Ráðleysi í Ráðhúsinu 9. febrúar 2008 13:40 Of mikill hraði við undirbúning sameiningar Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu stýrihóps borgarráðs um málið. Borgarfulltrúarnir í stýrihópnum ætluð sér greinilega ekki að falla í sömu gryfju og tóku sér sér tæpa fjóra mánuði í skýrslugerðina. Þrátt fyrir rúman tíma eru niðurstöðurnar furðu afdráttarlitlar. Eftir lestur á skýrslunni má efast um að einhverjar vikur til eða frá hefðu skipt máli þegar stóð til að sameina REI og GGE. Tími og afdráttarlausar niðurstöðurm virðast ekki fara saman í þessum hópi. Skýringin á mildileika skýrslunnar er örugglega sú að REImálið er í baksýnispeglinum afspyrnuvont fyrir alla sem að því komu. Gleymum því ekki að þegar áform um framtíð REI voru afgreidd í stjórn Orkuveitunnar var enginn þeim mótfallinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar greiddu þeim atkvæði sitt og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Allir þessir flokkar bera fulla ábyrgð á samkomulaginu um rétt útvalinna starfsmanna Orkuveitunnar til að kaupa í REI. Þann sama rétt og Svandís Svavarsdóttir hefur kennt við græðgi og olli hvað mestu uppnámi í þjóðfélaginu. Á Svandís þó sinn hlut í þeim samningum. Það gerðist þegar hún og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, létu breyta listanum yfir hverjir máttu kaupa. Við þann gjörninginn skildu þær eftir óafmáanleg fingraför af gjörningnum, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru þó sannarlega höfundar að. Kafli skýrslunnar um stjórnendur REI og Orkuveitunnar er sérlega óþægilegur aflestrar. Vond er tilhugsunin um að starfsmenn í opinberu fyrirtæki hafi ætlað að hagnast á stöðu sinni umfram hefðbundin laun. Verra er þó að sjá kjörna fulltrúa, sem bera ábyrgð gagnvart kjósendum, reyna að beina ábyrgðinni frá sér og að þessum starfsmönnum. Ítrekað hefur komið fram að stjórnendur Orkuveitunnar og REI unnu náið með fulltrúum meirihlutans, sem voru að fullu upplýstir um gang mála á öllum stigum. Auðvitað var það á ábyrgð viðkomandi fulltrúa að upplýsa sín flokkssystkini um hvað var að gerast. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ekki síðastliðið haust og þess vegna fór borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á hliðina með þekktum afleiðingum. Og staðreyndin er sú að þótt skýrsla stýrihópsins hafi yfir sér mikinn málamiðlunarbrag, gildir það ekki um þátt Vilhjálms, þáverandi og yfirlýstan verðandi borgarstjóra. Ef sjálfstæðismenn ætla að halda sig við þau áform að Vilhjálmur setjist aftur í stól borgarstjóra ríkir óskiljanleg sjálfstortímingarhvöt í þeirra röðum. Hann á sér ekki viðreisnar von. Erfitt er að skilja hvað tefur að koma honum frá. Ef Vilhjálmur neitar að víkja, og heldur þar með nýstofnuðum meirihluta í gíslingu, er ekki annað að gera fyrir sjálfstæðismenn en að skilja hann eftir og mynda fjórða meirihlutann á þessu kjörtímabili. Þar gætu setið allir borgarfulltrúar nema Vilhjálmur. Við þær aðstæður væri hægt að leggja af pólitísk hrossakaup um skipulagsmál og húsafriðun og borgarfulltrúar snúið sér að því að vinna að bættum hag borgarbúa. Væri það tími til kominn gæti einhver sagt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Kaldal Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Of mikill hraði við undirbúning sameiningar Reykjavíkur Energy Invest og Geysis Green Energy er meðal þess sem er gagnrýnt í skýrslu stýrihóps borgarráðs um málið. Borgarfulltrúarnir í stýrihópnum ætluð sér greinilega ekki að falla í sömu gryfju og tóku sér sér tæpa fjóra mánuði í skýrslugerðina. Þrátt fyrir rúman tíma eru niðurstöðurnar furðu afdráttarlitlar. Eftir lestur á skýrslunni má efast um að einhverjar vikur til eða frá hefðu skipt máli þegar stóð til að sameina REI og GGE. Tími og afdráttarlausar niðurstöðurm virðast ekki fara saman í þessum hópi. Skýringin á mildileika skýrslunnar er örugglega sú að REImálið er í baksýnispeglinum afspyrnuvont fyrir alla sem að því komu. Gleymum því ekki að þegar áform um framtíð REI voru afgreidd í stjórn Orkuveitunnar var enginn þeim mótfallinn. Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Samfylkingar greiddu þeim atkvæði sitt og fulltrúi Vinstri grænna sat hjá. Allir þessir flokkar bera fulla ábyrgð á samkomulaginu um rétt útvalinna starfsmanna Orkuveitunnar til að kaupa í REI. Þann sama rétt og Svandís Svavarsdóttir hefur kennt við græðgi og olli hvað mestu uppnámi í þjóðfélaginu. Á Svandís þó sinn hlut í þeim samningum. Það gerðist þegar hún og Sigrún Elsa Smáradóttir, fulltrúi Samfylkingarinnar, létu breyta listanum yfir hverjir máttu kaupa. Við þann gjörninginn skildu þær eftir óafmáanleg fingraför af gjörningnum, sem fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks voru þó sannarlega höfundar að. Kafli skýrslunnar um stjórnendur REI og Orkuveitunnar er sérlega óþægilegur aflestrar. Vond er tilhugsunin um að starfsmenn í opinberu fyrirtæki hafi ætlað að hagnast á stöðu sinni umfram hefðbundin laun. Verra er þó að sjá kjörna fulltrúa, sem bera ábyrgð gagnvart kjósendum, reyna að beina ábyrgðinni frá sér og að þessum starfsmönnum. Ítrekað hefur komið fram að stjórnendur Orkuveitunnar og REI unnu náið með fulltrúum meirihlutans, sem voru að fullu upplýstir um gang mála á öllum stigum. Auðvitað var það á ábyrgð viðkomandi fulltrúa að upplýsa sín flokkssystkini um hvað var að gerast. Það gerði Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson ekki síðastliðið haust og þess vegna fór borgarstjórnarflokkur sjálfstæðismanna á hliðina með þekktum afleiðingum. Og staðreyndin er sú að þótt skýrsla stýrihópsins hafi yfir sér mikinn málamiðlunarbrag, gildir það ekki um þátt Vilhjálms, þáverandi og yfirlýstan verðandi borgarstjóra. Ef sjálfstæðismenn ætla að halda sig við þau áform að Vilhjálmur setjist aftur í stól borgarstjóra ríkir óskiljanleg sjálfstortímingarhvöt í þeirra röðum. Hann á sér ekki viðreisnar von. Erfitt er að skilja hvað tefur að koma honum frá. Ef Vilhjálmur neitar að víkja, og heldur þar með nýstofnuðum meirihluta í gíslingu, er ekki annað að gera fyrir sjálfstæðismenn en að skilja hann eftir og mynda fjórða meirihlutann á þessu kjörtímabili. Þar gætu setið allir borgarfulltrúar nema Vilhjálmur. Við þær aðstæður væri hægt að leggja af pólitísk hrossakaup um skipulagsmál og húsafriðun og borgarfulltrúar snúið sér að því að vinna að bættum hag borgarbúa. Væri það tími til kominn gæti einhver sagt.
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun