Fordómar prófessorsins 6. febrúar 2007 05:00 Það er greinilegt að hinn mikli fjöldi fólks sem tók virkan þátt í flokksþingi Frjálslynda flokksins hefur vakið óhug með sjálfskipuðum varðhundum umræðunnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið í fararbroddi við að ræða ýmis mál sem brenna á þjóðinni en sjálfskipaðir verðir umræðunnar hafa reynt að þagga hana niður, s.s. umræðu um útlendinga og kvótakerfið. Í fjölmiðlum hefur verið dregin upp mjög sérstök mynd af þeim nokkur hundruð Íslendingum sem tóku þátt í fundinum og samþykktu vandaða stjórnmálaáætlun flokksþingsins. Látið hefur verið að því liggja að þetta hafi verið samkoma sem hafi daðrað við hatur í garð fólks af erlendum uppruna. Það á ekki við nokkur einustu rök að styðjast og sýnir það að nauðvörn andstæðinga flokksins felst í að sverta samkomuna. Mikið hefur verið gert úr ringulreið sem skapaðist um skeið þegar stór hópur fólks streymdi til skráningar á þingið skömmu áður en kosning átti að hefjast. Morgunblaðið hefur gert mikið úr þeirri þvögu sem varð, sem starfsfólk þingsins greiddi farsællega úr þegar á leið. Og kosning fór fram eins og lög gerðu ráð fyrir. Ég vil nota tækifærið og hrósa því fólki sem vann óeigingjarnt starf á þinginu og réði fram úr ástandi sem ekki varð séð fyrir. Enginn gerði athugasemd við framkvæmd kosningarinnar nema sá frambjóðandi sem fór halloka í sjálfum kosningunum eftir að úrslit lágu fyrir og síðan komu helstu fylgismenn í kjölfarið. Frambjóðandinn sem um ræðir hafði stefnt leynt og ljóst að því að fara úr Frjálslynda flokknum ef hún næði ekki undirtökunum í flokknum. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ýmsir reyna að sverta þann fjölda fólks sem tók þátt í lýðræðislegu starfi á vegum Frjálslynda flokksins. Þó tók steininn úr þegar Baldur Þórhallsson, sem starfar sem prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og á að stunda gagnrýnin vinnubrögð, gleypti í fréttatíma RÚV við öllum rangfærslum um framkvæmd kosninganna, miklaði þær og dró síðan í framhaldinu í efa trúverðugleika Frjálslynda flokksins. Ekki veit ég til þess að prófessorinn hafi haft nokkurt samband við þá valinkunnu heiðursmenn sem sáu um framkvæmd kosninganna til þess að kynna sér málavöxtu. Ég skora hér með á Baldur Þórhallsson, prófessor í Háskóla Íslands, að setja sig í samband við kjörnefnd Frjálslynda flokksins, setja sig inn málavöxtu og vera ekki að fella dóma sem byggðir eru á litaðri fréttamennsku flokksblaðs Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Halldór 15.11.2025 Halldór Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Það er greinilegt að hinn mikli fjöldi fólks sem tók virkan þátt í flokksþingi Frjálslynda flokksins hefur vakið óhug með sjálfskipuðum varðhundum umræðunnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið í fararbroddi við að ræða ýmis mál sem brenna á þjóðinni en sjálfskipaðir verðir umræðunnar hafa reynt að þagga hana niður, s.s. umræðu um útlendinga og kvótakerfið. Í fjölmiðlum hefur verið dregin upp mjög sérstök mynd af þeim nokkur hundruð Íslendingum sem tóku þátt í fundinum og samþykktu vandaða stjórnmálaáætlun flokksþingsins. Látið hefur verið að því liggja að þetta hafi verið samkoma sem hafi daðrað við hatur í garð fólks af erlendum uppruna. Það á ekki við nokkur einustu rök að styðjast og sýnir það að nauðvörn andstæðinga flokksins felst í að sverta samkomuna. Mikið hefur verið gert úr ringulreið sem skapaðist um skeið þegar stór hópur fólks streymdi til skráningar á þingið skömmu áður en kosning átti að hefjast. Morgunblaðið hefur gert mikið úr þeirri þvögu sem varð, sem starfsfólk þingsins greiddi farsællega úr þegar á leið. Og kosning fór fram eins og lög gerðu ráð fyrir. Ég vil nota tækifærið og hrósa því fólki sem vann óeigingjarnt starf á þinginu og réði fram úr ástandi sem ekki varð séð fyrir. Enginn gerði athugasemd við framkvæmd kosningarinnar nema sá frambjóðandi sem fór halloka í sjálfum kosningunum eftir að úrslit lágu fyrir og síðan komu helstu fylgismenn í kjölfarið. Frambjóðandinn sem um ræðir hafði stefnt leynt og ljóst að því að fara úr Frjálslynda flokknum ef hún næði ekki undirtökunum í flokknum. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ýmsir reyna að sverta þann fjölda fólks sem tók þátt í lýðræðislegu starfi á vegum Frjálslynda flokksins. Þó tók steininn úr þegar Baldur Þórhallsson, sem starfar sem prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og á að stunda gagnrýnin vinnubrögð, gleypti í fréttatíma RÚV við öllum rangfærslum um framkvæmd kosninganna, miklaði þær og dró síðan í framhaldinu í efa trúverðugleika Frjálslynda flokksins. Ekki veit ég til þess að prófessorinn hafi haft nokkurt samband við þá valinkunnu heiðursmenn sem sáu um framkvæmd kosninganna til þess að kynna sér málavöxtu. Ég skora hér með á Baldur Þórhallsson, prófessor í Háskóla Íslands, að setja sig í samband við kjörnefnd Frjálslynda flokksins, setja sig inn málavöxtu og vera ekki að fella dóma sem byggðir eru á litaðri fréttamennsku flokksblaðs Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er alþingismaður.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar