Umhverfisstefna fyrir sjávarútveginn Árni Finnsson skrifar 14. júní 2008 00:01 Nýleg ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunar vakti sígild viðbrögð hagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Hafrannsóknastofnun fékk sinn árlega skerf af skömmum þrátt fyrir að allir viti að ekki standi betri vísindi til boða; að þorskstofninn mun ekki stækka með pólítískum ákvörðunum. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, benti á það í ræðu sinni á sjómannadaginn, að sú ákvörðun að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og tamarka þorskafla við 130 þúsund á yfirstandandi fiskveiði ári hefði vakið athygli á erlendum mörkuðum; að „þessi ákvörðun [sé] tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár." Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar benda nú á að litlar líkur séu á að hægt verði að auka þorskveiðar hér við land á næstu árum. Fyrst eftir 4-5 ár verður ljóst hvort hrygningarstofninn sé í öruggum vexti og enn lengri tíma tekur að ná eðlilegri aldursdreifingu í stofninum. Þessu til viðbótar berast daglega fréttir af hækkandi olíuverði. Útgerðirnar verða að leita allra leiða til að ná fiskinum á land og á markað með eins litlum orkutilkostnaði og hægt er. Innan fárra ára munu neytendur við fiskborðið í matvöruverslunum ytra ekki bara spurja um ábyrga fiskveiðistjórnun heldur líka hversu mikilli orku var eytt til að draga fiskinn á land og flytja hann á markað. Ábyrg fiskveiðistjórnun felur í sér lágmarksorkunýtni. Nauðsynlegt er að opna víðtæka umræðu um framtíðarstefnu fyrir sjávarútveginn; framtíðarstefnu er taki mið af bágu ástandi þorskstofnsins hér við land, meiri orkunýtni og kröfum neytenda á markaði. Slík umræða má ekki takmarkast við útgerðir eða fiskvinnslufyrirtæki. Til að „tryggja orðstír okkar um komandi ár" - svo vitnað sé til sjómannadagsræðu sjávarútvegsráðherra - verður að móta stefnu er taki mið af langtímamarkmiðum um sjálfbæran sjávarútveg. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árni Finnsson Mest lesið ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Skoðun Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Og hvað svo? Eyrún Birna Davíðsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt svar um ótæka stjórnsýslu Guðmundur Andri Thorsson skrifar Skoðun Sannleikurinn í tengdamömmumálinu Ólöf Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Nýleg ástandsskýrsla Hafrannsóknastofnunar vakti sígild viðbrögð hagsmunaaðila og stjórnmálamanna. Hafrannsóknastofnun fékk sinn árlega skerf af skömmum þrátt fyrir að allir viti að ekki standi betri vísindi til boða; að þorskstofninn mun ekki stækka með pólítískum ákvörðunum. Sjávarútvegsráðherra, Einar K. Guðfinnsson, benti á það í ræðu sinni á sjómannadaginn, að sú ákvörðun að fara að ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar og tamarka þorskafla við 130 þúsund á yfirstandandi fiskveiði ári hefði vakið athygli á erlendum mörkuðum; að „þessi ákvörðun [sé] tekin til marks um að við Íslendingar séum sú ábyrga auðlindanýtingarþjóð sem orð hefur farið af. Enginn vafi er á því að þetta hefur skilað okkur árangri í markaðsstarfi og á sinn þátt í því að tryggja orðstír okkar um komandi ár." Vísindamenn Hafrannsóknastofnunar benda nú á að litlar líkur séu á að hægt verði að auka þorskveiðar hér við land á næstu árum. Fyrst eftir 4-5 ár verður ljóst hvort hrygningarstofninn sé í öruggum vexti og enn lengri tíma tekur að ná eðlilegri aldursdreifingu í stofninum. Þessu til viðbótar berast daglega fréttir af hækkandi olíuverði. Útgerðirnar verða að leita allra leiða til að ná fiskinum á land og á markað með eins litlum orkutilkostnaði og hægt er. Innan fárra ára munu neytendur við fiskborðið í matvöruverslunum ytra ekki bara spurja um ábyrga fiskveiðistjórnun heldur líka hversu mikilli orku var eytt til að draga fiskinn á land og flytja hann á markað. Ábyrg fiskveiðistjórnun felur í sér lágmarksorkunýtni. Nauðsynlegt er að opna víðtæka umræðu um framtíðarstefnu fyrir sjávarútveginn; framtíðarstefnu er taki mið af bágu ástandi þorskstofnsins hér við land, meiri orkunýtni og kröfum neytenda á markaði. Slík umræða má ekki takmarkast við útgerðir eða fiskvinnslufyrirtæki. Til að „tryggja orðstír okkar um komandi ár" - svo vitnað sé til sjómannadagsræðu sjávarútvegsráðherra - verður að móta stefnu er taki mið af langtímamarkmiðum um sjálfbæran sjávarútveg. Höfundur er formaður Náttúruverndarsamtaka Íslands.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun