Sala hjá bandarísku lágvöruverslanakeðjunni Wal-Mart var nokkuð undir væntingum greiningaraðila í Bandaríkjunum í síðasta mánuði. Þá var afkoman minni en fyrirtækið sjálft gerði ráð fyrir. Stjórn fyrirtækisins kennir veðurfari um dræma sölu enda dróst sala á fötum og húsbúnaði nokkuð saman á milli mánaða.
Greinendur höfðu gert ráð fyrir 1,7 prósenta veltuaukningu á milli mánaða. Stjórn Wal-Mart, sem er stærsta verslanakeðja í heimi, gerði hins vegar ráð fyrir vexti upp á eitt til tvö prósent. Raunin var hins vegar sú að söluaukning nam einungis 0,9 prósentum.