Veikir þingið Þorsteinn Pálsson skrifar 20. október 2007 02:00 Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorsteinn Pálsson Mest lesið Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Meira um íslenskan her skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Huldufyrirtæki og huldusögur Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir til forystu Hópur Sjálfstæðismanna skrifar Skoðun Háskóladagurinn og föðurlausir drengir Margrét Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vandi Háskóla Íslands og lausnir – III – Fjármögnun háskóla Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Loðnukreppan: Fleiri hvalir þýða meiri fiskur Micah Garen skrifar Skoðun Tölum um það sem skiptir máli Flosi Eiríksson skrifar Skoðun Hvernig borg verður til Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Vill ríkisstjórnin vernda vatnið okkar? Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tækifærin felast í hjúkrunarfræðingum Helga Rósa Másdóttir skrifar Skoðun Ert þú ung kona á leiðinni á landsfund? Hópur ungra Sjálfstæðiskvenna skrifar Skoðun Dagur sjaldgæfra sjúkdóma 2025 Alice Viktoría Kent skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn – Breiðfylking framtíðar Sigvaldi H. Ragnarsson skrifar Skoðun Guðrún Hafsteins nýr leiðtogi - Sameinandi afl Jóna Lárusdóttir skrifar Skoðun Látum verkin tala Sigríður María Björnsdóttir Fortescue skrifar Skoðun Guðrún Hafsteinsdóttir, leiðtogi með sterka framtíðarsýn Jón Ólafur Halldórsson skrifar Skoðun Sannanir í dómsmáli? Rithandarrannsóknir, seinni grein Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Glötuðu tækifærin Guðmundur Ragnarsson skrifar Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar Skoðun Ísland á tímamótum – Við skulum leiða gervigreindaröldina! Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hvað eru Innri þróunarmarkmið? Þuríður Helga Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hagur okkar allra Steinþór Logi Arnarsson skrifar Skoðun Áskoranir næstu áratuga kalla á fjármögnun rannsókna Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Ég styð Guðrúnu Hafsteinsdóttur sem formann – en hvers vegna? Karl Guðmundsson skrifar Skoðun Smíðar eru nauðsyn Einar Sverrisson skrifar Skoðun Nýsköpunarlandið Elías Larsen skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Móse og boðorðin 10 Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sérfræðingarnir Sölvi Tryggvason skrifar Sjá meira
Tvö frumvörp þingmanna til breytinga á stjórnarskránni hafa verið lögð fram. Bæði fela þau í sér að ráðherrar skuli ekki gegna þingmennsku. Yfirlýst markmið með þeim er að koma fram hugmyndum um aðskilnað löggjafar- og framkvæmdavalds og styrkja þingið. Annað frumvarpið gerir ráð fyrir að ráðherrar setjist á þingmannabekk að nýju láti þeir af ráðherraembætti. Hitt mælir svo fyrir að þeir afsali sér þingsæti í eitt skipti fyrir öll. Í báðum tilvikum taka varamenn ráðherranna sæti á Alþingi með atkvæðisrétti en ráðherrarnir hafa þar fullt málfrelsi og tillögurétt. Í reynd fá þeir atkvæðagreiðslufrí. En er það svo í raun og veru að breyting af þessu tagi feli í sér aðskilnað framkvæmdavaldsins frá löggjafarvaldinu? Með gildum rökum er ekki unnt að halda því fram. Styrkir slík breyting með einhverjum hætti þingið gagnvart framkvæmdavaldinu? Það verður ekki séð. Þvert á móti. Stjórnskipun Íslands byggir á þrískiptingu ríkisvaldsins í löggjafarvald, framkvæmdavald og dómsvald. Af þingræðisreglunni leiðir hins vegar að hreinn aðskilnaður er ekki á milli löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Ríkisstjórnir sækja vald sitt til Alþingis. Þær geta ekki setið eða aðhafst nokkuð í andstöðu við vilja þingsins. Meðan þingræðisreglan gildir er einfaldlega ekki unnt að tala um aðskilnað löggjafarvalds og framkvæmdavalds. Að formi til eru ríkisstjórnir háðar vilja Alþingis. Í reynd eru það þó þær sem ráða mestu um gang mála. Ekkert breytist í þessu gagnvirka sambandi þó að ráðherrarnir fari í atkvæðagreiðslufrí og taki inn varamenn. Eigi ráðherrarnir kost á að taka inn varamenn fjölgar málflytjendum ríkistjórnarflokka á Alþingi sem nemur fjölda ráðherranna. Svo einfalt er það. Við núverandi aðstæður myndi liðsauki ríkisstjórnarflokkanna í málflutningi samsvara 60% af þingliði stjórnarandstöðunnar. Það er ekki lítið. Öllum má vera ljóst að þessi skipan mála myndi leiða til þess eins að styrkja til mikilla muna aðstöðu ríkisstjórnarflokka í þinginu og auka yfirburði þeirra í þingstörfum. Til viðbótar myndi þetta atkvæðagreiðslufrí auka makræði þeirra ráðherra sem hafa of lítið að gera í of smáum ráðuneytum. Aukheldur væri þetta til hagræðis fyrir litla ríkisstjórnarflokka sem fá hlutfallslega mun fleiri ráðherra en nemur þingstyrk þeirra og geta ekki mannað þingnefndir af þeim sökum. Ef menn eru að hugsa um réttlæti og stöðu þingsins við slíkar aðstæður væri nær að auka vægi annarra flokka í þingnefndum. Satt best að segja standa ýmis rök til þess að styrkja stöðu þingsins. Í reynd þýðir það að styrkja stöðu stjórnarandstöðunnar til þess að gegna stjórnskipulegu hlutverki gagnrýni og aðhalds gagnvart framkvæmdavaldinu. En ljóst er að það gerist ekki með því að fjölga talsmönnum stjórnarflokkanna. Við lýðveldisstofnunina og stöku sinnum síðan hefur þeim hugmyndum verið hreyft að afnema þingræðisregluna með því að kjósa ríkisstjórn beint í almennum kosningum. Ýmis rök má færa fram fyrir þeirri skipan mála. Eigi að síður hafa þær hugmyndir aldrei náð umtalsverðu fylgi. Vera má að þung norræn hefð fyrir þingræðisreglunni hafi ráðið miklu þar um.
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Skoðun Björn Þorsteinsson er gefandi og gagnrýninn stjórnandi fyrir öflugan Háskóla Íslands Nanna Hlín Halldórsdóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Hnignun samgangna og áhrif á ferðaþjónustu og atvinnulíf Sverrir Fannberg Júliusson skrifar
En hvað með mig kórinn: Eiga kennarar að vera lægsti samnefnari launaþróunar Davíð Már Sigurðsson Skoðun