Þroskaðri evruumræða Þórlindur Kjartansson skrifar 18. júlí 2008 06:00 Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórlindur Kjartansson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Fulltrúar atvinnulífsins hafa brugðist vel við hugmyndum um breytingar á fyrirkomulagi gjaldeyrismála sem ræddar hafa verið á síðustu dögum og byggjast á aukinni tengingu við evru án aðildar að Evrópusambandinu. Þetta kemur ekki á óvart enda er það fyrst og fremst, og nánast eingöngu, óánægja með gjaldmiðilinn sem hefur valdið auknum áhuga á aðild. Þetta er ekki skrýtið í ljósi þess að umræðan hefur lengi takmarkast af þeirri hugsun að eini valkosturinn við núverandi fyrirkomulag sé aðild að Evrópusambandinu. Margir þeir, sem hvað sannfærðastir eru um að Evrópusambandsaðild sé betri kostur fyrir Íslendinga en núverandi staða, hafa brugðist nokkuð illa við þessari umræðu. Vísað er til orða embættismanna hvað þetta varðar en ekkert haldbetra heldur en almenn tilfinning er haft fyrir yfirlýsingunum. Varasamt er að taka slíkar almennar yfirlýsingar hátíðlega, enda er það ekki ráðinna starfsmanna Evrópusambandsins í Brussel að skera úr um pólitísk álitamál heldur fellur það í hlut lýðræðislega kjörinna forystumanna aðildarríkjanna. Eins er mikilvægt fyrir áframhald þessarar umræðu að sem flestir átti sig vel á því sem í þeim felst. Um er að ræða flókin og vandmeðfarin mál og því er ekki óeðlilegt að það taki tíma fyrir þátttakendur í umræðunni að átta sig fyllilega á því hvað í þeim felst. Mikilvægt er að átta sig á því að í raun er verið að ræða tvær leiðir. Önnur leiðin er sú að semja við Evrópusambandið um að Ísland taki upp evruna. Hin leiðin er sú að samið verði um fastbindingu krónunnar við evruna með sérstöku samkomulagi. Hvorug þessara leiða er einhliða upptaka. Í báðum tilvikum er gert ráð fyrir samstarfi við Evrópusambandið. Bent hefur verið á að nú þegar hafi nokkur ríki, sem hafa mikil og náin tengsl við Evrópusambandið, tekið upp evru. Þetta gildir einnig um Ísland. Þátttaka Íslands á innra markaði Evrópu gerir það að verkum að Evrópusambandið væri ekki að gefa almennt fordæmi fyrir ESB-lausri evruvæðingu með því að semja við Ísland. Annað sem hafa þarf í huga er að staða krónunnar nú er líklega fyrst og fremst afleiðing af því að íslenska hagkerfið er orðið miklu stærra heldur en gjaldmiðillinn. Þeir kraftar sem verka á krónuna eru alþjóðlegir. Ennfremur hafa áhrif peningamálastjórnarinnar minnkað innanlands. Afsal á peningamálastjórn hefur því að einhverju leyti gerst sjálfkrafa með aukinni alþjóðavæðingu. Í þessu ljósi, og með reynslu undanfarinna ára í huga, þurfa stjórnvöld að endurmeta peningamálastefnuna. Slík endurskoðun verður ekki umflúin og óþarfi er að óttast hana. Aðildarsinnaður leiðarahöfundur Morgunblaðsins lýsti því að það sé „áhættusamt“ að láta reyna á það hvort vilji sé fyrir samningi við Ísland um gjaldmiðlamál. Þar segir að slíkar þreifingar yrðu túlkaðar þannig að íslensk stjórnvöld hefðu misst trú á gjaldmiðlinum. Þessi málflutningur heldur ekki vatni því nákvæmlega sama gildir ef sótt er um aðild að Evrópusambandinu. Slíkt gæti allt eins verið túlkað þannig að stjórnvöld hefðu gefist upp á krónunni og enn stæði eftir sá möguleiki að Íslendingar hafni aðild í þjóðaratkvæðagreiðslu. Það er því alveg sama hvaða leið er farin við breytingar á fyrirkomulagi peningamála; því kann að fylgja einhver áhætta. Þær tvær leiðir til evrutengingar sem nú eru í umræðunni ættu að vera fagnaðarefni fyrir alla þá sem trúa því að traust alþjóðlegt samstarf sé forsenda fyrir áframhaldandi velmegun. Þess vegna er mikilvægt að umræðan um þær fái að þroskast eðlilega. Höfundur er formaður Sambands ungra sjálfstæðismanna.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun