Karlalið Stjörnunnar í handknattleik er komið í úrslitaleik SS bikarsins eftir góðan sigur á ÍBV í undanúrslitum í dag 36-32, eftir að hafa verið 19-14 yfir í hálfleik. Patrekur Jóhannesson skoraði 11 mörk fyrir heimamenn, þar af tvö úr vítum, en Mladen Casic skoraði 10 mörk fyrir Eyjamenn.
