Bandaríska kaffihúsakeðjan Starbucks, sem er ein sú stærsta í heimi, skilaði 117,3 milljónum bandaríkjadala í hagnað á þriðja fjórðungi ársins. Þetta svarar til rúmlega 8,2 milljarða íslenskra króna, sem jafnframt er 5 prósentum minni hagnaður en keðjan skilaði fyrir ári.
Fyrirtækið segir ástæðuna fyrir samdrættinum á milli ára vera breyttir bókhaldsútreikningar.
Að sögn breska ríkisútvarpsins jukust tekjur kaffihúsakeðjunnar um 5 prósent á tímabilinu. Að sögn Starbucks var góð sala á bókum, kaffikrúsum og DVD-mynddiskum undir merkjum keðjunnar á tímabilinu, að sögn BBC.