Viðskipti erlent

Hagnaður Whole Foods Market eykst

Íslenskar landbúnaðarvörur í borði Whole Foods Market.
Íslenskar landbúnaðarvörur í borði Whole Foods Market.

Bandaríska matvöruverslanakeðjan Whole Foods Market skilaði 319 milljóna dala hagnaði á síðasta rekstrarári, sem lauk í september. Þetta svarar til ríflega 21,6 milljarða íslenskra króna og er 39 prósenta aukning frá síðasta ári. Keðjan selur íslenskar landbúnaðarvörur í búðum sínum, þar á meðal skyr.

Tekjur verslanakeðjunnar námu 5,6 milljörðum dala eða rúmum 380 milljörðum íslenskra króna, sem er 19,3 prósenta aukning frá síðasta ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×