Viðskipti erlent

Minni væntingar vestanhafs

Væntingavísitalan mældist 92,1 stig í Bandaríkjunum í þessum mánuði. Þetta er 1,5 stiga lækkun á milli mánaða og nokkuð meiri lækkun en búist var við.

Það er háskólinn í Michigan sem mælir væntingar manna í Bandaríkjunum en hann telur ástæðurnar fyrir lækkuninni vera þær að nýbyggingum hafi fækkað auk þess sem meðalverð á fasteignum hefur lækkað.

Tölurnar þykja ekki jákvæðar fyrir Bandaríkin, sér í lagi þar sem Þakkargjörðarhátíðin er að renna í hlað vestra.

Að sögn breska ríkisútvarpsins benda niðurstöðurnar til að einkaneysla geti dregist saman í landinu um jólaleytið, en verði það raunin getur það haft talsverð áhrif á hagvöxt í landinu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×