Tímabært frumkvæði Jón Sigurðsson skrifar 20. september 2008 00:01 Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Halldór 05.04.2025 Halldór Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Skoðun Skoðun Þegar vald óttast þekkingu. Halla Sigríður Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með hjúkkuna upp í rúm og lækninn í vasanum Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson skrifar Skoðun Komum náminu á Höfn í höfn Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Tollar – Fyrir hverja? Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Sjá meira
Dag eftir dag berast nýjar fregnir sem staðfesta að forsendurnar eru horfnar undan íslensku krónunni og peningamálastjórninni. Það eru djúpir straumar sem þessu valda, auk uppnáms á erlendum mörkuðum. Ísland er orðið hluti af miklu stærri efnahags- og viðskiptaheild. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að þetta verði viðurkennt þegar í stað og stefna mótuð á raunhæfum grundvelli. Þetta er ekki „sök" krónunnar eða Seðlabankans og illyrði um stjórnendur Seðlabankans dæma sig sjálf. Þrír forystumenn Framsóknarflokksins hafa nú tekið öflugt frumkvæði í umræðunum um þessi mikilvægu mál. Með grein í Fréttablaðinu 18. sept. hafa þau Sæunn Stefánsdóttir, ritari Framsóknarflokksins, Birkir Jón Jónsson alþingismaður og Páll Magnússon bæjarritari sýnt fram á færa leið til almennrar sáttar um athafnir sem ekki mega bíða lengur. Besta leiðin til að ná almennu samkomulagi og sátt um slíka stefnumótun er að viðhafa tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu um aðildarumsókn að Evrópusambandinu. Þá gengur þjóðin fyrst til atkvæða um að leggja fram aðildarumsókn og hefja samningaferli. Ef samningar nást eru þeir síðan lagðir fyrir þjóðina til staðfestingar eða synjunar. Með þessu er opnuð leið til að fá fram vilja þjóðarinnar óháð flokkslínum og án frekari tafar. Með þessu er opnuð leið fyrir alla forystumenn þjóðarinnar til að sameinast um aðferð, enda þótt menn muni eftir sem áður berjast fyrir ólíkum sjónarmiðum í Evrópumálunum. Með þessu eru leiðtogar Sjálfstæðisflokksins, til dæmis, losaðir úr erfiðri stöðu og forystu Samfylkingarinnar gefst færi á að standa við stóru orðin sín. Þessi leið er einnig í fullu samræmi við þá stefnu sem Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, hefur boðað. Ekki er eftir neinu að bíða í þessum málum lengur. Aðstaða Íslendinga fer versnandi og ekkert bendir til þess að það breytist á betri veg. Menn höfðu til skamms tíma metið það svo að við gætum tekið til hjá okkur og valið okkur síðan tíma í styrkleika til samninga við Evrópusambandið. Atburðarásir á þessu ári hafa alveg kollvarpað þessum hugmyndum. Hagsmunir þjóðarinnar krefjast þess að menn opni augun fyrir því að horfurnar hafa allar breyst á verri veg. Við verðum þegar í stað að taka á málunum. Þess vegna er þetta frumkvæði tímabært og mikilvægt og nú er þess að vænta að almenningur og atvinnulífið ýti á eftir þessum tillögum forystumannanna þriggja. - Höfundur er fyrrverandi formaður Framsóknarflokksins.
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Betra líf eftir greiningu krabbameins, tímamótarannsókn sem vísar veginn Sigríður Gunnarsdóttir Skoðun
Veiðigjöld vs afnám undanþágu orkumannvirkja frá fasteignamatsskyldu Guðmundur Haukur Jakobsson Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun