Greiningardeild Landsbankans segir samkeppni hafa aukist á ný á farsímamarkaði eftir að stærstu framleiðendur farsíma skiluðu uppgjörum sínum. Hagnaður stærstu fyrirtækjanna minnkaði á milli ára en Sony-Ericsson sækir í sig veðrið.
Deildin segir í Vegvísi sínum í dag að hagnaður Motorola hafi dregist saman á milli ára líkt og hjá finnska farsímaframleiðandanum Nokia og voru uppgjör félaganna undir væntingum. Þrátt fyrir þetta heldur Motorola stöðu sinni sem næst stærsti farsímaframleiðandi í heimi á eftir Nokia.
Á móti jókst hagnaður Samsung og Sony-Ericsson nokkuð á milli ára.
Velta Samsung jókst reyndar einungis um 2 prósent en afkoman í heild var mun betri vegna góðarar sölu á minniskubbum.
Sony-Ericsson skilaði hins vegar mun betra uppgjöri en á síðasta ári og jók hagnað um hvorki meira né minna en 187 prósent á milli ára, sem var umfram væntingar. Greiningardeild Landsbankans segir sérfræðinga hafa átt von á 210 milljóna evru hagnaði en hann reyndir rúmlega tvöfaldur frá spá þeirra. Þá segir deildin Sony-Ericsson vera orðinn fjórða stærsta framleiðanda farsíma og stefni á að ná þriðja sætinu af Samsung.