„Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Hinrik Wöhler skrifar 13. nóvember 2024 21:20 Arnar Pétursson, þjálfari Fram, var líflegur á hliðarlínunni í kvöld. Vísir/Anton Brink Arnar Pétursson, þjálfari Fram, landaði sigri á móti Haukum í 9. umferð Olís-deildar kvenna í handbolta í kvöld. Fyrir leikinn voru liðin jöfn að stigum í 2. og 3. sæti deildarinnar en Fram var ekki vandræðum með Hafnfirðinga í kvöld og endaði leikurinn 28-20. Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum. Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira
Arnar var fyrst og fremst feginn með að allir leikmenn sluppu heilir úr leiknum. „Við spiluðum mjög góðan leik á öllum sviðum og ég er mjög sáttur með að fara héðan með stigin en er enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí,“ sagði Arnar skömmu eftir leik. Leikurinn fór fjörlega af stað og það var mikið skorað í upphafi leiks. Fljótlega fjaraði undan sóknarleik Hauka og tóku gestirnir yfir leikinn með hröðum sóknum og skipulögðum varnarleik. „Mér fannst við fyrstu sjö eða átta mínúturnar frekar flatar og buðum þeim í þau færi sem þær vilja komast í. Eftir það tókum við frumkvæðið varnarlega og komum með meiri hæð og þá gjörbreytist leikurinn í raun og veru. Hröðu upphlaupin og fengum í kjölfarið sjálfstraust til að keyra á þær og spila öruggari sóknarleik,“ sagði Arnar. Arnar bætir við að liðið hafi lagt upp með hröðum leik og það hafi gengið eftir. „Við lögðum klárlega upp með það að nýta okkur hraða, góðan varnarleik og markvörslu og það gekk mjög vel í dag, engin spurning.“ Varnarleikur Fram var mjög öflugur lengst af í leiknum og áttu leikmenn Hauka í mestum vandræðum með að finna glufur á vörn Fram. „Varnarleikurinn var frábær og við vorum með góða hæð, einnig var góð vinnsla og frumkvæði. Þannig viljum við hafa það og þannig verðum við góðar sem við vorum í dag,“ sagði Arnar um varnarleik liðsins. Í nógu að snúast hjá Arnari Það hefur nóg að gera hjá Arnari undanfarna daga en hann er einnig landsliðsþjálfari íslenska kvennalandsliðsins. Fyrr í dag þá tilkynnti Arnar þá átján leikmenn sem fara á lokamót EM í lok nóvember. „Það var erfitt eins og ég kom inn á í dag. Það er alltaf erfitt að skilja einhverjar eftir en ég er ánægður að velja þennan góða hóp sem er að fara á EM. Ég hlakka til að takast á við það verkefni núna í kjölfarið á þessu. EM-fararnir Steinunn Björnsdóttir, Berglind Þorsteinsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir fagna sigri í kvöld.Vísir/Anton Brink Í liði Fram eru þrír leikmenn sem tilheyra EM-hóp Arnars en Berglind Þorsteinsdóttir, Steinunn Björnsdóttir og Þórey Rósa Stefánsdóttir halda til Austurríkis með landsliðinu á EM síðar í mánuðinum. Hefði Arnar viljað taka fleiri leikmenn Fram með sér? „Auðvitað, Alfa [Brá Hagalín] hefur verið með okkur og er frábær leikmaður. Hún er ung og efnileg og á framtíðina fyrir sér. Hún er standby og er tilbúin ef eitthvað kemur upp á og sýndi það í dag hversu öflug hún er,“ sagði þjálfarinn að lokum.
Olís-deild kvenna Fram Mest lesið Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Skrýtið og taktlaust: „Ég er ekkert sátt með niðurstöðuna“ Íslenski boltinn Fanndís kveður sviðið: „Ég er búin að fella nokkur tár“ Íslenski boltinn Ólympíumeistari í bráðaaðgerð á hálsi Sport ÓL í hættu: Hólmfríður Dóra brotnaði á æfingu Sport Sjáðu mark Kristins frá miðju og hin sem skiluðu sextíu milljónum í kassann Fótbolti Freyr ekki hrifinn af „hrokafullum dómara“ Fótbolti Slot fundar með Salah í dag: „Mun ákvarða hver næstu skref verða“ Enski boltinn Fleiri fréttir Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Toppkonur Íslands á HM í handbolta 2025 Kom færandi hendi eftir að hafa skotið ljósmyndarann niður Stjörnur Kolstad þurfa að taka á sig launalækkun Átta liða úrslitin á HM klár Ótrúlegir yfirburðir Noregs og Danir enduðu líka á toppnum Ýmir lenti í íslensku hakkavélinni og enn bíður Blær Skýrsla Ágústs: Ekki lengur reynslulausar Sjá meira