Nasdaq gerir yfirtökutilboð í LSE í annað sinn 20. nóvember 2006 10:11 Kauphöllin í Lundúnum í Bretlandi, LSE. Mynd/AFP Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE. Nasdaq keypti fjórðungshlut í LSE fyrr á árinu en jók nýverið við hann en gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um hvorki meira né minna en 124% síðastliðið ár vegna yfirtökutilrauna ýmissa kauphalla. Verði af kaupunum mun Nasdaq skrá kauphöllina í Lundúnum og í New York í Bandaríkjunum. Forstjóri Nasdaq er bjartsýn á að af kaupum verði en Robert Peston, ritstjóri viðskiptafrétta hjá BBC, telur ólíklegt að stjórn LSE taki tilboðinu. Hins vegar verði stjórninni þröngur stakkur skorinn þar sem Nasdaq er komið með tæpan þriðjungshlut í markaðnum auk þess sem samkeppnisyfirvöld í Bretlandi geta ekki komið í veg fyrir viðskiptin. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira
Bandaríski hlutabréfamarkaðurinn Nasdaq hefur gert yfirtökutilboð í alla hluti Kauphallarinnar í Lundúnum í Bretlandi. Tilboðið hljóðar upp á 2,7 milljarða punda eða 357 milljarða íslenskra króna. Búist hefur verið við skrefi sem þessu hjá Nasdaq en markaðurinn hefur þegar keypt 28,75 % hlutafjár í LSE. Nasdaq keypti fjórðungshlut í LSE fyrr á árinu en jók nýverið við hann en gengi hlutabréfa í LSE hefur hækkað um hvorki meira né minna en 124% síðastliðið ár vegna yfirtökutilrauna ýmissa kauphalla. Verði af kaupunum mun Nasdaq skrá kauphöllina í Lundúnum og í New York í Bandaríkjunum. Forstjóri Nasdaq er bjartsýn á að af kaupum verði en Robert Peston, ritstjóri viðskiptafrétta hjá BBC, telur ólíklegt að stjórn LSE taki tilboðinu. Hins vegar verði stjórninni þröngur stakkur skorinn þar sem Nasdaq er komið með tæpan þriðjungshlut í markaðnum auk þess sem samkeppnisyfirvöld í Bretlandi geta ekki komið í veg fyrir viðskiptin.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Seðlabankinn breytir greiðslubyrðarhlutfallinu Viðskipti innlent Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google Viðskipti erlent Bíða enn eftir tæpri milljón í endurgreiðslu eftir fall Play Neytendur Ágreiningur í Peningastefnunefnd um síðustu vaxtalækkun Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri hjá Íslandsbanka hættir Viðskipti innlent Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Viðskipti innlent Vara við listeríu í rifnu grísakjöti Neytendur Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Viðskipti innlent Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Viðskipti innlent Prada gengur frá kaupunum á Versace Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Fjögurra billjóna hagnaður léttir fyrir fjárfesta Stefna Jóni Þorgrími vegna Rauða heftarans Segir engan óhultan ef gervigreindarbólan springur Trump fellir niður tolla á tugi matvæla Paramount, Comcast og Netflix vilja kaupa Warner Kári og Hannes stofna fyrirtæki: „Erum aðallega bara að velta fyrir okkur heiminum“ PlayStation 5 slær Xbox 360 við Reyna að halda sjaldgæfum málmum frá hernum Jensens Bøfhus lokað Samþykktu stærðarinnar launapakka Musks Græða á tá og fingri á svikum og prettum Fresta reynsluflugi rafmagnsflugvélar Segist engin deili kunna á rafmyntajöfri sem hann náðaði Sjá meira