Körfubolti

Öruggt hjá Keflavík gegn KR

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Hildur Sigurðardóttir skoraði ellefu stig fyrir KR í kvöld en það dugði ekki til.
Hildur Sigurðardóttir skoraði ellefu stig fyrir KR í kvöld en það dugði ekki til. Mynd/Vilhelm

Keflavík komst í kvöld í 2-0 forystu í úrslitaeinvíginu um Íslandsmeistaratitil kvenna í körfubolta eftir sigur á KR, 84-71, í KR-heimilinu.

Keflavík náði snemma yfirhöndina í leiknum og hafði forystu, 21-13, eftir fyrsta leikhluta og 41-31 í hálfleik.

Þessi munur hélst nánast sá sami í seinni hálfleik og komust KR-ingar aldrei nálægt því að jafna metin.

Kesha Watson var stigahæst hjá Keflavík með 22 stig en Pálína Gunnlaugsdóttir kom næst með 21 stig. Hjá KR var Candice Futrell stigahæst með 28 stig en Sigrún Ámundadóttir kom næst með sautján stig en auk þess tók hún sautján fráköst.

Liðin mætast næst á föstudagskvöldið í Keflavík og geta Keflvíkingar með sigri tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×