Hugmyndafræðin skynseminni yfirsterkari 9. mars 2007 05:00 Sigurjón Þórðarson skrifar - Það er ætíð áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn fylgja einhverri hugmyndafræði í blindni burtséð frá því hvað bitur reynsla og skynsemi segir. Síðasta öld geymir því miður alltof mörg dæmi um mikla stjórnmálaleiðtoga sem leiddu þjóðir í hörmungar og fjötra vegna einstefnulegs hugmyndafræðilegs rétttrúnaðar. Heilu samfélögin voru undirlögð og látin snúast í kringum rétttrúnaðinn, hvort sem það voru listir eða vísindi þeirra tíma. Gott dæmi um undirspil vafasamra vísinda og einstrengingslegrar hugmyndafræði er hvernig líffræðikenningar sovéska líffræðingsins Trofim Lysenko óðu uppi í samfélagi kommúnista og rústuðu lífsafkomu bænda. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, birti grein á sunnudaginn var, 4. mars, þar sem skýrt kemur fram sú skoðun að séreignarréttur á nýtingu náttúruauðlinda og þar með talið fiskistofna sé einhver grunnforsenda þess að vel takist að nýta fiskveiðiauðlindina með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessu er slegið fram og einungis vitnað í einhverja hugmyndafræði en ekki neina reynslu íslensku þjóðarinnar sem hefur búið við meint draumakerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem aðgangur að auðlindinni hefur verið leigður og seldur eins og um hverja aðra séreign væri að ræða. Það er auðvitað ekki tilviljun að Illugi Gunnarsson sem fylgir hugmyndafræðilegri stefnu í blindni nefnir ekki nein dæmi fullyrðingum sínum til stuðnings þar sem reynsla Íslendinga af draumakerfinu er mjög bitur. Það hefur ekkert gengið með meinta uppbyggingu þorskstofnsins sem hvílir á mjög vafasamri líffræði svo ekki sé meira sagt. Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins en samt sem áður vill helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérfræðingur Hafró meina að óbreytt stefna gæti aukið líkur á að þorskstofninn við Ísland dæi út. Ég þarf vart að taka það fram að ég er langt frá því að vera sammála þessu mati. Stærstu og öflugustu fyrirtækin, s.s. Grandi, eru metin verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ótal sameiningar og meinta hagræðingu. Á síðasta áratug hafa skuldir útvegsins þrefaldast, og nálgast nú óðfluga 300 milljarða. Skuldaaukningin er ekki tilkomin vegna fjárfestinga í greininni heldur hafa milljarðar runnið út úr sjávarútveginum í stríðum straumi bæði vegna sölu og leigu aflaheimilda. Sú upphæð sem runnið hefur út úr greininni svarar til a.m.k. tveggja Kárahnjúkastíflna. Þetta gerist á sama tíma og tekjur greinarinnar hafa nánast staðið í stað í krónum talið. Sjávarútvegurinn er nú veikari en áður þar sem fyrirtækin eru skuldug og kemur það berlega fram í kjörum sjómanna, og fiskvinnslufólks sömuleiðis því að engir kjarasamningar gilda um sjómenn sem sækja sjó á minnstu bátunum. Einna verst er þó að kerfið kemur nánast algerlega í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi og getur það seint talist vænlegt fyrir framþróun atvinnuvegar að honum berist ekki nýtt og ferskt blóð. Íslenska kvótakerfið er misheppnuð tilraun sem komið hefur verið á á grundvelli hag- og hugmyndafræði sem Illugi Gunnarsson kynnti í áðurnefndri grein. Það gengur mögulega upp ef horft er á það eingöngu út frá lagatæknilegum og stjórnsýslulegum sjónarhóli en er að sama skapi algerlega misheppnað stjórntæki til þess að stýra fiskveiðum á ólíkum veiðisvæðum. Það verður ekki meira af fiski á Vestfjarðamiðum þó svo að handfæraveiðum verði hætt í Eyjafirði eða á Austfjörðum um aldur og ævi. Kerfið særir einnig réttlætiskennd Íslendinga og hefur kippt fótunum undan sjávarbyggðum landsins hringinn í kringum landið. Hugmyndafræðin um að einhver einkaeign náttúruauðlinda þjóða sé frumforsenda fyrir hagkvæmri nýtingu er mögulega barnaleg óskhyggja og ýkjur. Norðmönnum hefur gengið afskaplega vel að nýta olíuauð þjóðarinnar til þess að byggja upp norskt samfélag og ekki veit ég til þess að Norðmönnum hafi dottið í hug að gefa olíulindirnar til þess að þær nýttust sem best en eflaust hefði Illugi farið þannig að í blindri trú á sínar kennisetningar. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Til þess er Frjálslynda flokknum best treyst-andi en hann hefur verið í fararbroddi skynsamlegrar og ábyrgrar stefnu í fiskveiðistjórn sem tryggir hag almennings en ekki sérhagsmuna. Höfundur er alþingismaður. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Húsnæðisbrask: Meiri gróði en í fíkniefnaviðskiptum? Yngvi Ómar Sighvatsson skrifar Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar Skoðun Aðeins það sem er þægilegt, takk Hjördís Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sama tóbakið Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lögheimili á landsbyggðinni Bragi Þór Thoroddsen skrifar Skoðun Enn af umræðunni um dánaraðstoð Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Hefur sala á rafbílum hrunið? Jón Ásgeir Haukdal Þorvaldsson skrifar Skoðun Rasismi á Íslandi Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Vandræðagangur í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Martin Swift skrifar Skoðun Annars konar skoðun á hinu ósýnilega í lífi fólks Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og Bandaríkin í skugga hægri öfga Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Þú mátt nauðga ef einhver karl á internetinu leyfir þér það Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Pólitíkin þá og nú Ingibjörg Kristín Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Þar lágu Danir í því: Stórveldi eiga hagsmuni, ekki vini? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Gagnlegar símarettur Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Réttindagæsla fatlaðs fólks á valdi þekkingarleysis Jón Þorsteinn Sigurðsson skrifar Skoðun Gerviverkalýðsfélagið Efling Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áhugamönnum um hagræðingu fjölgar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar Skoðun Sorg barna - fyrstu viðbrögð barna við missi Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Með styrka hönd á stýri í eigin lífi Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hjólað inní framtíðinna Búi Bjarmar Aðalsteinsson skrifar Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Hugvíkkandi meðferðir eru fortíð okkar, nútíð og framtíð Sara María Júlíudóttir skrifar Skoðun Komdu út að „Vetrar-leika“ í Austurheiðum Reykjavíkur Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Upprætum óttann við óttann Sóley Dröfn Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Sigurjón Þórðarson skrifar - Það er ætíð áhyggjuefni þegar stjórnmálamenn fylgja einhverri hugmyndafræði í blindni burtséð frá því hvað bitur reynsla og skynsemi segir. Síðasta öld geymir því miður alltof mörg dæmi um mikla stjórnmálaleiðtoga sem leiddu þjóðir í hörmungar og fjötra vegna einstefnulegs hugmyndafræðilegs rétttrúnaðar. Heilu samfélögin voru undirlögð og látin snúast í kringum rétttrúnaðinn, hvort sem það voru listir eða vísindi þeirra tíma. Gott dæmi um undirspil vafasamra vísinda og einstrengingslegrar hugmyndafræði er hvernig líffræðikenningar sovéska líffræðingsins Trofim Lysenko óðu uppi í samfélagi kommúnista og rústuðu lífsafkomu bænda. Illugi Gunnarsson, frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, birti grein á sunnudaginn var, 4. mars, þar sem skýrt kemur fram sú skoðun að séreignarréttur á nýtingu náttúruauðlinda og þar með talið fiskistofna sé einhver grunnforsenda þess að vel takist að nýta fiskveiðiauðlindina með heildarhagsmuni þjóðarinnar að leiðarljósi. Þessu er slegið fram og einungis vitnað í einhverja hugmyndafræði en ekki neina reynslu íslensku þjóðarinnar sem hefur búið við meint draumakerfi Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks þar sem aðgangur að auðlindinni hefur verið leigður og seldur eins og um hverja aðra séreign væri að ræða. Það er auðvitað ekki tilviljun að Illugi Gunnarsson sem fylgir hugmyndafræðilegri stefnu í blindni nefnir ekki nein dæmi fullyrðingum sínum til stuðnings þar sem reynsla Íslendinga af draumakerfinu er mjög bitur. Það hefur ekkert gengið með meinta uppbyggingu þorskstofnsins sem hvílir á mjög vafasamri líffræði svo ekki sé meira sagt. Þorskveiðin nú er helmingi minni en fyrir daga kvótakerfisins en samt sem áður vill helsti ráðgjafi ríkisstjórnarinnar og sérfræðingur Hafró meina að óbreytt stefna gæti aukið líkur á að þorskstofninn við Ísland dæi út. Ég þarf vart að taka það fram að ég er langt frá því að vera sammála þessu mati. Stærstu og öflugustu fyrirtækin, s.s. Grandi, eru metin verðmætari ef þau eru brotin upp og seld í bútum þrátt fyrir að hafa farið í gegnum ótal sameiningar og meinta hagræðingu. Á síðasta áratug hafa skuldir útvegsins þrefaldast, og nálgast nú óðfluga 300 milljarða. Skuldaaukningin er ekki tilkomin vegna fjárfestinga í greininni heldur hafa milljarðar runnið út úr sjávarútveginum í stríðum straumi bæði vegna sölu og leigu aflaheimilda. Sú upphæð sem runnið hefur út úr greininni svarar til a.m.k. tveggja Kárahnjúkastíflna. Þetta gerist á sama tíma og tekjur greinarinnar hafa nánast staðið í stað í krónum talið. Sjávarútvegurinn er nú veikari en áður þar sem fyrirtækin eru skuldug og kemur það berlega fram í kjörum sjómanna, og fiskvinnslufólks sömuleiðis því að engir kjarasamningar gilda um sjómenn sem sækja sjó á minnstu bátunum. Einna verst er þó að kerfið kemur nánast algerlega í veg fyrir nýliðun í sjávarútvegi og getur það seint talist vænlegt fyrir framþróun atvinnuvegar að honum berist ekki nýtt og ferskt blóð. Íslenska kvótakerfið er misheppnuð tilraun sem komið hefur verið á á grundvelli hag- og hugmyndafræði sem Illugi Gunnarsson kynnti í áðurnefndri grein. Það gengur mögulega upp ef horft er á það eingöngu út frá lagatæknilegum og stjórnsýslulegum sjónarhóli en er að sama skapi algerlega misheppnað stjórntæki til þess að stýra fiskveiðum á ólíkum veiðisvæðum. Það verður ekki meira af fiski á Vestfjarðamiðum þó svo að handfæraveiðum verði hætt í Eyjafirði eða á Austfjörðum um aldur og ævi. Kerfið særir einnig réttlætiskennd Íslendinga og hefur kippt fótunum undan sjávarbyggðum landsins hringinn í kringum landið. Hugmyndafræðin um að einhver einkaeign náttúruauðlinda þjóða sé frumforsenda fyrir hagkvæmri nýtingu er mögulega barnaleg óskhyggja og ýkjur. Norðmönnum hefur gengið afskaplega vel að nýta olíuauð þjóðarinnar til þess að byggja upp norskt samfélag og ekki veit ég til þess að Norðmönnum hafi dottið í hug að gefa olíulindirnar til þess að þær nýttust sem best en eflaust hefði Illugi farið þannig að í blindri trú á sínar kennisetningar. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga. Til þess er Frjálslynda flokknum best treyst-andi en hann hefur verið í fararbroddi skynsamlegrar og ábyrgrar stefnu í fiskveiðistjórn sem tryggir hag almennings en ekki sérhagsmuna. Höfundur er alþingismaður. Það er gríðarlega mikilvægt að snúa sem fyrst af þeirri leið sem stjórnarflokkarnir hafa farið í nýtingu og afhendingu auðlinda og eigna Íslendinga.
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Það er þér að kenna að þú eigir ekki fyrir útborgun á íbúð Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar
Skoðun Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir skrifar
Skoðun Vaxtarhugarfar: Lykillinn að nýsköpun, vexti og vellíðan á vinnustöðum Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar
Skoðun Lýðræðið í hættu – stjórnmálaflokkar án lýðræðislegrar uppbyggingar Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skiptir stærðin máli? Litháenskir sérfræðingar á Íslandi: Eining og samstarf Inga Minelgaite skrifar
Skoðun Framsækin ríkisstjórn í umhverfis- og auðlindamálum: Nýi stjórnarsáttmálinn. Stefán Jón Hafstein skrifar
Ísland heldur áfram að afsala sér milljarðatekjum af sölu losunarheimilda Hrafnhildur Bragadóttir,Birna Sigrún Hallsdóttir Skoðun
Ögurstund í Seyðisfirði: Áskorun til nýrrar ríkisstjórnar Árni Finnsson,Benedikta Guðrún Svavarsdóttir,Elvar Örn Friðriksson,Guðrún Óskarsdóttir,Jón Kaldal,Rakel Hinriksdóttir,Snorri Hallgrímsson,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun