Stýrivextir óbreyttir í Bandaríkjunum 21. mars 2007 19:36 Ben Bernanke, seðlabankastjóri Bandaríkjanna. Mynd/AFP Seðlabanki Bandaríkjanna lét í dag stýrivexti óbreytta en viðurkenndi þó að efnahagur landsins hefði veikst og að verðbólga hefði hækkað. Vextirnir verða því áfram 5,25 prósent. Sérfræðingar höfðu búist við því að þetta yrði niðurstaðan. Stýrivextirnir stjórna vöxtum á millibankalánum í Bandaríkjunum. Þetta var sjötta skiptið í röð sem Seðlabankinn hvorki hækkar né lækkar stýrivextina. Engu að síður telja menn meiri líkur á því að stýrivextir verði hækkaðir í framtíðinni þar sem Seðlabankinn bandaríski virðist hafa meiri áhyggjur af verðbólgu en slælegri frammistöðu hagkerfisins. Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann telji um þriðjungslíkur á því að kreppa hefjist í Bandaríkjunum á þessu ári. Venjulega myndi Seðlabankinn bregðast við hægum hagvexti og fréttum um hugsanlega kreppu með því að lækka stýrivexti en þar sem verðbólga hefur aukist hraðar en gert var ráð fyrir hefur bankinn ákveðið að halda stýrivöxtum í sama horfi. Erlent Fréttir Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Seðlabanki Bandaríkjanna lét í dag stýrivexti óbreytta en viðurkenndi þó að efnahagur landsins hefði veikst og að verðbólga hefði hækkað. Vextirnir verða því áfram 5,25 prósent. Sérfræðingar höfðu búist við því að þetta yrði niðurstaðan. Stýrivextirnir stjórna vöxtum á millibankalánum í Bandaríkjunum. Þetta var sjötta skiptið í röð sem Seðlabankinn hvorki hækkar né lækkar stýrivextina. Engu að síður telja menn meiri líkur á því að stýrivextir verði hækkaðir í framtíðinni þar sem Seðlabankinn bandaríski virðist hafa meiri áhyggjur af verðbólgu en slælegri frammistöðu hagkerfisins. Alan Greenspan, fyrrum seðlabankastjóri Bandaríkjanna, hefur lýst því yfir að hann telji um þriðjungslíkur á því að kreppa hefjist í Bandaríkjunum á þessu ári. Venjulega myndi Seðlabankinn bregðast við hægum hagvexti og fréttum um hugsanlega kreppu með því að lækka stýrivexti en þar sem verðbólga hefur aukist hraðar en gert var ráð fyrir hefur bankinn ákveðið að halda stýrivöxtum í sama horfi.
Erlent Fréttir Mest lesið Félögin þeirra högnuðust mest Viðskipti innlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Viðskipti innlent Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Viðskipti innlent Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Viðskipti innlent Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Viðskipti innlent Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Viðskipti innlent Spilavinir í vinnunni: Efla samskipti, samvinnu og hrista saman hópinn Atvinnulíf Auglýstu vörur á verði sem ekki stóð neytendum til boða Neytendur 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira