Af hverju bankaleynd Björn Ingi Hrafnsson skrifar 26. nóvember 2008 00:01 Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Markaðir Viðskipti Mest lesið Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley Skoðun Skoðun Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Skoðun Litlu ljósin á Gaza Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Staðreyndir eða „mér finnst“ Birta Karen Tryggvadóttir skrifar Skoðun Fjármagna áfram hernað Rússlands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frídagar í klemmu Jón Júlíus Karlsson skrifar Skoðun Fasteignaviðskipti – tímabært að endurskoða leikreglurnar? Hlynur Júlísson skrifar Skoðun Í skugga kerfis sem brást! Harpa Hildiberg Böðvarsdóttir skrifar Sjá meira
Athyglisverðum hugmyndum um grundvallarbreytingar á reglum réttarríkisins hefur verið hreyft síðustu daga hér á landi og jafnvel úr ólíklegustu áttum. Svo virðist sem sú staða sé komin upp, að ákvæði stjórnarskrár um eignarrétt eigi ekki lengur við, ekki heldur lög um bankaleynd og meðferð persónuupplýsinga. Sumpart virðist stemningin sú að skjóta fyrst og spyrja svo, svo vitnað sé til orða menntamálaráðherra á borgarafundi í Háskólabíói fyrr í vikunni. Segja má að formaður bankastjórnar Seðlabankans hafi með óvæntum hætti hreyft fyrst við málinu í ræðu sinni á morgunverðarfundi Viðskiptaráðs í fyrri viku, þegar hann tiltók ýmis atriði sem hann taldi tengjast hruni bankanna og kvaðst þeirrar skoðunar að bankaleynd ætti „ekki lengur við hvað þessi atriði varðar". Undir þetta hefur sjálfur dómsmálaráðherrann tekið og vísað til mikilvægi þess að allt komi nú upp á borðið, sem í sjálfu sér er auðvitað sjálfsögð og eðlileg krafa við þessar aðstæður. Hún getur þó varla falist í því að lög og reglur verði afnumdar eða að tilteknir einstaklingar eða fyrirtæki megi búast við því að lesa trúnaðarupplýsingar um fjármál sín í fjölmiðlum. Hér hljóta einhverjar almennar og gegnsæjar reglur að þurfa að gilda. Að sjálfsögðu eiga þar til bærir eftirlitsaðilar, eins og sérstakur saksóknari í efnahagsbrotum eða Fjármálaeftirlit að hafa aðgang að öllum upplýsingum sem þeir þurfa í sínum störfum. Það er enginn að tala um að ákvæði bankaleyndar eigi við þar, enda vinna slíkir aðilar í samræmi við lög og reglur, þurfa heimildir til rannsókna og leitar og fella ekki dóma, fyrr en sekt hefur raunverulega verið sönnuð. Í ítarlegri fréttaskýringu í Markaðnum í dag fjallar Ingimar Karl Helgason, blaðamaður, um bankaleynd og fer yfir margvíslegar fyrirspurnir sem blaðið hefur sent til bankanna, bæði þeirra gömlu og nýju, skilanefnda, Fjármálaeftirlitsins, Seðlabankans og stjórnvalda í tilefni af hruni íslenska fjármálakerfisins. Niðurstaða blaðsins er í stuttu máli sú að víðast hvar er komið að lokuðum dyrum þegar óskað er eftir upplýsingum; stundum er hreinlega ekki haft fyrir því að svara fyrirspurnum en annars er borið við bankaleynd eða að um viðkvæmar trúnaðarupplýsingar sé að ræða. Þetta á ekki síst við um Seðlabankann, sem svarar nær aldrei fyrirspurnum. Þess vegna kom mjög á óvart að formaður bankastjórnar Seðlabankans skyldi furða sig á því að almenningur fengi engar gagnlegar upplýsingar. Af hverju byrjar hann ekki sjálfur á því að liðsinna fjölmiðlum við að rækja eftirlitshlutverk sitt? Fjölmiðlar leitast vitaskuld við að upplýsa um allar hliðar mála. Þeir óska skýringa, spyrja spurninga og fá ótal ábendingar til sín um mál í hverri einustu viku. Margar þeirra eru nafnlausar, sumar hverjar algjörlega úr lausu lofti gripnar. En það er frumskylda að kanna sannleiksgildi þeirra, svo almenningur fái sem gleggsta mynd af stöðu mála og geti sjálfur dregið sínar eigin ályktanir. Fyrir alla aðila er hins vegar óþolandi að óvissa ríki um þær reglur og þau lög sem um þessi mál gilda. Ætlar dómsmálaráðherra að beita sér fyrir afnámi bankaleyndar með því að flytja um það lagafrumvarp? Hvað mun það þýða fyrir viðskiptabankana? Mun fólk vilja hafa þar sín viðskipti áfram? Verða til bankar hér á landi, þar sem er bankaleynd og svo aðrir í ríkiseigu, þar sem allt lekur út? Þetta eru spurningar, sem jafnframt væri æskilegt að fá sem fyrst svör við, nú þegar ákveðið hefur verið að allt verði upp á borðum.
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Skoðun Ekki leiðrétting heldur skattahækkun: Afstaða Sjálfstæðisflokksins er skýr Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar
Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir Skoðun