Mannréttindi eiga að vera kosningamál Toshiki Toma skrifar 4. maí 2007 06:00 Áherslumál í kosningum eru að sjálfsögðu þeir punktar sem hver flokkur telur mikilvæga og tímabært að ræða í kosningabaráttunni. En sum málefni verða sjaldan áherslumál í kosningum, þótt menn telji þau mikilvæg. Slík mál eru t.d. mannréttindamál, friðarmál, flóttamannamál eða jafnréttismál minnihlutahópa í samfélaginu. Þetta er kannski vegna þess að beinir hagsmunaaðilar málaflokkanna eru ekki margir og stjórnmálaflokkarnir einblína á stærri markað, s.s. almenna kjósendur. Þetta þýðir alls ekki að mannréttindamál eða jafnréttismál minnihlutahópa séu lítils virði eða að þau eigi ekki erindi við meirihlutann, því mannréttindahugtakið er jú grundvöllurinn að uppbyggingu nútíma samfélags og án þeirra mun samfélagið fara villur vegar. Ég tel því mikilvægt og nauðsynlegt að kosningastefna og áherslumál í kosningum almennt endurspegli mannréttindahugsjónina og tillitssemi við minnihlutahópa í samfélaginu, þótt þau atriði birtist ekki á beinan og skýran hátt. Ef maður getur ekki séð nein merki um mannréttindahugsjónina í tiltekinni stefnu, verður að álykta sem svo að viðkomandi stefna hafi verið búin til fyrir tiltekin hagsmunahóp sem er annaðhvort í valdastöðu eða meirihluta. Nú langar mig til að vitna í stefnu VG um innflytjendamál sem dæmi. Nefnd Evrópuráðs gegn kynþáttafordómum og mismunun (ECRI) er eins konar „vakt“ um mannréttindamál. Hún birti skýrslu sína í febrúar sl., en í henni eru ábendingar um stöðu Íslands í mannréttindamálum innflytjenda ásamt tilmælum til úrbóta, t.d. að tryggja og efla starfsemi frjálsra mannréttindasamtaka að setja raunhæf lög gegn kynþáttafordómum og mismunun, að breyta reglum um tímabundin atvinnuleyfi sem nú eru bundin við atvinnurekendur, að tryggja réttindi erlendra kvenna og barna, að endurskoða 24 ára reglu í lögum um útlendinga, að hvetja innflytjendur til að taka þátt í kosningum. Það eru fleiri áhugaverð atriði í skýrslunni sem ekki verða talin hér. Málið er að næstum allar ábendingar ECRI og tilmæli til úrbóta sjást í stefnu VG. Ekki vegna þess að VG hafi haft skýrslu ECRI til hliðsjónar, heldur reyndist flokkurinn einfaldlega deila hugmyndafræði ECRI. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG t.d. í innflytjendamálum sé stefna sem byggir á mannréttindum. Að lokum vil ég biðja lesendur um að muna að við lifum ekki á miðöldum, þegar mismunandi lög giltu fyrir ólíka samfélagshópa. Hér eru bara ein lög og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim. En sú staðreynd að hér séu ein lög þýðir ekki að „framkvæmd laganna“ sé ekki mismunandi eftir því hvort um mann í valdastöðu er að ræða eða alþýðumann. Framkvæmd laganna er líka mikilvæg fyrir mannréttindi okkar. Hugsum málið og kjósum viturlega!Höfundur er stjórnmálafræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Toshiki Toma Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Skoðun Báknið burt - hvaða bákn? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Íþróttir fyrir öll börn! Gunnhildur Jakobsdóttir ,Kolbrún Kristínardóttir skrifar Sjá meira
Áherslumál í kosningum eru að sjálfsögðu þeir punktar sem hver flokkur telur mikilvæga og tímabært að ræða í kosningabaráttunni. En sum málefni verða sjaldan áherslumál í kosningum, þótt menn telji þau mikilvæg. Slík mál eru t.d. mannréttindamál, friðarmál, flóttamannamál eða jafnréttismál minnihlutahópa í samfélaginu. Þetta er kannski vegna þess að beinir hagsmunaaðilar málaflokkanna eru ekki margir og stjórnmálaflokkarnir einblína á stærri markað, s.s. almenna kjósendur. Þetta þýðir alls ekki að mannréttindamál eða jafnréttismál minnihlutahópa séu lítils virði eða að þau eigi ekki erindi við meirihlutann, því mannréttindahugtakið er jú grundvöllurinn að uppbyggingu nútíma samfélags og án þeirra mun samfélagið fara villur vegar. Ég tel því mikilvægt og nauðsynlegt að kosningastefna og áherslumál í kosningum almennt endurspegli mannréttindahugsjónina og tillitssemi við minnihlutahópa í samfélaginu, þótt þau atriði birtist ekki á beinan og skýran hátt. Ef maður getur ekki séð nein merki um mannréttindahugsjónina í tiltekinni stefnu, verður að álykta sem svo að viðkomandi stefna hafi verið búin til fyrir tiltekin hagsmunahóp sem er annaðhvort í valdastöðu eða meirihluta. Nú langar mig til að vitna í stefnu VG um innflytjendamál sem dæmi. Nefnd Evrópuráðs gegn kynþáttafordómum og mismunun (ECRI) er eins konar „vakt“ um mannréttindamál. Hún birti skýrslu sína í febrúar sl., en í henni eru ábendingar um stöðu Íslands í mannréttindamálum innflytjenda ásamt tilmælum til úrbóta, t.d. að tryggja og efla starfsemi frjálsra mannréttindasamtaka að setja raunhæf lög gegn kynþáttafordómum og mismunun, að breyta reglum um tímabundin atvinnuleyfi sem nú eru bundin við atvinnurekendur, að tryggja réttindi erlendra kvenna og barna, að endurskoða 24 ára reglu í lögum um útlendinga, að hvetja innflytjendur til að taka þátt í kosningum. Það eru fleiri áhugaverð atriði í skýrslunni sem ekki verða talin hér. Málið er að næstum allar ábendingar ECRI og tilmæli til úrbóta sjást í stefnu VG. Ekki vegna þess að VG hafi haft skýrslu ECRI til hliðsjónar, heldur reyndist flokkurinn einfaldlega deila hugmyndafræði ECRI. Þess vegna leyfi ég mér að fullyrða að stefna VG t.d. í innflytjendamálum sé stefna sem byggir á mannréttindum. Að lokum vil ég biðja lesendur um að muna að við lifum ekki á miðöldum, þegar mismunandi lög giltu fyrir ólíka samfélagshópa. Hér eru bara ein lög og allir eiga að vera jafnir fyrir þeim. En sú staðreynd að hér séu ein lög þýðir ekki að „framkvæmd laganna“ sé ekki mismunandi eftir því hvort um mann í valdastöðu er að ræða eða alþýðumann. Framkvæmd laganna er líka mikilvæg fyrir mannréttindi okkar. Hugsum málið og kjósum viturlega!Höfundur er stjórnmálafræðingur.
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar