Seðlabanki Englands ákveður stýrivaxtastig í Bretlandi í dag. Greiningaraðilar telja flestir að bankinn hækki vexti um 25 punkta og fari þeir úr 4,75 prósentum í 5 prósent til að slá á hækkandi verðbólgu í landinu.
Verðbólga í Bretlandi er nú 2,4 prósent sem er 0,4 prósentustigum yfir verðbólgumarkmiði Englandsbanka.