Ráðalaus sjávarútvegsráðherra Sigurjón Þórðarson skrifar 15. júní 2007 06:00 Einar Kristinn Guðfinnsson var um árabil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins en stjórnandi. Á vordögum fengu landsmenn enn eina staðfestingu á því að kvótakerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er að landsmenn skuli veiða einungis þriðjung þess þorskafla sem fiskaðist að jafnaði fyrir daga kvótakerfisins. Viðbrögð ráðherra við niðurskurðartillögum Hafró voru að fara vel yfir stöðu mála og leita víðtæks samráðs og gaumgæfa hvernig taka skuli á málum. Sjávarútvegsráðherra minntist einnig á að hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera sérstaka úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu. Það þarf ekki skýrslur frá Hagfræðistofnun til að sýna fram á að því færri þorskar sem berast á land þeim mun minni tekjur verða af sjávarútvegi. Deilt er um hvort ráðgjöf Hafró um niðurskurð á afla sé til þess fallin að byggja upp stofninn. Við sem höfum gagnrýnt það höfum bent á að einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki og þess vegna ekki til nokkurs að vernda fisk sem ekki er að vaxa að ráði. Það er ekki heldur hægt að sjá beint orsakasamhengi á milli stórs hrygningarstofns og mikillar nýliðunar. Á þetta hafa fjölmargir bent, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Skýrsla ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, frá árinu 2006 greinir frá nýlegum merkingaverkefnum sem sýna svart á hvítu að veiði úr þorskstofninum við Ísland er margfalt minni en stofnlíkan Hafró gefur til kynna. Það er grafalvarlegt að sjávarútvegsráðherra hefur ekki haft fyrir því að fara yfir gagnrýni málsmetandi fiskifræðinga, s.s. Jóns Kristjánssonar, á núverandi líffræðilegar forsendur kvótakerfisins þrátt fyrir fagurgala um að nú eigi að leita samráðs. Með fullri virðingu fyrir Hagfræðistofnun og þeim góðu störfum sem þar eru unnin hlýtur að vera nærtækara að fela Líffræðistofnun Háskólans að fara yfir forsendur á því hvort minnkað veiðihlutfall sé líklegt til þess að auka nýliðun. Íslendingar hljóta að gera þá kröfu til ráðherra að hann fari yfir öll rök í málinu og leiti sérstaklega svara hjá sérfræðingi sem hefur verið fenginn til ráðgjafar hjá Færeyingum með mjög góðum árangri. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Einar Kristinn Guðfinnsson var um árabil mjög gagnrýninn á kvótakerfið en eftir að hann gerðist ráðherra hefur hann miklu frekar orðið þræll kvótakerfisins en stjórnandi. Á vordögum fengu landsmenn enn eina staðfestingu á því að kvótakerfið hefur mistekist. Ráðgjöf Hafró er að landsmenn skuli veiða einungis þriðjung þess þorskafla sem fiskaðist að jafnaði fyrir daga kvótakerfisins. Viðbrögð ráðherra við niðurskurðartillögum Hafró voru að fara vel yfir stöðu mála og leita víðtæks samráðs og gaumgæfa hvernig taka skuli á málum. Sjávarútvegsráðherra minntist einnig á að hann hefði falið Hagfræðistofnun Háskóla Íslands að gera sérstaka úttekt á þjóðhagslegum áhrifum af breyttri aflareglu. Það þarf ekki skýrslur frá Hagfræðistofnun til að sýna fram á að því færri þorskar sem berast á land þeim mun minni tekjur verða af sjávarútvegi. Deilt er um hvort ráðgjöf Hafró um niðurskurð á afla sé til þess fallin að byggja upp stofninn. Við sem höfum gagnrýnt það höfum bent á að einstaklingsvöxtur er í sögulegu lágmarki og þess vegna ekki til nokkurs að vernda fisk sem ekki er að vaxa að ráði. Það er ekki heldur hægt að sjá beint orsakasamhengi á milli stórs hrygningarstofns og mikillar nýliðunar. Á þetta hafa fjölmargir bent, s.s. Rögnvaldur Hannesson fiskihagfræðingur. Skýrsla ICES, Alþjóðahafrannsóknaráðsins, frá árinu 2006 greinir frá nýlegum merkingaverkefnum sem sýna svart á hvítu að veiði úr þorskstofninum við Ísland er margfalt minni en stofnlíkan Hafró gefur til kynna. Það er grafalvarlegt að sjávarútvegsráðherra hefur ekki haft fyrir því að fara yfir gagnrýni málsmetandi fiskifræðinga, s.s. Jóns Kristjánssonar, á núverandi líffræðilegar forsendur kvótakerfisins þrátt fyrir fagurgala um að nú eigi að leita samráðs. Með fullri virðingu fyrir Hagfræðistofnun og þeim góðu störfum sem þar eru unnin hlýtur að vera nærtækara að fela Líffræðistofnun Háskólans að fara yfir forsendur á því hvort minnkað veiðihlutfall sé líklegt til þess að auka nýliðun. Íslendingar hljóta að gera þá kröfu til ráðherra að hann fari yfir öll rök í málinu og leiti sérstaklega svara hjá sérfræðingi sem hefur verið fenginn til ráðgjafar hjá Færeyingum með mjög góðum árangri. Höfundur er fyrrverandi alþingismaður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun