Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 13. nóvember 2024 23:31 Cristiano Ronaldo er enn í frábæru líkamlegu formi þrátt fyrir að það séu bara nokkrir mánuðir í það að hann komist á fimmtugsaldurinn. Getty/Yasser Bakhsh Cristiano Ronaldo hefur enn það markmið að skora þúsund mörk á ferlinum en viðurkennir þó að tíminn sé orðinn knappur fyrir hann til að ná því. Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc) Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Sjá meira
Ronaldo er fyrir löngu orðinn sá leikmaður sem hefur skorað flest mörk frá upphafi. Hér erum við að tala um mörk í opinberum leikjum og þau eru orðin 908 hjá Portúgalanum. Ronaldo verður fertugur 5. febrúar næstkomandi en hann er með samning við sádi-arabíska félagið Al Nassr til júní 2025. „Ég hugsa um það núna að lifa í núinu. Ég get ekki hugsað langt fram í tímann lengur,“ sagði Cristiano Ronaldo þegar portúgalska knattspyrnusambandið gaf honum hæstu heiðursverðlaun sín, Quinas de Platina bikarinn. ESPN segir frá. „Ég get ekki lengur hugsað um það sem ég sagði áður opinberlega sem var að ég vildi skora þúsund mörk,“ sagði Ronaldo. „Þetta snýst bara um að njóta augnabliksins og sjá bara til hvað fæturnir mínir geta gefið mér á næstu árum. Það væri frábært að ná þúsund mörkum en þó að ég náði því ekki þá er ég samt sem áður sá leikmaður í sögunni sem hefur skorað flest mörk,“ sagði Ronaldo. „Þegar ég komst fyrst í landsliðið átján ára gamall þá var draumurinn minn bara að spila landsleik. Svo náði ég 25 leikjum og svo 50 leikjum sem er stórt fyrir alla leikmenn. Þá hugsaði ég af hverju ekki hundrað? Svo ferðu að hugsa, af hverju ekki 150? 200?. Það fylgir því frábær tilfinning að spila fyrir landsliðið,“ sagði Ronaldo. „Þrátt fyrir alla þessa bikara þá er ekkert betra en að spila fyrir landsliðið þitt. Tíminn líður svo hratt. Þess vegna varð ég fyrir vonbrigðum sem suma leikmenn sem vilja ekki spila fyrir Portúgal,“ sagði Ronaldo. Ronaldo hefur skorað 133 mörk í 216 landsleikjum síðan hann lék sinn fyrsta landsleik árið 2003. View this post on Instagram A post shared by ESPN FC (@espnfc)
Sádiarabíski boltinn Þjóðadeild karla í fótbolta Mest lesið Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Fótbolti Vilja banna að sýna frá barnaíþróttum á netinu Sport Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Íslenski boltinn Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Enski boltinn Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Golf Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Fótbolti Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Fótbolti Ofsótt af milljarðamæringi Enski boltinn Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Fótbolti Fleiri fréttir Sjáðu nýju stjörnuna hjá Arsenal og hvernig Man. City vann Real Madrid Dæturnar vildu norður: „Mun alltaf gera allt fyrir þær“ Gætu breytt áfengislögunum sínum vegna HM næsta sumar Ekki par sáttur en segir Heimi ekki hvernig hann eigi að sinna starfi sínu Býður Salah velkominn til Sádi-Arabíu Benfica komið á skrið undir stjórn Mourinho Glódís Perla mátti þola svekkjandi niðurstöðu í Madríd Fagmannlega að verki staðið hjá Arsenal í Belgíu Haaland tryggði City sigur í stórleiknum gegn Real Madrid Sædís og Arna upplifðu grátlegt tap í Meistaradeildinni Viktor Bjarki byrjaði í dramatískum sigri í Meistaradeildinni Slógu tvær flugur í einu höggi og vöktu gríðarlega athygli Yfirlýsing Brann: Aðgerð á Eggerti heppnaðist vel Mjög hættulegur vítahringur að mati Arteta Dagur til Kanada „aðeins eldri með barn, hund og vini fyrir lífstíð“ Mbappé með í kvöld og gæti bjargað starfi Alonso Stjarnan sækir markvörð í 3. deildina Komið á óvart með glæsilegu mömmuherbergi Henry ekki hrifinn af hegðun Arsenal-manna í leikslok Fanndís leggur skóna á hilluna Sádi-arabísk félög sögð vilja kaupa Mo Salah Svona var fundur Blika fyrir slaginn mikilvæga „Ekki gleyma mér“ Aðeins of mikið af því góða fyrir Gumma Ben og félaga Þrír sem Jökull þolir ekki: „Hann er algjört gerpi“ Sjáðu fullkomna þrennu Söndru Maríu „Hvað getur Slot gert?“ Komst ekki í landsleik af því að konan treysti sér ekki til að halda afmæli ein „Endanlegt ippon fyrir Slot“ Sjáðu vítadóminn sem bjargaði Liverpool og mörk úr Meistaradeildinni Sjá meira