Þriðjungur búa með lán í erlendri mynt Björgvin Guðmundsson skrifar 26. mars 2008 00:01 Nýjustu fjósin kosta sitt. Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda. Héðan og þaðan Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira
Bændur hafa, eins og aðrir atvinnurekendur, fært sig undanfarin ár í auknum mæli yfir í erlend lán, að sögn Jónasar Bjarnasonar, forstöðumanns Hagþjónustu landbúnaðarins. Á sama tíma hefur það færst í vöxt að bændur fái vélar og tæki á svokallaðri kaupleigu og greiði fyrir afnotin mánaðarlega. Það færist þá ekki sem fjárfesting í bókhaldi búanna heldur flokkast sem rekstur. Lán fyrir tækinu er þá að hluta til fjármagnað í erlendri mynt. Jónas segir að eins og með aðrar atvinnugreinar og almenning sem fjármagnar fjárfestingar með láni í erlendri mynt komi gengisfelling krónunnar sér illa fyrir bændur. Hann bendir á að til langs tíma, eins og þegar húsnæði er keypt, jafnist gengissveiflur út á móti hagstæðum vöxtum erlendis. Hins vegar geti þróunin orðið mörgum óhagstæð þegar verið sé að fjármagna kaup, eins og á vélum og tækjum, til styttri tíma. Erlend lántaka hafi aukist mikið á árinu 2006. Samkvæmt ársskýrslu Hagþjónustu landbúnaðarins voru fjárfestingar mestar á kúabúum árið 2006; fyrir tæpar 8 milljónir króna að meðaltali. Fjárfestingar á sauðfjárbúum voru 1,4 milljónir að meðaltali. Á kúabúum var hlutfallslega mest fjárfest í vélum og tækjum, eða sem nemur 44 prósentum. Fjárfestingar í vélum og tækjum voru þó hlutfallslega mun hærri á sauðfjárbúum; tæp 73 prósent. Þegar lagðar eru saman fjárfestingar í vélum og tækjum og greiðslumarki er vægi þeirra í heildarfjárfestingum nær áttatíu prósent bæði á kúabúum og sauðfjárbúum. Samkvæmt árskýrslunni nema eignir kúabúa að meðaltali 33,5 milljónum króna. Skuldir nema að meðaltali 39,3 milljónum króna. Hlutfall langtímaskulda er 85,5 prósent. Fylgni er greinileg á milli aukinnar bústærðar og aukinna skulda. Eignir sauðfjárbúa eru að meðaltali 9,1 milljón króna. Skuldir nema alls 7,5 milljónum króna að meðaltali og hlutfall langtímaskulda er 71,1%. Eins og hjá þeim sem eru með kúabú er fylgni í aðalatriðum á milli aukinnar bústærðar og skulda.
Héðan og þaðan Mest lesið Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Viðskipti innlent Mannauðsmál lögreglunnar: Ljótu málin taka á Atvinnulíf Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Viðskipti innlent Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Viðskipti innlent Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Viðskipti innlent Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Viðskipti innlent Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Viðskipti innlent Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Viðskipti innlent Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Viðskipti innlent „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Brynja yfirmaður markaðseftirlits Nasdaq Iceland Gísli Þór og Jón Garðar nýir framkvæmdastjórar hjá Terra Ráðin þjónustustjóri atNorth á Akureyri Gunnar Örn og Haraldur Hilmar nýir forstöðumenn hjá Arion Setja spurningarmerki við umfjöllun um Climeworks Íbúðaverð hækkað um 14,5 prósent á tveimur árum Stjórnarandstaðan í vasa hagsmunaaðila Af og frá að slakað sé á aðhaldi Ráðinn markaðsstjóri Bónuss Aka um Ísland í allt sumar og mynda vegakerfið í þrívídd Of snemmt að segja til um hvort vaxtalækkunarferlinu sé lokið í bili „Ég held að þú þurfir ný gleraugu“ Úthluta eftirstandandi hlutum í Íslandsbanka Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun sína um lækkun vaxta Reitir fasteignafélag og HR efna til hugmyndasamkeppni fyrir nemendur Vaxtalækkunarferlið heldur áfram Birta nýja ákvörðun um stýrivexti í dag Ráðuneytið ógilti lóðaúthlutun fyrir milljarða Tólf milljarða hagnaður á fyrsta ársfjórðungi Jakob Valgeir lét Guðbjart bróður sinn fara Niðurstöður álagningar birtar á fimmtudag Gefast upp á miðbænum: „Það er hringur eftir hring, engin bílastæði“ Rökrétt að lækka lyfjaverð í Bandaríkjunum Rapyd sé íslenskt fyrirtæki með kennitölu frá 1983 Þurfi að líta ofar í tekjustigann í næstu kjarasamningum Hefja viðskipti með bréf í Alvotech í Stokkhólmi Óttast að háir vextir sogi sparnaðinn til Tenerife Ráku framkvæmdastjórann og komust svo að rafmyntagreftrinum Tilefni fyrir ríkið að íhuga sölu Landsbankans Himinlifandi og ekki hugsi yfir litlum hlut fagfjárfesta Sjá meira