Bretar verjast yfirtöku Þjóðverja 19. nóvember 2006 10:00 Félag í eigu fjölmiðlakóngsins Rupert Murdochs hefur keypt stóran hlut í bresku sjónvarpsstöðinni ITV. Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Breska ríkisútvarpið hefur eftir stjórnendum félagsins að BSkyB hafi ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í sjónvarpsstöðina heldur sé um langtímafjárfestingu að ræða. Eigandi BSkyB er fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch en sonur hans James Murdoch, er forstjóri BSkyB. ITV er rekið að flestu leyti með sölu auglýsinga. Samdráttur í sölu þeirra hefur hins vegar haft talsverð áhrif á hagnað sjónvarpsstöðvarinnar og sagði Charles Allen, forstjóri fyrirtækisins, upp störfum í ágúst m.a. vegna þessa. Enginn fastur forstjóri er starfandi hjá fyrirtækinu en fjármálastjóri hefur gegnt starfi forstjóra tímabundið á meðan annars er leitað. Þá segir BBC stjórnendur breska fjarskiptafyrirtækisins NTL hafa rætt við stjórnendur ITV um hugsanlegan samruna í síðustu viku. Viðræðurnar munu að sögn BBC hafa farið í gang í kjölfar þess að þýska sjónvarpsstöðin RTL var sögð íhuga að gera 5 milljarða punda eða ríflega 660 milljarða króna yfirtökutilboð í ITV. Þá hefur BBC eftir ritstjóra viðskiptafrétta hjá ríkisútvarpinu að BSkyB sé samkvæmt breskum fjarskiptalögum ekki heimilt að kaupa meira en 20 prósenta hlut í ITV og séu kaupin því klárlega til þess fallin að koma í veg fyrir yfirtöku NTL á félaginu. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Breska gervihnattasjónvarpsstöðin BSkyB hefur keypt 17,9 prósenta hlut í ITV, einu stærsta einkarekna sjónvarpsfélagi Bretlands. Kaupverð nemur 940 milljónum punda eða 124,3 milljörðum íslenskra króna. Kaupin eru sögð vörn Breta gegn yfirtöku þýskrar sjónvarpsstöðvar á ITV. Breska ríkisútvarpið hefur eftir stjórnendum félagsins að BSkyB hafi ekki í hyggju að gera yfirtökutilboð í sjónvarpsstöðina heldur sé um langtímafjárfestingu að ræða. Eigandi BSkyB er fjölmiðlakóngurinn Rupert Murdoch en sonur hans James Murdoch, er forstjóri BSkyB. ITV er rekið að flestu leyti með sölu auglýsinga. Samdráttur í sölu þeirra hefur hins vegar haft talsverð áhrif á hagnað sjónvarpsstöðvarinnar og sagði Charles Allen, forstjóri fyrirtækisins, upp störfum í ágúst m.a. vegna þessa. Enginn fastur forstjóri er starfandi hjá fyrirtækinu en fjármálastjóri hefur gegnt starfi forstjóra tímabundið á meðan annars er leitað. Þá segir BBC stjórnendur breska fjarskiptafyrirtækisins NTL hafa rætt við stjórnendur ITV um hugsanlegan samruna í síðustu viku. Viðræðurnar munu að sögn BBC hafa farið í gang í kjölfar þess að þýska sjónvarpsstöðin RTL var sögð íhuga að gera 5 milljarða punda eða ríflega 660 milljarða króna yfirtökutilboð í ITV. Þá hefur BBC eftir ritstjóra viðskiptafrétta hjá ríkisútvarpinu að BSkyB sé samkvæmt breskum fjarskiptalögum ekki heimilt að kaupa meira en 20 prósenta hlut í ITV og séu kaupin því klárlega til þess fallin að koma í veg fyrir yfirtöku NTL á félaginu.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira