Þriðjungur búa með lán í erlendri mynt Björgvin Guðmundsson skrifar 26. mars 2008 00:01 Nýjustu fjósin kosta sitt. Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda. Héðan og þaðan Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira
Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda.
Héðan og þaðan Mest lesið Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Viðskipti innlent Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Neytendur Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Viðskipti innlent Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Viðskipti innlent Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Viðskipti innlent Þau vilja stýra ÁTVR Viðskipti innlent Mikill samdráttur á pöntunum til kínverskra verksmiðja Viðskipti erlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Býst ekki við að verðbólgan hafi áhrif á vaxtalækkunarferlið Um þrjátíu prósent hafa miklar áhyggjur af áhrifum tolla á Ísland Lauf Cycles lýkur tæplega 500 milljóna króna fjármögnun Verðbólga eykst hressilega og fer aftur yfir fjögur prósent Tæpur tveggja milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Ráðinn forstjóri Arctic Fish Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Sjá meira