Fordómar prófessorsins 6. febrúar 2007 05:00 Það er greinilegt að hinn mikli fjöldi fólks sem tók virkan þátt í flokksþingi Frjálslynda flokksins hefur vakið óhug með sjálfskipuðum varðhundum umræðunnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið í fararbroddi við að ræða ýmis mál sem brenna á þjóðinni en sjálfskipaðir verðir umræðunnar hafa reynt að þagga hana niður, s.s. umræðu um útlendinga og kvótakerfið. Í fjölmiðlum hefur verið dregin upp mjög sérstök mynd af þeim nokkur hundruð Íslendingum sem tóku þátt í fundinum og samþykktu vandaða stjórnmálaáætlun flokksþingsins. Látið hefur verið að því liggja að þetta hafi verið samkoma sem hafi daðrað við hatur í garð fólks af erlendum uppruna. Það á ekki við nokkur einustu rök að styðjast og sýnir það að nauðvörn andstæðinga flokksins felst í að sverta samkomuna. Mikið hefur verið gert úr ringulreið sem skapaðist um skeið þegar stór hópur fólks streymdi til skráningar á þingið skömmu áður en kosning átti að hefjast. Morgunblaðið hefur gert mikið úr þeirri þvögu sem varð, sem starfsfólk þingsins greiddi farsællega úr þegar á leið. Og kosning fór fram eins og lög gerðu ráð fyrir. Ég vil nota tækifærið og hrósa því fólki sem vann óeigingjarnt starf á þinginu og réði fram úr ástandi sem ekki varð séð fyrir. Enginn gerði athugasemd við framkvæmd kosningarinnar nema sá frambjóðandi sem fór halloka í sjálfum kosningunum eftir að úrslit lágu fyrir og síðan komu helstu fylgismenn í kjölfarið. Frambjóðandinn sem um ræðir hafði stefnt leynt og ljóst að því að fara úr Frjálslynda flokknum ef hún næði ekki undirtökunum í flokknum. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ýmsir reyna að sverta þann fjölda fólks sem tók þátt í lýðræðislegu starfi á vegum Frjálslynda flokksins. Þó tók steininn úr þegar Baldur Þórhallsson, sem starfar sem prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og á að stunda gagnrýnin vinnubrögð, gleypti í fréttatíma RÚV við öllum rangfærslum um framkvæmd kosninganna, miklaði þær og dró síðan í framhaldinu í efa trúverðugleika Frjálslynda flokksins. Ekki veit ég til þess að prófessorinn hafi haft nokkurt samband við þá valinkunnu heiðursmenn sem sáu um framkvæmd kosninganna til þess að kynna sér málavöxtu. Ég skora hér með á Baldur Þórhallsson, prófessor í Háskóla Íslands, að setja sig í samband við kjörnefnd Frjálslynda flokksins, setja sig inn málavöxtu og vera ekki að fella dóma sem byggðir eru á litaðri fréttamennsku flokksblaðs Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson Skoðun Skoðun Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Sjá meira
Það er greinilegt að hinn mikli fjöldi fólks sem tók virkan þátt í flokksþingi Frjálslynda flokksins hefur vakið óhug með sjálfskipuðum varðhundum umræðunnar. Frjálslyndi flokkurinn hefur verið í fararbroddi við að ræða ýmis mál sem brenna á þjóðinni en sjálfskipaðir verðir umræðunnar hafa reynt að þagga hana niður, s.s. umræðu um útlendinga og kvótakerfið. Í fjölmiðlum hefur verið dregin upp mjög sérstök mynd af þeim nokkur hundruð Íslendingum sem tóku þátt í fundinum og samþykktu vandaða stjórnmálaáætlun flokksþingsins. Látið hefur verið að því liggja að þetta hafi verið samkoma sem hafi daðrað við hatur í garð fólks af erlendum uppruna. Það á ekki við nokkur einustu rök að styðjast og sýnir það að nauðvörn andstæðinga flokksins felst í að sverta samkomuna. Mikið hefur verið gert úr ringulreið sem skapaðist um skeið þegar stór hópur fólks streymdi til skráningar á þingið skömmu áður en kosning átti að hefjast. Morgunblaðið hefur gert mikið úr þeirri þvögu sem varð, sem starfsfólk þingsins greiddi farsællega úr þegar á leið. Og kosning fór fram eins og lög gerðu ráð fyrir. Ég vil nota tækifærið og hrósa því fólki sem vann óeigingjarnt starf á þinginu og réði fram úr ástandi sem ekki varð séð fyrir. Enginn gerði athugasemd við framkvæmd kosningarinnar nema sá frambjóðandi sem fór halloka í sjálfum kosningunum eftir að úrslit lágu fyrir og síðan komu helstu fylgismenn í kjölfarið. Frambjóðandinn sem um ræðir hafði stefnt leynt og ljóst að því að fara úr Frjálslynda flokknum ef hún næði ekki undirtökunum í flokknum. Það hefur verið með ólíkindum að fylgjast með því hvernig ýmsir reyna að sverta þann fjölda fólks sem tók þátt í lýðræðislegu starfi á vegum Frjálslynda flokksins. Þó tók steininn úr þegar Baldur Þórhallsson, sem starfar sem prófessor í stjórnmálafræði við Háskóla Íslands og á að stunda gagnrýnin vinnubrögð, gleypti í fréttatíma RÚV við öllum rangfærslum um framkvæmd kosninganna, miklaði þær og dró síðan í framhaldinu í efa trúverðugleika Frjálslynda flokksins. Ekki veit ég til þess að prófessorinn hafi haft nokkurt samband við þá valinkunnu heiðursmenn sem sáu um framkvæmd kosninganna til þess að kynna sér málavöxtu. Ég skora hér með á Baldur Þórhallsson, prófessor í Háskóla Íslands, að setja sig í samband við kjörnefnd Frjálslynda flokksins, setja sig inn málavöxtu og vera ekki að fella dóma sem byggðir eru á litaðri fréttamennsku flokksblaðs Sjálfstæðisflokksins. Höfundur er alþingismaður.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun