Aðgerða er þörf á Íslandi Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 13. júní 2007 05:00 Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Sterkar vísbendingar eru um að breytingar séu að verða í íslenkri náttúru vegna hlýnunar andrúmslofts og sjávar. Frá Vestmannaeyjum berast þau tíðindi að allt stefni í að lundavarp bregðist í ár vegna þess hve lítið er af æti í sjónum. Sumir telja að krían verpi lítið og seint af sömu ástæðum. Erfitt er að staðhæfa að þessi þróun sé að verða vegna hlýnunar loftslags en engu að síður láta sérfróðir vísindamenn hafa eftir sér að sú sé líklegasta skýringin. Vísindanefnd Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) vakti nýlega athygli á því að sterkar vísbendingar væru um að breytingar væru að verða á vistkerfum í hafi vegna hlýnunar, m.a. hefðu orðið breytingar á útbreiðslu þörunga, svifs og fisktegunda. Aðrar afleiðingar sem lítið hefur verið fjallað um kunna að fylgja. Meðal þeirra eru breytingar á sýrustigi sjávar en upptaka sjávar á koltvísýringi eykst með styrki hans í lofti. Áhrif súrnunar á lífríki hafsins er dæmi um afleiðingar loftslagsbreytinga sem enn eru tiltölulega lítt þekktar, en ljóst er að súrnun er neikvæð fyrir skeldýr og tegundir sem eru háðar þeim. Vegna óvissu á þessum sviðum er ljóst að betri þekkingar er þörf. Brátt tekur til starfa á vegum umhverfisráðuneytisins vísindanefnd sem verður falið að skoða afleiðingar loftslagsbreytinga hér á landi og er stefnt að því að hún skili niðurstöðum sínum næsta vor. Sérfræðinganefnd um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda hér á landi hefur þegar verið skipuð. Þekking krefst viðbragðaÞrátt fyrir óvissu um nákvæm áhrif loftslagsbreytinga hér á landi þá ríkir engin óvissa um það að loftslagshlýnun er að eiga sér stað. Þess vegna verður að bregðast við breytingunum af krafti. Íslendingar þurfa að vera leiðandi í umræðunni á heimsvísu. Nýverið leiddi Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra umræður um loftslagsmál á fundi utanríkisráðherra Norðurlandanna. Þar var samhljóma álit manna að Norðurlöndin ættu að gegna lykilhlutverki í að raunhæf og metnaðarfull niðurstaða náist á ráðherrafundi Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna í Kaupmannahöfn árið 2009. Íslendingar geta einnig gegnt mikilvægu hlutverki á alþjóðavísu með útflutningi á íslensku hugviti á sviði endurnýjanlegrar orku og loftslagsvænnar tækni. Við höfum verið leiðandi á sviði jarðhitanýtingar og höfum t.d. rekið Jarðhitaskóla Sameinuðu þjóðanna um árabil. Einnig hafa íslensk fyrirtæki starfað að margvíslegum verkefnum á erlendri grund. Mikilvægt er að Íslendingar verði áfram í fararbroddi á þessu sviði og efli enn frekar þróunarsamvinnu og útrás íslenskra fyrirtækja á þessu sviði. Hagrænir hvatarHeima fyrir þurfum við að gæta þess að fylgja þeim skuldbindingum sem við höfum tekist á hendur með undirritun Kyoto-bókunarinnar. Við þurfum einnig að stuðla að því að olíunotkun í sjávarútvegi minnki og að einstaklingar og fyrirtæki velji sér umhverfisvænni fararmáta. Notkun olíu hefur aukist stöðugt hér á landi undanfarin ár og er nú um 900 þúsund tonn en var 700 þúsund tonn fyrir sautján árum. Af þessari olíu notar bílaflotinn mest. Sé miðað við mannfjölda þá nota Íslendingar svipað magn jarðefnaeldsneytis og aðrar þjóðir OECD-ríkjanna. Koltvísýringslosun hér á landi er því mikil þrátt fyrir hátt hlutfall endurnýjanlegrar orkugjafa. Við getum hvatt almenning til að nota umhverfisvænni ferðamáta með því að efla almenningssamgöngur. Þá er einnig mikilvægt að hygla umhverfisvænum bílum með hagrænum hvötum á kostnað þeirra sem menga meira. Það kerfi sem nú er við lýði í álögum á eldsneyti og bíla er úrelt. Því þurfum við að endurskoða álögur á eldsneyti og gjöld á bifreiðar með það fyrir augum að gera sparneytnar bifreiðar og loftslagsvænt eldsneyti ódýrara. Eins má grípa til aðgerða eins og að efla rannsóknir á sviði vistvænna farartækja og skipa, framlengja afslætti og niðurfellingu af vörugjöldum vistvænni bifreiða og halda gjöldum á vistvænu eldsneyti í lágmarki. Mikilvægt er að stjórnvöld og almenningur sameinist um að leggja lóð á vogarskálarnar til að hægja á loftslagsbreytingum. Höfundur er umhverfisráðherra.
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun