Friður í krafti kvenna Ingibjörg Sólrún Gísladóttir skrifar 20. febrúar 2008 00:01 Tvær af fyrstu ferðum mínum sem utanríkisráðherra á erlenda grundu voru til Afríku annars vegar og Mið-Austurlanda hins vegar. Ástæðan var sú að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um að nýir hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu séu mannréttindi, þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála, auk þess sem ríkisstjórnin harmaði þar stríðsreksturinn í Írak. Í arf frá fyrri ríkisstjórnum fengum við það verkefni að leiða til lykta með sóma framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem Ísland fer nú með forystuhlutverk fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríki í Alþjóðabankanum. Andspænis slíkum verkefnum dugir ekki annað en að kynnast frá fyrstu hendi aðstæðum og bakgrunni brýnustu úrlausnarefna þessara alþjóðastofnana, bakgrunni þeirra mála sem stöðugt eru þar efst á dagskrá. Í ferðinni til Mið-Austurlanda kynnti ég mér sérstaklega aðstæður flóttamanna frá Írak sem þá var talið að væru tvær milljónir, einkum í Jórdaníu og Sýrlandi. Í framhaldinu ákvað Ísland sérstakt fjárframlag til stuðnings þess að írösk flóttabörn kæmust í skóla en móttaka flóttamanna frá Írak var einnig skoðuð. Þá samþykkti ríkisstjórnin í kjölfar ferðarinnar aðgerðaáætlun Íslands um Mið-Austurlönd sem felur m.a. í sér stóraukin framlög til alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka í Palestínu og aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Þannig er Íslendingur nú kominn til starfa í Líbanon fyrir UNWRA flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn og brátt fer jafnréttissérfræðingur til Sýrlands til að starfa þar að málefnum flóttamanna frá Írak. Staða stríðandi fylkingaMið-Austurlönd eru púðurtunna heimsins og enginn getur lokað augum fyrir mikilvægi þess að deilan um hernumdu svæðin fái varanlega úrlausn. Formlegt friðarferli hófst í Annapolis í nóvember en það hefur enn ekki leitt til stillu á svæðinu, þvert á móti hefur ástandið versnað. Það eru vonbrigði að Ísraelsmenn hafi ekki linað tökin á hernumdu svæðunum. Í símtali við Tzipi Livni utanríkisráðherra Ísraels fyrir nokkrum dögum lýsti ég sérstaklega áhyggjum af þeirri hörku sem sýnd er almennum borgurum á Gaza ströndinni. Að sama skapi verður að fordæma auknar eldflaugaárásir frá Gaza sem bitna á almennum borgurum í Ísrael. Hvað þarf til að skapa trúverðugt friðarferli?Alþjóðasamfélagið hefur lært af friðarumleitunum síðustu ára meðal annars á Írlandi og í Líberíu að forsenda árangurs er stuðningur borgaralegs samfélags og aðkoma fleiri en hefðbundinna pólitískra leiðtoga að samningaborði. Aðeins þannig nær hið pólitíska umboð að vera nægilega sterkt til að samningar haldi og aðeins þannig komast þau málefni til umræðu sem breikkað geta myndina og opnað glufur. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 fjallar um nauðsyn aðkomu kvenna að því að skap frið og öryggi í aðildarríkjum og alþjóðasamfélagi. Sú ályktun var samþykkt á grundvelli reynsluraka sem sanna að með aukinni þátttöku kvenna næst meiri árangur. Ísland hefur gert ályktun 1325 að áherslumáli í framboði sínu til öryggisáðsis. Friðarráð Ísraelskra og Palestínskra kvennaÁ fundi í Betlehem í sumar kynntist ég friðarráði palestínskra og ísraelskra kvenna er kallast International Women"s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace þar sem áhrifakonur frá Palestínu, Ísrael og ýmsum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna taka þátt. Friðarráðið starfar undir verndarvæng UNIFEM og nokkrir kvenleiðtogar, eins og forseti Finnlands, forseti Líberíu og forsætisráðherra Nýja Sjálands eru einnig heiðursfélagar. Í kjölfar ferðar minnar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að bætast í þennan hóp, Konurnar innan IWC eru málsmetandi innan sinna samfélaga og hafa unnið að friði, margar um áratuga skeið. Þær gerðu það sem bræðrum þeirra hefur ekki tekist; þær settust niður, tóku helstu ágreiningsmálin í deilum Ísraels og Palestínumanna fyrir, lið fyrir lið og náðu að lokum samkomulagi innan síns hóps um nær öll atriðin. Þær sögðu mér að ekki hafi gengið þrautalaust að ná samningum. Þetta sýni hins vegar að til séu leiðir til úrlausnar auk sem þær vona að reynsla þeirra og þekking komi að notum í samningaferlinu. Ég vil beita mér fyrir því að rödd þessara kvenna fái hljómgrunn á alþjóðavettvangi og hef þegar talað máli þeirra á grundvelli ályktunar öryggisráðsins númer 1325. Helsta áskorunin felst í að finna raunhæfar leiðir til að þetta geti orðið að veruleika. Alþjóðasamfélagið er aðili að friðarferlinu, t.d. í gegnum öryggisráð SÞ, sem gæti, ef viljinn er fyrir hendi, auðveldað aðkomu IWC. Fulltrúar IWC, Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakonu frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, eru staddar hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins og halda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík í hádeginu miðvikudaginn 20. febrúar. Hvet ég sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemi þessara samtaka og fá upplýsingar um ástandið á hernumdu svæðunum og í Ísrael frá fyrstu hendi.Höfundur er utanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ingibjörg Sólrún Gísladóttir Mest lesið Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Herleysið er okkar vörn Dr. Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir skrifar Skoðun Raddir, kyn og kassar Linda Björk Markúsardóttir skrifar Skoðun Færni á vinnumarkaði – ný námsleið fyrir fólk með þroskahömlun Helga Gísladóttir skrifar Skoðun Framtíðarfyrirkomulag biðlauna formanns VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, fyrri grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Rödd friðar á móti sterkum her Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðaflugvöllurinn á Akureyri: Hvar er Icelandair? Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Tollflokkun rifins osts: Rangfærslur og staðreyndir Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Framtíð löggæslu fínpússuð í tilraunastofunni Gaza Kristján Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Wybory/Election/Kosningar Mateusz Gabríel K. Róbertsson skrifar Skoðun Hver er betri sem formaður Sjálfstæðisflokksins? Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Hlíðarendi – hverfið mitt Freyr Snorrason skrifar Skoðun Rétturinn til að hafa réttindi Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Chamberlain eða Churchill leiðin? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Flug er almenningsssamgöngur Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Löggjafinn brýtur á skólabörnum (grein 1) Valdís Ingibjörg Jónsdóttir skrifar Skoðun Strandveiðar – nýliðun hægri vinstri Steindór Ingi Kjellberg skrifar Skoðun Reykurinn sást löngu fyrir brunann! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Angist og krabbamein Auður E. Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Jens er rétti maðurinn í brúna! Anton Berg Sævarsson skrifar Skoðun Stuðningur fyrir börn í vanda getur verið lífsbjörg Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Lukka Sjálfstæðisflokksins Inga María Hlíðar Thorsteinson skrifar Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar Skoðun Má skera börn? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Aðför að menntakerfinu Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Er íslenska þjóðin að eldast? Þorsteinn Þorsteinsson skrifar Sjá meira
Tvær af fyrstu ferðum mínum sem utanríkisráðherra á erlenda grundu voru til Afríku annars vegar og Mið-Austurlanda hins vegar. Ástæðan var sú að stjórnarsáttmáli ríkisstjórnarinnar kveður á um að nýir hornsteinar íslenskrar utanríkisstefnu séu mannréttindi, þróunarsamvinna og friðsamleg lausn deilumála, auk þess sem ríkisstjórnin harmaði þar stríðsreksturinn í Írak. Í arf frá fyrri ríkisstjórnum fengum við það verkefni að leiða til lykta með sóma framboð Íslands til öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna, auk þess sem Ísland fer nú með forystuhlutverk fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríki í Alþjóðabankanum. Andspænis slíkum verkefnum dugir ekki annað en að kynnast frá fyrstu hendi aðstæðum og bakgrunni brýnustu úrlausnarefna þessara alþjóðastofnana, bakgrunni þeirra mála sem stöðugt eru þar efst á dagskrá. Í ferðinni til Mið-Austurlanda kynnti ég mér sérstaklega aðstæður flóttamanna frá Írak sem þá var talið að væru tvær milljónir, einkum í Jórdaníu og Sýrlandi. Í framhaldinu ákvað Ísland sérstakt fjárframlag til stuðnings þess að írösk flóttabörn kæmust í skóla en móttaka flóttamanna frá Írak var einnig skoðuð. Þá samþykkti ríkisstjórnin í kjölfar ferðarinnar aðgerðaáætlun Íslands um Mið-Austurlönd sem felur m.a. í sér stóraukin framlög til alþjóðastofnana og frjálsra félagasamtaka í Palestínu og aukna þátttöku Íslands í friðargæsluverkefnum Sameinuðu þjóðanna á svæðinu. Þannig er Íslendingur nú kominn til starfa í Líbanon fyrir UNWRA flóttamannaaðstoð SÞ fyrir Palestínumenn og brátt fer jafnréttissérfræðingur til Sýrlands til að starfa þar að málefnum flóttamanna frá Írak. Staða stríðandi fylkingaMið-Austurlönd eru púðurtunna heimsins og enginn getur lokað augum fyrir mikilvægi þess að deilan um hernumdu svæðin fái varanlega úrlausn. Formlegt friðarferli hófst í Annapolis í nóvember en það hefur enn ekki leitt til stillu á svæðinu, þvert á móti hefur ástandið versnað. Það eru vonbrigði að Ísraelsmenn hafi ekki linað tökin á hernumdu svæðunum. Í símtali við Tzipi Livni utanríkisráðherra Ísraels fyrir nokkrum dögum lýsti ég sérstaklega áhyggjum af þeirri hörku sem sýnd er almennum borgurum á Gaza ströndinni. Að sama skapi verður að fordæma auknar eldflaugaárásir frá Gaza sem bitna á almennum borgurum í Ísrael. Hvað þarf til að skapa trúverðugt friðarferli?Alþjóðasamfélagið hefur lært af friðarumleitunum síðustu ára meðal annars á Írlandi og í Líberíu að forsenda árangurs er stuðningur borgaralegs samfélags og aðkoma fleiri en hefðbundinna pólitískra leiðtoga að samningaborði. Aðeins þannig nær hið pólitíska umboð að vera nægilega sterkt til að samningar haldi og aðeins þannig komast þau málefni til umræðu sem breikkað geta myndina og opnað glufur. Ályktun öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna nr. 1325 frá árinu 2000 fjallar um nauðsyn aðkomu kvenna að því að skap frið og öryggi í aðildarríkjum og alþjóðasamfélagi. Sú ályktun var samþykkt á grundvelli reynsluraka sem sanna að með aukinni þátttöku kvenna næst meiri árangur. Ísland hefur gert ályktun 1325 að áherslumáli í framboði sínu til öryggisáðsis. Friðarráð Ísraelskra og Palestínskra kvennaÁ fundi í Betlehem í sumar kynntist ég friðarráði palestínskra og ísraelskra kvenna er kallast International Women"s Commission for a Just and Sustainable Palestinian-Israeli Peace þar sem áhrifakonur frá Palestínu, Ísrael og ýmsum aðildarríkjum Sameinuðu þjóðanna taka þátt. Friðarráðið starfar undir verndarvæng UNIFEM og nokkrir kvenleiðtogar, eins og forseti Finnlands, forseti Líberíu og forsætisráðherra Nýja Sjálands eru einnig heiðursfélagar. Í kjölfar ferðar minnar varð ég þess heiðurs aðnjótandi að bætast í þennan hóp, Konurnar innan IWC eru málsmetandi innan sinna samfélaga og hafa unnið að friði, margar um áratuga skeið. Þær gerðu það sem bræðrum þeirra hefur ekki tekist; þær settust niður, tóku helstu ágreiningsmálin í deilum Ísraels og Palestínumanna fyrir, lið fyrir lið og náðu að lokum samkomulagi innan síns hóps um nær öll atriðin. Þær sögðu mér að ekki hafi gengið þrautalaust að ná samningum. Þetta sýni hins vegar að til séu leiðir til úrlausnar auk sem þær vona að reynsla þeirra og þekking komi að notum í samningaferlinu. Ég vil beita mér fyrir því að rödd þessara kvenna fái hljómgrunn á alþjóðavettvangi og hef þegar talað máli þeirra á grundvelli ályktunar öryggisráðsins númer 1325. Helsta áskorunin felst í að finna raunhæfar leiðir til að þetta geti orðið að veruleika. Alþjóðasamfélagið er aðili að friðarferlinu, t.d. í gegnum öryggisráð SÞ, sem gæti, ef viljinn er fyrir hendi, auðveldað aðkomu IWC. Fulltrúar IWC, Anat Saragusti, sjónvarpsfréttakonu frá Ísrael, og Maha Abu-Dayyeh Shamas, baráttukona fyrir auknum réttindum kvenna í Palestínu, eru staddar hér á landi í boði utanríkisráðuneytisins og halda fyrirlestur á Grand Hótel Reykjavík í hádeginu miðvikudaginn 20. febrúar. Hvet ég sem flesta til að mæta og kynna sér starfsemi þessara samtaka og fá upplýsingar um ástandið á hernumdu svæðunum og í Ísrael frá fyrstu hendi.Höfundur er utanríkisráðherra.
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun
Skoðun Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson skrifar
Skoðun Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðisyfirvöld með í samtali um hugvíkkandi meðferðir Sara María Júlíudóttir skrifar
Skoðun Barátta fyrir mannréttindum aldrei verið mikilvægari Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Silja Bára, öruggur og faglegur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Margrét Gíslínudóttir skrifar
Magnús Karl sem næsta rektor Háskóla Íslands Sólveig Ásta Sigurðardóttir,Stefanía Benónísdóttir Skoðun
Leiðtogi nýrra tíma Auður Kjartansdóttir,Bjarnveig Guðbrandsdóttir,Brynhildur Einarsdóttir,Guðrún Ingadóttir,G. Sirrý Ágústsdóttir,Hafdís Gunnarsdóttir,Jónas Kári Eiríksson,Júlíus Guðni Antonsson,Ragnhildur Eva Jónsdóttir,Róbert Smári Gunnarsson Skoðun