Samfylking vill stóriðjuhlé Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar 19. mars 2007 00:01 Þegar Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu í íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík hafa þeir í hendi sér valdið til þess að stöðva stækkunaráform Alcans. Það gera þeir með því að merkja nei við tillögu að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þreföldun álversins. Velji fólk að samþykkja skipulagstillöguna þá verður gert ráð fyrir stækkuninni í Straumsvík í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Nýtt deiliskipulag er hins vegar ekki endanleg ávísun á stækkun. Þá á eftir að taka afstöðu til orkuöflunar, þjóðhagslegra áhrifa og fleiri þátta. Sú staðreynd vill gleymast í umræðunni um íbúakosninguna í Hafnarfirði.Vald og vilji fólksins Það er í senn lofsvert og til eftirbreytni að bæjarstjórnin í Hafnarfirði skuli hafa ákveðið að setja ákvörðun um skipulag sem rúmar stækkað álver í hendur bæjarbúa. Með því stígur Samfylkingin í Hafnarfirði stórt skref í átt til aukins íbúalýðræðis hér á landi. Ég er sannfærð um að krafan um íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um stór og brýn mál mun hljóma oftar og hærra hér á landi í náinni framtíð. Samfylkingin hefur frá upphafi barist fyrir auknum heimildum til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.Verndum fyrst – virkjum svo Fagra Ísland er yfirskrift stefnumótunar Samfylkingarinnar í umhverfis- og náttúruvernd. Þar er gert ráð fyrir því að Íslendingar geri stóriðjuhlé og nýti tímann til þess að kortleggja náttúru Íslands með tilliti til þess hvaða verðmætu svæði við viljum vernda og jafnframt hvaða svæði við teljum óhætt að nýta með öðrum hætti. Svo að þetta sé framkvæmanlegt þarf að taka leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar á orkukostum úr höndum iðnaðarráðherra og færa þær aftur til Alþingis. Aðeins þannig er hægt að fá yfirsýn yfir þá kosti sem okkur bjóðast, forgangsraða þeim og vernda þá eða nýta til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það er mikilvægt að Hafnfirðingum sé stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum skýr þegar þeir ganga að kjörborði 31. mars nk. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórunn Sveinbjarnardóttir Mest lesið Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun Stingum af Einar Guðnason Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen Skoðun Skoðun Skoðun Netverslun með áfengi og velferð barna okkar Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Við gerum það sem við sögðumst ætla að gera Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Stingum af Einar Guðnason skrifar Skoðun Guðbjörg verður áfram gul Reynir Traustason skrifar Skoðun Kvennaár og hvað svo? Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Hinir „hræðilegu“ popúlistaflokkar Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í mikilli sókn Orri Björnsson skrifar Skoðun Jólapartýi aflýst Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Umbúðir, innihald og hægfara tilfærsla kirkjunnar Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar Skoðun Verðmæti dýra fyrir jörðina er ekki mælanlegt í krónum Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Staða eldri borgara á Íslandi í árslok 2025 Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Landhelgisgæslan er óábyrg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Nýtt ár, nýr veruleiki, nýtt samtal Kristinn Árni Hróbjartsson skrifar Skoðun Kolefnissporið mitt Jón Fannar Árnason skrifar Skoðun Fullkomlega afgreitt þjóðaratkvæði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Á atvinnuvegaráðherra von á kraftaverki? Björn Ólafsson skrifar Skoðun ESB: Penninn og sverðið, aðgangur og yfirráð Helgi Hrafn Gunnarsson skrifar Skoðun Aftur um Fjarðarheiðargöng Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Hitamál - Saga loftslagsins Höskuldur Búi Jónsson skrifar Skoðun Von, hugrekki og virðing við lok lífs Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hverjum þjónar kerfið? Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Vínsalarnir og vitorðsmenn þeirra Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun RÚV: Þú skalt ekki önnur útvörp hafa! Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Áramótaannáll 2025 Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Vonin sem sneri ekki aftur Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Sjá meira
Þegar Hafnfirðingar ganga að kjörborðinu í íbúakosningu um stækkun álversins í Straumsvík hafa þeir í hendi sér valdið til þess að stöðva stækkunaráform Alcans. Það gera þeir með því að merkja nei við tillögu að nýju deiliskipulagi sem gerir ráð fyrir þreföldun álversins. Velji fólk að samþykkja skipulagstillöguna þá verður gert ráð fyrir stækkuninni í Straumsvík í skipulagi Hafnarfjarðarbæjar. Nýtt deiliskipulag er hins vegar ekki endanleg ávísun á stækkun. Þá á eftir að taka afstöðu til orkuöflunar, þjóðhagslegra áhrifa og fleiri þátta. Sú staðreynd vill gleymast í umræðunni um íbúakosninguna í Hafnarfirði.Vald og vilji fólksins Það er í senn lofsvert og til eftirbreytni að bæjarstjórnin í Hafnarfirði skuli hafa ákveðið að setja ákvörðun um skipulag sem rúmar stækkað álver í hendur bæjarbúa. Með því stígur Samfylkingin í Hafnarfirði stórt skref í átt til aukins íbúalýðræðis hér á landi. Ég er sannfærð um að krafan um íbúakosningar og þjóðaratkvæðagreiðslur um stór og brýn mál mun hljóma oftar og hærra hér á landi í náinni framtíð. Samfylkingin hefur frá upphafi barist fyrir auknum heimildum til þess að krefjast þjóðaratkvæðagreiðslu undir forystu Jóhönnu Sigurðardóttur.Verndum fyrst – virkjum svo Fagra Ísland er yfirskrift stefnumótunar Samfylkingarinnar í umhverfis- og náttúruvernd. Þar er gert ráð fyrir því að Íslendingar geri stóriðjuhlé og nýti tímann til þess að kortleggja náttúru Íslands með tilliti til þess hvaða verðmætu svæði við viljum vernda og jafnframt hvaða svæði við teljum óhætt að nýta með öðrum hætti. Svo að þetta sé framkvæmanlegt þarf að taka leyfisveitingar til rannsókna og nýtingar á orkukostum úr höndum iðnaðarráðherra og færa þær aftur til Alþingis. Aðeins þannig er hægt að fá yfirsýn yfir þá kosti sem okkur bjóðast, forgangsraða þeim og vernda þá eða nýta til hagsbóta fyrir alla landsmenn. Það er mikilvægt að Hafnfirðingum sé stefna Samfylkingarinnar í umhverfismálum skýr þegar þeir ganga að kjörborði 31. mars nk. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar í Suðvesturkjördæmi.
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun
Skoðun Hættuleg þöggunarpólitík: Hvernig hræðsla og sundrung skaða framtíð Íslands Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson skrifar
Skoðun Þegar kerfið grípur of seint inn: Um börn og unglinga í vanda, úrræðaleysi og mikilvægi snemmtækrar íhlutunar Kristín Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Viðskilnaður Breta við ESB: Sársauki, frelsi og veðmálið um framtíðina Eggert Sigurbergsson skrifar
Jólareglugerð heilbrigðisráðherra veldur usla Alma Ýr Ingólfsdóttir,Telma Sigtryggsdóttir,Vilhjálmur Hjálmarsson Skoðun