Aðstaða hælisleitenda á Íslandi Toshiki Toma skrifar 21. júní 2007 04:00 Í gær, 20. júní var alþjóðadagur flóttamanna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auðvelt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykjanesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæstir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækjendur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælisleitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, tilgangur hvers dags o.fl.), aðstæður gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfirvalda. Tökum dæmi: Þótt reglugerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendingastofnun, þá virðist vera brotalöm á framkvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleitenda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlendingastofnun þá bent á þessi vandkvæði en samt hafa engar úrbætur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu". Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýnist ástæðan sem veldur „glatkistu-einkennamynstrinu" vera sú staðreynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í umfjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslunarstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir málefnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að almenningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenningur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu samkomulagi um réttindi flóttamanna og hælisleitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Í gær, 20. júní var alþjóðadagur flóttamanna. Ég er reglulega í sambandi við hælisleitendur hér á landi. Um 15-25 manns að meðaltali, sem leita hælis á Íslandi, búa í Reykjanesbæ. Það er ekki mikill fjöldi manna en alls sóttu 38 um hæli á Íslandi í fyrra. Að fá leyfi til þess að búa hér er ekki auðvelt. Umsókn um hæli fer í gegnum ítarlega rannsókn sem tekur langan tíma. Sumir af þeim hælisleitendum sem nú búa í Reykjanesbæ hafa þegar beðið eftir viðbrögðum dómsmálayfirvaldanna í eitt til tvö ár. Fæstir hælisleitendanna eru með atvinnuleyfi og þurfa því að drepa tímann liðlangan daginn, alla daga. Að sjálfsögðu er eftirsóknarvert og nauðsynlegt að hælisumsókn verði afgreidd án tafar og að umsækjendur fái sanngjarnan úrskurð. En í rauninni virðist vera þörf fyrir ýmsar úrbætur í aðstæðum hælisleitenda. Þær varða t.d. aðstæður þeirra á meðan á biðtíma stendur (vinna, menntun, heilsugæsla, tilgangur hvers dags o.fl.), aðstæður gistiheimilis og samskipti milli umsækjenda og viðkomandi yfirvalda. Tökum dæmi: Þótt reglugerðir kveði á um að hælisleitendur skuli fá staðfestingu skráningar hjá Útlendingastofnun, þá virðist vera brotalöm á framkvæmdinni og fólkið hefur ekki skilríki sem sanna nafn þess og lagalega stöðu hérlendis. Fyrir einu og hálfu ári lenti einn hælisleitenda í bílslysi og þar sem hann var ekki með skilríki urðu nokkur vandræði. Var Útlendingastofnun þá bent á þessi vandkvæði en samt hafa engar úrbætur orðið. Svarið er alltaf „málið er í vinnslu". Málið er raunar í glatkistu. Hver er ástæða þess? Nú ætla ég að vera diplómatískur og vil ekki saka neinn af viðkomandi aðilum fyrir vanrækslu eða tillitsleysi. Mér sýnist ástæðan sem veldur „glatkistu-einkennamynstrinu" vera sú staðreynd að málefni hælisleitenda eru geymd í skugga samfélagsins og falin fyrir augum almennings. Auk þess kynnast margir málum hælisleitenda aðeins í umfjöllun dagblaða sem oft eru í hneykslunarstíl. Slíkt er ekki bara skaðlegt fyrir málefnið, heldur ýtir því lengra inn í skuggann. Þannig eru hælismál sett neðar en önnur mál sem bíða úrbóta og njóta ekki forgangs. Mér finnst afar nauðsynlegt og sanngjarnt að almenningur fái að þekkja hælismálin og axla ábyrgð sína. Hælisleitendur hafa engan þrýstihóp að baki sér. Það hlutverk verður því almenningur að taka að sér. Í þessu samhengi er ég með tillögu. Ég vil hvetja alla alþingismenn til að fara í heimsókn til hælisleitenda í Reykjanesbæ og hitta fólkið og hlusta á það. Ég vil hvetja þingmennina til að kynnast málum hælisleitenda frá fyrstu hendi í staðinn fyrir að fá upplýsingar gegnum þriðja aðila. Íslenska ríkið er aðili að alþjóðlegu samkomulagi um réttindi flóttamanna og hælisleitenda. Mér finnst ekki svo slæmt að eyða nokkrum klukkustundum í að skoða hvernig ástandið raunverulega er. Höfundur er prestur innflytjenda.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun