evrópumeistaramótsins í handbolta sem fer fram í Austurríki á næsta ári. Tíu þjóðir eru búnar að tryggja sér sæti í úrslitakeppninni. 18. júní 2009 12:15
Ísland með ellefu marka forystu á Noreg Þökk sé myndarlegum sigri á Makedóníu í dag stendur Ísland vel að vígi fyrir baráttuna við Noreg um toppsæti riðilsins. 17. júní 2009 19:34