Viðskipti erlent

Hluthafar hindra yfirtöku á Aer Lingus

Ein af vélum Ryanair.
Ein af vélum Ryanair. Mynd/AFP

Sjóður í eigu starfsmannafélags írska flugfélagsins Aer Lingus, sem á stóran hlut í flugfélaginu, hefur fellt yfirtökutilboð írska lággjaldaflugfélagsins Ryanair í félagið. Breska ríkisútvarpið segir sjóðinn geta komið í veg fyrir yfirtöku Ryanair á Aer Lingus.

Aer Lingus var að stærstum hluta í eigu írska ríkisins þar til það var einkavætt í byrjun október. Ríkið heldur eftir um 28 prósenta hlut í félaginu en sjóður starfsmannanna á rúman 12 prósenta hlut. Írska lággjaldaflugfélagið Ryanair tryggði sér 19,2 prósenta hlut í félaginu í kjölfar almenns hlutafjárútboðs og gerði í kjölfarið yfirtökutilboð í flugfélagið. Haft hefur verið eftir stjórn Ryanair að félagið líti á hlutafjáreignina sem langtímafjárfestingu þrátt fyrir fyrir að Michael O'Leary, forstjóri Rayanair, hafi þrýst á hluthafa í Aer Lingus að selja.

Yfirtökutilboðið hljóðaði upp á 1 milljarða punda eða rúmlega 130 milljarða íslenskra króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×