Launin þín eru nú til sýnis 31. júlí 2007 07:30 Frá og með deginum í dag og næstu tvær vikur munu upplýsingar um tekjur hvers og eins okkar liggja frammi til sýnis fyrir atbeina íslenska ríkisins. Ekkert okkar hefur veitt leyfi fyrir þessari birtingu en með henni gefst samstarfsmönnum okkar, nágrönnum, kunningjum, vinum og síðast en ekki síst óvildarmönnum færi á að hnýsast í einkamálefni okkar, viðkvæmar persónuupplýsingar, fjárhagsmálefni okkar. Fjárhagsmálefni eru einkamál hvers og eins og meðal viðkvæmustu persónuupplýsinga í nútímasamfélagi. Gildar ástæður þurfa að liggja til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órökstuddar hugmyndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar og átroðningi ríkisvaldsins á réttindum einstaklinga. Formælendur þessa lögbundna yfirgangs – opinberrar birtingar á upplýsingum um launin okkar – nefna gjarnan að gagnsæi í þessum efnum sé mikilvægt, m.a. til að fylgjast með þróun í launamun kynjanna. En allar þær upplýsingar má vinna og birta án þess að tengja þær við nafngreinda menn og konur. Engin þörf er á því, sé þetta tilgangurinn, að ráðast svo freklega gegn friðhelgi einkalífsins. Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er einnig til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum. Með því að skylda skattstjóra til að leggja álagningarog skattskrár fram gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Telja verður að núgildandi ákvæði laga um tekjuskatt sem skylda skattstjóra til að birta álagningar- og skattskrár séu í verulegu ósamræmi við lagaákvæði og þær meginreglur sem lögfestar hafa verið um þagnarskyldu um upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga á síðustu árum. Þá verður að teljast afar hæpið umrædd lagagrein standist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. Ungir sjálfstæðismenn munu næstu tvær vikur láta gestabækur liggja frammi á skattstofum. Þeir sem fletta upp í álagningarskrám eru beðnir um að skrá nafn sitt og nöfn þeirra sem þeir eru að grennslast fyrir um í þessa gestabók. Þetta ætti að vera auðsótt, enda er fólk að sinna heiðvirðu skattaeftirliti – eða hvað? Við skulum sjá hversu margir gefa sig fram. Höfundur er formaður SUS. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Áfengi eykur líkur á sjö tegundum krabbameina Sigurdís Haraldsdóttir Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson Skoðun Kæra Hanna Katrín, lengi getur vont versnað Vala Árnadóttir Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson Skoðun Er biðin eftir ofurömmu á enda? Meyvant Þórólfsson Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnmálamaður metinn að verðleikum Þórarinn Snorri Sigurgeirsson skrifar Skoðun Magnea Marinósdóttir á brýnt erindi í borgarstjórn Hörður Filippusson skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg allra Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Evrópa lætur ekki undan hótunum Trumps um Grænland Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Rödd ungs fólks Nanna Björt Ívarsdóttir skrifar Skoðun Eflingarfólk! Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Lesblindir sigurvegarar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Steinunn er frábær! Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar Skoðun Þegar fullveldi smáríkja er ekki lengur sjálfsagt Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Rasismi er ekki „hægri“, hann er bara bjánalegur Elliði Vignisson skrifar Skoðun Byggjum fyrir fólk Hafdís Hanna Ægisdóttir,Hjördís Sveinsdóttir,Silja Elvarsdóttir skrifar Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Hvalveiðar í sviðsljósinu Elissa Phillips skrifar Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Frítt í Strætó og sund – Með fólkið í forgrunni Ellen Calmon skrifar Skoðun Mun samfélagsmiðlabann skaða unglingsdrengi? Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarbandalag verklausa vinstrisins Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hver spurði þig? Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Þöggunin sem enginn viðurkennir Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Borgarlína á Suðurlandsbraut: 345 stæði hverfa eða ónýtast Friðjón Friðjónsson skrifar Skoðun Að byggja upp flæði og traust í heilbrigðiskerfinu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Ég elska strætó Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Braskmarkaðurinn Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík á ekki að reka byggingarfélag Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Þúsund klifurbörn í frjálsu falli Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Þegar engin önnur leið er fær Rebekka Maren Þórarinsdóttir skrifar Sjá meira
Frá og með deginum í dag og næstu tvær vikur munu upplýsingar um tekjur hvers og eins okkar liggja frammi til sýnis fyrir atbeina íslenska ríkisins. Ekkert okkar hefur veitt leyfi fyrir þessari birtingu en með henni gefst samstarfsmönnum okkar, nágrönnum, kunningjum, vinum og síðast en ekki síst óvildarmönnum færi á að hnýsast í einkamálefni okkar, viðkvæmar persónuupplýsingar, fjárhagsmálefni okkar. Fjárhagsmálefni eru einkamál hvers og eins og meðal viðkvæmustu persónuupplýsinga í nútímasamfélagi. Gildar ástæður þurfa að liggja til grundvallar þeirri stefnu stjórnvalda að heimta þessar upplýsingar í krafti valdheimilda og leggja þær svo á glámbekk. Órökstuddar hugmyndir um virkt skatteftirlit með þessum hætti geta vart talist grundvöllur slíkrar valdbeitingar og átroðningi ríkisvaldsins á réttindum einstaklinga. Formælendur þessa lögbundna yfirgangs – opinberrar birtingar á upplýsingum um launin okkar – nefna gjarnan að gagnsæi í þessum efnum sé mikilvægt, m.a. til að fylgjast með þróun í launamun kynjanna. En allar þær upplýsingar má vinna og birta án þess að tengja þær við nafngreinda menn og konur. Engin þörf er á því, sé þetta tilgangurinn, að ráðast svo freklega gegn friðhelgi einkalífsins. Birting upplýsinga um tekjur einstaklinga er einnig til þess fallin að grafa undan því trúnaðarsambandi sem viðgengist hefur á vinnumarkaði um launakjör í frjálsum vinnusamningum. Með því að skylda skattstjóra til að leggja álagningarog skattskrár fram gerir ríkisvaldið þennan trúnað að engu. Telja verður að núgildandi ákvæði laga um tekjuskatt sem skylda skattstjóra til að birta álagningar- og skattskrár séu í verulegu ósamræmi við lagaákvæði og þær meginreglur sem lögfestar hafa verið um þagnarskyldu um upplýsingar sem varða fjárhagsmálefni einstaklinga á síðustu árum. Þá verður að teljast afar hæpið umrædd lagagrein standist ákvæði stjórnarskrár um friðhelgi einkalífs. Ungir sjálfstæðismenn munu næstu tvær vikur láta gestabækur liggja frammi á skattstofum. Þeir sem fletta upp í álagningarskrám eru beðnir um að skrá nafn sitt og nöfn þeirra sem þeir eru að grennslast fyrir um í þessa gestabók. Þetta ætti að vera auðsótt, enda er fólk að sinna heiðvirðu skattaeftirliti – eða hvað? Við skulum sjá hversu margir gefa sig fram. Höfundur er formaður SUS.
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun
Skoðun Mega Birta og Stein sitja við fullorðinsborðið? Dagbjört Hákonardóttir,Gunnar Örn Stephensen skrifar
Skoðun Að brjóta glerþakið: lýðræðisleg þátttaka fólks með þroskahömlun og skyldar fatlanir Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Nýsköpun drifin áfram af trausti og samfélagslegri ábyrgð Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson skrifar
Skoðun Þróunarsamvinna eflir öryggi og varnir Íslands Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Hrönn Svansdóttir,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Markmið: Fullkomnasta heilbrigðisþjónusta sem tök eru á að veita Steinunn Þórðardóttir skrifar
Lygar, ýkjur, svik og hótanir – dapurlegir fyrstu dagar nýs menntamálaráðherra í embætti Ragnar Þór Pétursson Skoðun