Þjóðríkjum til eflingar Jón Sigurðsson skrifar 1. október 2008 00:01 Í gögnum Evrópusambandsins er margt sem getur vakið athygli Íslendinga. Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan „hembygdsrätt". Samkvæmt bókuninni geta menn ekki eignast fasteignir, lóðir eða lendur á Álandseyjum nema hafa þar lögheimili og fasta búsetu. Fleiri atriði fylgja sem snerta atvinnurekstur. Þessi ákvæði eru ekki tímabundin og aðildarsamningar ríkja hafa fullt gildi á við aðalsáttmála ESB. Svipaðar reglur gilda á Möltu. Ákvæði í viðbæti III.8 og í 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja kveða á um rekstur þjónustufyrirtækja og fleira. Þarna eru sérréttindi heimamanna staðfest og tryggt að fjarstýring frá útlöndum á kostnað heimamanna eigi sér ekki stað. Í aðildarskilmálum Dana eru ákvæði um eignarhald á tómstundahúsum í Danmörku. Þar er komið í veg fyrir að útlendingar leggi undir sig lóðir og lendur Dana. Fjarstýring og fjareign sú sem þessi ákvæði fjalla um heitir „selstaða" á íslensku. Fyrir meira en öld háðu Íslendingar baráttu gegn selstöðuverslun og það eru um 80 ár síðan hún hvarf. Vonandi verður íslensku útrásinni ekki snúið á haus og stærstu fyrirtækjum landsins breytt í selstöðuverslanir sem stýrt er frá Kaupmannahöfn, London eða Lúxembúrg. Það kann að vera tímabært að skoða þau fordæmi sem ESB hefur til að tryggja landsréttindi og aðstöðu heimamanna. Fleiri dæmi mætti nefna um það kjarnamarkmið ESB að efla þjóðríkin. Í aðalsáttmálanum eru ákvæði um sérstöðu eyjasamfélaga (349.gr., áður 299.gr.) varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Í því frumvarpi að stjórnarskrársáttmála, sem nú er líklega út af borðinu, eru fleiri sambærileg ákvæði, meðal annars um norðurslóðir. Mikilvægt er líka fortakslaust ákvæði um einhliða úrsagnarrétt. Það tryggir óskert fullveldi aðildarríkjanna (50.gr.). Evrópusambandið er meðal annars stofnað og starfrækt til að beina sameiginlegu afli þjóðríkjum og smáþjóðum til stuðnings og eflingar. Fjölþættur stuðningur ESB við smáþjóðir og þjóðarbrot, þjóðhætti og þjóðmenningu ber líka vitni um þetta. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Halldór 13.09.2025 Halldór Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins Skoðun Skoðun Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Sjá meira
Í gögnum Evrópusambandsins er margt sem getur vakið athygli Íslendinga. Í 2. bókun með aðildarsamningi Finna að ESB eru ákvæði um sérréttindi heimamanna á Álandseyjum, svonefndan „hembygdsrätt". Samkvæmt bókuninni geta menn ekki eignast fasteignir, lóðir eða lendur á Álandseyjum nema hafa þar lögheimili og fasta búsetu. Fleiri atriði fylgja sem snerta atvinnurekstur. Þessi ákvæði eru ekki tímabundin og aðildarsamningar ríkja hafa fullt gildi á við aðalsáttmála ESB. Svipaðar reglur gilda á Möltu. Ákvæði í viðbæti III.8 og í 6. bókun með aðildarsamningi Maltverja kveða á um rekstur þjónustufyrirtækja og fleira. Þarna eru sérréttindi heimamanna staðfest og tryggt að fjarstýring frá útlöndum á kostnað heimamanna eigi sér ekki stað. Í aðildarskilmálum Dana eru ákvæði um eignarhald á tómstundahúsum í Danmörku. Þar er komið í veg fyrir að útlendingar leggi undir sig lóðir og lendur Dana. Fjarstýring og fjareign sú sem þessi ákvæði fjalla um heitir „selstaða" á íslensku. Fyrir meira en öld háðu Íslendingar baráttu gegn selstöðuverslun og það eru um 80 ár síðan hún hvarf. Vonandi verður íslensku útrásinni ekki snúið á haus og stærstu fyrirtækjum landsins breytt í selstöðuverslanir sem stýrt er frá Kaupmannahöfn, London eða Lúxembúrg. Það kann að vera tímabært að skoða þau fordæmi sem ESB hefur til að tryggja landsréttindi og aðstöðu heimamanna. Fleiri dæmi mætti nefna um það kjarnamarkmið ESB að efla þjóðríkin. Í aðalsáttmálanum eru ákvæði um sérstöðu eyjasamfélaga (349.gr., áður 299.gr.) varðandi sjávarútveg, landbúnað og fleira. Í því frumvarpi að stjórnarskrársáttmála, sem nú er líklega út af borðinu, eru fleiri sambærileg ákvæði, meðal annars um norðurslóðir. Mikilvægt er líka fortakslaust ákvæði um einhliða úrsagnarrétt. Það tryggir óskert fullveldi aðildarríkjanna (50.gr.). Evrópusambandið er meðal annars stofnað og starfrækt til að beina sameiginlegu afli þjóðríkjum og smáþjóðum til stuðnings og eflingar. Fjölþættur stuðningur ESB við smáþjóðir og þjóðarbrot, þjóðhætti og þjóðmenningu ber líka vitni um þetta. Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar