Tímabært frumkvæði Jón Sigurðsson skrifar 20. september 2008 00:01 Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar Skoðun Fjárlög snúast um þjónustu við fólk Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Get ég látið vista barnið mitt í meðferð gegn vilja þess? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar
Skoðun Eru grænu skattarnir ekki í besta falli gráir? Benedikt S. Benediktsson,Heiðrún Lind Marteinsdóttir,Jóhannes Þór Skúlason skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun
Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir Skoðun