Nú sér fyrir endann á hækkunarferli stýrivaxta 20. desember 2006 00:01 Hvort sem Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti lítillega á aukavaxtaákvörðunardegi sínum á morgun eða heldur þeim óbreyttum ber sérfræðingum saman um að eftir áramót verði ferli stýrivaxtahækkana bankans sem hófst í maí 2004 örugglega lokið og að bankinn taki í framhaldinu að lækka vexti. Greiningardeild Landsbanka Íslands hefur spáð því að lækkunarferli stýrivaxtanna hefjist strax í marslok. Eftir að tólf mánaða verðbólga náði hámarki í 8,6 prósentum undir lok sumars hafa síðustu mælingar sýnt að hún er undan að láta og reyndist í síðustu mælingu vera sjö prósent, sem engu að síður er hátt yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans. Mikil óvissa er samt um stöðuna því misvísandi merki eru í hagkerfinu og sérstakar aðstæður sem kunna að kynda undir, svo sem sú einfalda staðreynd að alþingiskosningar eru í nánd og stjórnmálamenn því ef til vill viljugri til að setja peninga í framkvæmdir þegar sérfræðingum efnahagsmála ber flestum saman um að heillavænlegra hefði verið að halda áfram að tipla á bremsunni.Bankinn kom á óvartvaxtaákvörðunardagur í Seðlabankanum Davíð Oddsson seðlabankastjóri í púlti kynnir vaxtaákvörðun en til hliðar sitja Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson seðlabankastjórar og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans. Markaðurinn/GVAEf til vill er lýsandi fyrir stöðu Seðlabankans að sérfræðingar hafi sérstaklega orð á hlut stjórnmálamanna sem áhættuþáttar í efnahagsumhverfinu því bankinn hefur ítrekað í þeirri efnhagssveiflu sem nú sér fyrir endann á kallað eftir auknu aðhaldi og aðstoð hins opinbera við að fást við verðbólguna, en hefur í raun staðið þá vakt einn. Þannig hafa á þessu tímabili orðið háværari raddir sem efast um getu Seðlabankans til þess að hafa teljandi áhrif á verðbólgu með tækjum sínum, enda séu stýrivextir ónákvæmt tæki sem lengi sé að bíta. Bankinn hefur hins vegar þurft að fást við hluti sem jafnvel mætti kalla mistök í hagstjórn landsins, svo sem ákvörðun stjórnvalda um að gera róttækar breytingar á húsnæðisstefnu sinni í byrjun uppsveiflunnar í efnahagslífinu árið 2003. „Skynsamlegra hefði verið að geyma þær til loka hagsveiflunnar," sagði Davíð Oddsson þá seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs um hagstjórnarvandann í byrjun desember í fyrra. Þá kom fram á síðasta vaxtaákvörðunardegi að í Seðlabankanum furðuðu menn sig nokkuð á orðum stjórnvalda um að nóg væri komið af aðhaldsaðgerðum og hægt að taka til við framkvæmdir á ný. Þá sagði Davíð Oddsson að stutt hlé á opinberum framkvæmdum hefði lítil ef nokkur áhrif haft, kannski einhver sálfræðileg. Hlutverk bankans samkvæmt lögum er hins vegar að beita þeim tækjum sem hann hefur til að stýra verðbólgu að markmiði bankans. Þetta hefur bankinn gert í gegnum ferlið þótt skilaboð hans hafi ekki á öllum stundum þótt nægilega skýr. Væntingar um verðbólgu spila nefnilega stóra rullu í því hvað á endanum úr verður og skiptir þá öllu máli trúverðugleiki Seðlabankans og að fólk trúi því að hann ráði við að sveigja þróunina aftur á hagfellda braut. Í því ferli sem nú er að ljúka telja sérfræðingar helst hafa fallið á trúverðugleikann um það leyti sem Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra tók við formennsku bankastjórnar Seðlabankans af Birgi Ísleifi Gunnarssyni. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í desember í fyrra þegar greiningardeildir bankanna höfðu spáð 75 punkta hækkun. Hækkunin þar á undan, í september 2005 þegar Birgir Ísleifur var við störf, var 75 punktar. Sérfræðingar efnahagsmála hafa margir hverjir haft á orði að þarna hafi bankanum fatast flugið og í raun gert mistök í peningamálastjórninni og því þurft að taka harðar á í næstu skrefum til að vinna trúverðugleika á ný. Þegar Davíð var fyrir ári síðan spurður hvort hann teldi hækkunina næga og ekki hætt við að bankinn glataði trúverðugleika sínum taldi hann svo ekki vera, stýrivaxtahækkunin þar á undan hefði haft sín áhrif í fyrsta sinn frá því bankinn tók að hækka vexti sína vorið 2004. Eftir hækkunina í fyrrahaust hækkuðu bankar nefnilega vexti sína. Seðlabankinn kom þarna hins vegar bönkunum og öðrum sérfræðingum á óvart með ákvörðun sinni og tók vægar á stöðunni en búist hafði verði við. Þótt Seðlabankanum kunni að hafa fatast aðeins flugið fyrir ári telja sérfræðingar samt að honum hafi tekist að sýna á ný fram á að hann ætli sér að standa undir hlutverki sínu og hafi unnið trú markaðarins á ný. Þar kann líka að hafa hjálpað til að á þessu ári voru gerðar breytingar á skipulagi ákvarðanatöku bankans hvað stýrivexti varðar. Formlegum vaxtaákvörðunardögum var fjölgað úr fjórum í sex og jafnframt áréttað að bankinn kynni að grípa til viðeigandi ráðstafana þar fyrir utan ef þurfa þætti. Á morgun er til dæmis annar aukavaxtaákvörðunardagurinn á þessu ári. Hækka stýrivextir?Birgir Ísleifur Gunnarsson Birgir Ísleifur hvarf í fyrra úr stóli seðlabankastjóra og við tók Davíð Oddsson sem verið hafði forsætisráðherra. Markaðurinn/VilhelmTil marks um óvissu í efnahagsmálum er að greiningardeildir stóru viðskiptabankanna eru ekki á einu máli um hvaða leið Seðlabankinn kemur til með að fara í stýrivaxtaákvörðun sinni á morgun. Landsbankinn telur líklegast að stýrivextir verði óbreyttir, Glitnir er á sama máli en vill þó ekki útiloka 25 punkta hækkun, en greiningardeild Kaupþings segir ekki þær breytingar hafa átt sér stað í þróun efnahagsmála að réttlæti að Seðlabankinn bregði út af yfirlýstri stefnu og spáir 25 til 50 punkta hækkun stýrivaxtanna. Landsbankinn segir ýmis merki um viðsnúning í efnahagslífinu, minni þenslu og þar með minnkandi verðbólguþrýsting. Þannig hafi dregið úr vexti útlána og húsnæðisverð hætt að hækka, auk þess sem undanfarnar verðbólgumælingar hafi verið lágar. Þá sýni tölur um hagvöxt, einkaneyslu og fjárfestingar á þriðja ársfjórðungi mun minni vöxt en áður. Á móti bendir bankinn svo á að veiking krónunnar 5,6 prósent frá síðustu spá Seðlabankans auki að öðru óbreyttu verðbólguþrýsting og að kosningaloforð séu í algleymingi. Greiningardeild Kaupþings bendir á að oft hafi verið rætt um hve skjótt íslenskt hagkerfi sé í förum á milli uppsveiflu og niðursveiflu. „Og nýjustu tölur um hagvöxt á þriðja ársfjórðungi frá Hagstofu Íslands virðast bera þess vitni. Landsframleiðsla Íslands óx aðeins 0,8 prósent og að mati Greiningardeildar verður heildarhagvöxtur á þessu ári um þrjú prósent. Þetta er mun minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir," bendir Kaupþing á í nýrri greiningu og rifjar upp að þar á bæ hafði verði spáð um 4,7 prósenta hagvexti í ár, fjármálaráðuneytið hafi spáð 4,2 prósenta vexti og Seðlabankinn 4,0 prósenta vexti. „Svo virðist sem hagsveiflan hafi nú þegar náð hámarki og farið sé að draga saman í efnahagslífinu, en hagvöxtur hefur ekki mælst minni í þrjú ár. Nýjustu verðbólgutölur fyrir desember benda einnig til þess að verulega hafi dregið úr verðbólguþrýstingi," segir bankinn og telur að í þjóðhagsreikningnum séu farin að sjást áhrif hárra vaxta, mettunar í einkaneyslu og loka stóriðjuframkvæmda. „Hins vegar er vert að hafa í huga að þessar tölur sýna ekki nýja stefnu í þjóðarútgjöldum þar sem ljóst er að hagsveiflan náði hámarki á fyrri hluta þessa árs. Allir spáaðilar hafa til að mynda gert ráð fyrir því að einkaneysla dragist saman á næsta ári. Spurningin er aðeins hve hratt aðlögunin gengur eftir." Greiningardeildin telur aðhaldið sem er í stýrivöxtum nú nægilegt til þess að verðbólga verði komin að markmiði Seðlabankans á næst ári, en í Peningamálum Seðlabankans sem út komu í nóvember er hins vegar gert ráð fyrir að verðbólga verði enn yfir mörkum árið 2008 og talað um að frekara vaxtaaðhalds sé líklega þörf. „Samt sem áður brást Seðlabankinn ekki við með vaxtahækkun þá," segir greiningardeildin og vísar til þess að í staðinn hafi Seðlabankinn ákveðið aukavaxtaákvörðunarfundinn á morgun „með því fororði að þær nýju upplýsingar sem myndu koma fram í millitíðinni mynduðu öruggari flöt" fyrir stýrivaxtaákvörðun bankans. Kaupþing segir raunina vera þá að upplýsingar hafi vísað í báðar áttir. Tölur um viðskiptahalla bendi í átt að auknu ójafnvægi og ný fjárlög hljóti að leiða til verri verðbólguhorfa um leið og áhrif matarskattslækkunarinnar í mars fjari út. Í öfuga átt bendi svo síðasta verðbólgumæling og og hagvaxtartölur. Svigrúm til lækkana á næsta áriGreiningardeild Kaupþings telur því að verulega óvissa hafi myndast um ákvörðun Seðlabankans sem nú hafi fengið röksemdir til að halda stýrivöxtum óbreyttum eða hækka. „Raunar er töluverð óvissa um efnahagsþróun ársins 2007. Ljóst er að kaupmáttur launafólks mun hækka verulega á fyrri hluta næsta árs vegna umtalsverðra skattalækkana, launahækkana og lækkunar verðbólgu. Spurningin snýst í raun um það hvað íslenskur almenningur mun gera við þennan aukna kaupmátt. Ef honum er öllum varið í neyslu er nægilegt fóður fyrir áframhaldandi þenslu og viðskiptahalla," segir greiningardeildin og bendir á að einkaneysla hér sé um 65 prósent af landsframleiðslu og sé jafnframt sú breytilegasta eða óstöðugasta af öllum löndum OECD. „Tekið saman fær Greiningardeild ekki séð að spá Seðlabankans frá síðustu Peningamálum hafa hnikast mikið til og telur því meiri líkur en ella að bankinn hækki vexti og þá má búast við að hækkun á bilinu 25 til 50 punktar verði fyrir valinu. Ennfremur er ljóst að hvort sem Seðlabankinn bætir einni stýrivaxtahækkun við eður ei virðist allt benda til þess að bankinn muni viðhalda mjög sterku peningalegu aðhaldi á næsta ári til þess að halda mögulegum þenslueldum í skefjum." Greiningardeild Glitnis segir hins vegar mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum þótt einnig komi til greina 25 punkta hækkun. „Við teljum hið fyrrnefnda þó líklegra, það er að bankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum. Í byrjun nóvember sagði bankinn að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans benti til þess að enn væri ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum en það var þó ekki gert. Ákveðið var að fresta vaxtahækkun um sinn og var bætt við vaxtaákvörðunardegi," segir bankinn og bendir á að vaxtaákvörðunin á morgun verði byggð á sömu greiningu og birt var í byrjun nóvember og þeim viðbótarupplýsingum sem nú séu tiltækar. „Vaxtahaukarnir í Seðlabankanum mæla ef til vill áfram með frekari vaxtahækkun en við teljum líklegast að bankastjórnin kjósi að halda vöxtum óbreyttum. Líklegt er að þeir vísi til þess að hagvöxtur dregst verulega saman um þessar mundir og verðbólgan hjaðnar. Ekki er heldur hægt að horfa framhjá því að verðbólguvæntingar hafa dregist umtalsvert saman þótt það sé afleiðing einskiptis handstýrðra aðgerða," segir bankinn og vísar þar til fyrirhugaðra matarskattslækkana í mars komandi. Þá segir Glitnir mikla spennu á vinnumarkaði og launaskrið sýna áfram mikla undirliggjandi spennu í hagkerfinu og því muni Seðlabankinn fara með gát og því sé enn bið í vaxtalækkun þótt hún kunni að koma til á fyrri hluta ársins. „Verðbólgan mun stefna hratt að verðbólgumarkmiði bankans. Kemur þar til viðbótar við hina almennu efnahagsþróun handaflsaðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matvöruverð. Segja má að það skapi ákveðið svigrúm fyrir Seðlabankann til að lækka vexti sína. Óumdeilt er að lækkun matarskatts er þensluhvetjandi aðgerð, en bein áhrif á mælda verðbólgu eru hins vegar að öllum líkindum meiri en óbein áhrif hennar á mælda verbólgu vegna aukinnar þenslu." Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira
Hvort sem Seðlabanki Íslands hækkar stýrivexti lítillega á aukavaxtaákvörðunardegi sínum á morgun eða heldur þeim óbreyttum ber sérfræðingum saman um að eftir áramót verði ferli stýrivaxtahækkana bankans sem hófst í maí 2004 örugglega lokið og að bankinn taki í framhaldinu að lækka vexti. Greiningardeild Landsbanka Íslands hefur spáð því að lækkunarferli stýrivaxtanna hefjist strax í marslok. Eftir að tólf mánaða verðbólga náði hámarki í 8,6 prósentum undir lok sumars hafa síðustu mælingar sýnt að hún er undan að láta og reyndist í síðustu mælingu vera sjö prósent, sem engu að síður er hátt yfir 2,5 prósenta markmiði Seðlabankans. Mikil óvissa er samt um stöðuna því misvísandi merki eru í hagkerfinu og sérstakar aðstæður sem kunna að kynda undir, svo sem sú einfalda staðreynd að alþingiskosningar eru í nánd og stjórnmálamenn því ef til vill viljugri til að setja peninga í framkvæmdir þegar sérfræðingum efnahagsmála ber flestum saman um að heillavænlegra hefði verið að halda áfram að tipla á bremsunni.Bankinn kom á óvartvaxtaákvörðunardagur í Seðlabankanum Davíð Oddsson seðlabankastjóri í púlti kynnir vaxtaákvörðun en til hliðar sitja Eiríkur Guðnason og Ingimundur Friðriksson seðlabankastjórar og Arnór Sighvatsson, aðalhagfræðingur bankans. Markaðurinn/GVAEf til vill er lýsandi fyrir stöðu Seðlabankans að sérfræðingar hafi sérstaklega orð á hlut stjórnmálamanna sem áhættuþáttar í efnahagsumhverfinu því bankinn hefur ítrekað í þeirri efnhagssveiflu sem nú sér fyrir endann á kallað eftir auknu aðhaldi og aðstoð hins opinbera við að fást við verðbólguna, en hefur í raun staðið þá vakt einn. Þannig hafa á þessu tímabili orðið háværari raddir sem efast um getu Seðlabankans til þess að hafa teljandi áhrif á verðbólgu með tækjum sínum, enda séu stýrivextir ónákvæmt tæki sem lengi sé að bíta. Bankinn hefur hins vegar þurft að fást við hluti sem jafnvel mætti kalla mistök í hagstjórn landsins, svo sem ákvörðun stjórnvalda um að gera róttækar breytingar á húsnæðisstefnu sinni í byrjun uppsveiflunnar í efnahagslífinu árið 2003. „Skynsamlegra hefði verið að geyma þær til loka hagsveiflunnar," sagði Davíð Oddsson þá seðlabankastjóri á fundi Viðskiptaráðs um hagstjórnarvandann í byrjun desember í fyrra. Þá kom fram á síðasta vaxtaákvörðunardegi að í Seðlabankanum furðuðu menn sig nokkuð á orðum stjórnvalda um að nóg væri komið af aðhaldsaðgerðum og hægt að taka til við framkvæmdir á ný. Þá sagði Davíð Oddsson að stutt hlé á opinberum framkvæmdum hefði lítil ef nokkur áhrif haft, kannski einhver sálfræðileg. Hlutverk bankans samkvæmt lögum er hins vegar að beita þeim tækjum sem hann hefur til að stýra verðbólgu að markmiði bankans. Þetta hefur bankinn gert í gegnum ferlið þótt skilaboð hans hafi ekki á öllum stundum þótt nægilega skýr. Væntingar um verðbólgu spila nefnilega stóra rullu í því hvað á endanum úr verður og skiptir þá öllu máli trúverðugleiki Seðlabankans og að fólk trúi því að hann ráði við að sveigja þróunina aftur á hagfellda braut. Í því ferli sem nú er að ljúka telja sérfræðingar helst hafa fallið á trúverðugleikann um það leyti sem Davíð Oddsson fyrrverandi forsætisráðherra tók við formennsku bankastjórnar Seðlabankans af Birgi Ísleifi Gunnarssyni. Seðlabankinn hækkaði stýrivexti um 25 punkta í desember í fyrra þegar greiningardeildir bankanna höfðu spáð 75 punkta hækkun. Hækkunin þar á undan, í september 2005 þegar Birgir Ísleifur var við störf, var 75 punktar. Sérfræðingar efnahagsmála hafa margir hverjir haft á orði að þarna hafi bankanum fatast flugið og í raun gert mistök í peningamálastjórninni og því þurft að taka harðar á í næstu skrefum til að vinna trúverðugleika á ný. Þegar Davíð var fyrir ári síðan spurður hvort hann teldi hækkunina næga og ekki hætt við að bankinn glataði trúverðugleika sínum taldi hann svo ekki vera, stýrivaxtahækkunin þar á undan hefði haft sín áhrif í fyrsta sinn frá því bankinn tók að hækka vexti sína vorið 2004. Eftir hækkunina í fyrrahaust hækkuðu bankar nefnilega vexti sína. Seðlabankinn kom þarna hins vegar bönkunum og öðrum sérfræðingum á óvart með ákvörðun sinni og tók vægar á stöðunni en búist hafði verði við. Þótt Seðlabankanum kunni að hafa fatast aðeins flugið fyrir ári telja sérfræðingar samt að honum hafi tekist að sýna á ný fram á að hann ætli sér að standa undir hlutverki sínu og hafi unnið trú markaðarins á ný. Þar kann líka að hafa hjálpað til að á þessu ári voru gerðar breytingar á skipulagi ákvarðanatöku bankans hvað stýrivexti varðar. Formlegum vaxtaákvörðunardögum var fjölgað úr fjórum í sex og jafnframt áréttað að bankinn kynni að grípa til viðeigandi ráðstafana þar fyrir utan ef þurfa þætti. Á morgun er til dæmis annar aukavaxtaákvörðunardagurinn á þessu ári. Hækka stýrivextir?Birgir Ísleifur Gunnarsson Birgir Ísleifur hvarf í fyrra úr stóli seðlabankastjóra og við tók Davíð Oddsson sem verið hafði forsætisráðherra. Markaðurinn/VilhelmTil marks um óvissu í efnahagsmálum er að greiningardeildir stóru viðskiptabankanna eru ekki á einu máli um hvaða leið Seðlabankinn kemur til með að fara í stýrivaxtaákvörðun sinni á morgun. Landsbankinn telur líklegast að stýrivextir verði óbreyttir, Glitnir er á sama máli en vill þó ekki útiloka 25 punkta hækkun, en greiningardeild Kaupþings segir ekki þær breytingar hafa átt sér stað í þróun efnahagsmála að réttlæti að Seðlabankinn bregði út af yfirlýstri stefnu og spáir 25 til 50 punkta hækkun stýrivaxtanna. Landsbankinn segir ýmis merki um viðsnúning í efnahagslífinu, minni þenslu og þar með minnkandi verðbólguþrýsting. Þannig hafi dregið úr vexti útlána og húsnæðisverð hætt að hækka, auk þess sem undanfarnar verðbólgumælingar hafi verið lágar. Þá sýni tölur um hagvöxt, einkaneyslu og fjárfestingar á þriðja ársfjórðungi mun minni vöxt en áður. Á móti bendir bankinn svo á að veiking krónunnar 5,6 prósent frá síðustu spá Seðlabankans auki að öðru óbreyttu verðbólguþrýsting og að kosningaloforð séu í algleymingi. Greiningardeild Kaupþings bendir á að oft hafi verið rætt um hve skjótt íslenskt hagkerfi sé í förum á milli uppsveiflu og niðursveiflu. „Og nýjustu tölur um hagvöxt á þriðja ársfjórðungi frá Hagstofu Íslands virðast bera þess vitni. Landsframleiðsla Íslands óx aðeins 0,8 prósent og að mati Greiningardeildar verður heildarhagvöxtur á þessu ári um þrjú prósent. Þetta er mun minna en fyrri spár gerðu ráð fyrir," bendir Kaupþing á í nýrri greiningu og rifjar upp að þar á bæ hafði verði spáð um 4,7 prósenta hagvexti í ár, fjármálaráðuneytið hafi spáð 4,2 prósenta vexti og Seðlabankinn 4,0 prósenta vexti. „Svo virðist sem hagsveiflan hafi nú þegar náð hámarki og farið sé að draga saman í efnahagslífinu, en hagvöxtur hefur ekki mælst minni í þrjú ár. Nýjustu verðbólgutölur fyrir desember benda einnig til þess að verulega hafi dregið úr verðbólguþrýstingi," segir bankinn og telur að í þjóðhagsreikningnum séu farin að sjást áhrif hárra vaxta, mettunar í einkaneyslu og loka stóriðjuframkvæmda. „Hins vegar er vert að hafa í huga að þessar tölur sýna ekki nýja stefnu í þjóðarútgjöldum þar sem ljóst er að hagsveiflan náði hámarki á fyrri hluta þessa árs. Allir spáaðilar hafa til að mynda gert ráð fyrir því að einkaneysla dragist saman á næsta ári. Spurningin er aðeins hve hratt aðlögunin gengur eftir." Greiningardeildin telur aðhaldið sem er í stýrivöxtum nú nægilegt til þess að verðbólga verði komin að markmiði Seðlabankans á næst ári, en í Peningamálum Seðlabankans sem út komu í nóvember er hins vegar gert ráð fyrir að verðbólga verði enn yfir mörkum árið 2008 og talað um að frekara vaxtaaðhalds sé líklega þörf. „Samt sem áður brást Seðlabankinn ekki við með vaxtahækkun þá," segir greiningardeildin og vísar til þess að í staðinn hafi Seðlabankinn ákveðið aukavaxtaákvörðunarfundinn á morgun „með því fororði að þær nýju upplýsingar sem myndu koma fram í millitíðinni mynduðu öruggari flöt" fyrir stýrivaxtaákvörðun bankans. Kaupþing segir raunina vera þá að upplýsingar hafi vísað í báðar áttir. Tölur um viðskiptahalla bendi í átt að auknu ójafnvægi og ný fjárlög hljóti að leiða til verri verðbólguhorfa um leið og áhrif matarskattslækkunarinnar í mars fjari út. Í öfuga átt bendi svo síðasta verðbólgumæling og og hagvaxtartölur. Svigrúm til lækkana á næsta áriGreiningardeild Kaupþings telur því að verulega óvissa hafi myndast um ákvörðun Seðlabankans sem nú hafi fengið röksemdir til að halda stýrivöxtum óbreyttum eða hækka. „Raunar er töluverð óvissa um efnahagsþróun ársins 2007. Ljóst er að kaupmáttur launafólks mun hækka verulega á fyrri hluta næsta árs vegna umtalsverðra skattalækkana, launahækkana og lækkunar verðbólgu. Spurningin snýst í raun um það hvað íslenskur almenningur mun gera við þennan aukna kaupmátt. Ef honum er öllum varið í neyslu er nægilegt fóður fyrir áframhaldandi þenslu og viðskiptahalla," segir greiningardeildin og bendir á að einkaneysla hér sé um 65 prósent af landsframleiðslu og sé jafnframt sú breytilegasta eða óstöðugasta af öllum löndum OECD. „Tekið saman fær Greiningardeild ekki séð að spá Seðlabankans frá síðustu Peningamálum hafa hnikast mikið til og telur því meiri líkur en ella að bankinn hækki vexti og þá má búast við að hækkun á bilinu 25 til 50 punktar verði fyrir valinu. Ennfremur er ljóst að hvort sem Seðlabankinn bætir einni stýrivaxtahækkun við eður ei virðist allt benda til þess að bankinn muni viðhalda mjög sterku peningalegu aðhaldi á næsta ári til þess að halda mögulegum þenslueldum í skefjum." Greiningardeild Glitnis segir hins vegar mestar líkur á óbreyttum stýrivöxtum þótt einnig komi til greina 25 punkta hækkun. „Við teljum hið fyrrnefnda þó líklegra, það er að bankinn haldi vöxtum sínum óbreyttum. Í byrjun nóvember sagði bankinn að verðbólguhorfur hefðu batnað verulega en áfram væri þörf á ströngu aðhaldi. Greining bankans benti til þess að enn væri ástæða til að auka aðhaldið í peningamálum en það var þó ekki gert. Ákveðið var að fresta vaxtahækkun um sinn og var bætt við vaxtaákvörðunardegi," segir bankinn og bendir á að vaxtaákvörðunin á morgun verði byggð á sömu greiningu og birt var í byrjun nóvember og þeim viðbótarupplýsingum sem nú séu tiltækar. „Vaxtahaukarnir í Seðlabankanum mæla ef til vill áfram með frekari vaxtahækkun en við teljum líklegast að bankastjórnin kjósi að halda vöxtum óbreyttum. Líklegt er að þeir vísi til þess að hagvöxtur dregst verulega saman um þessar mundir og verðbólgan hjaðnar. Ekki er heldur hægt að horfa framhjá því að verðbólguvæntingar hafa dregist umtalsvert saman þótt það sé afleiðing einskiptis handstýrðra aðgerða," segir bankinn og vísar þar til fyrirhugaðra matarskattslækkana í mars komandi. Þá segir Glitnir mikla spennu á vinnumarkaði og launaskrið sýna áfram mikla undirliggjandi spennu í hagkerfinu og því muni Seðlabankinn fara með gát og því sé enn bið í vaxtalækkun þótt hún kunni að koma til á fyrri hluta ársins. „Verðbólgan mun stefna hratt að verðbólgumarkmiði bankans. Kemur þar til viðbótar við hina almennu efnahagsþróun handaflsaðgerðir ríkisstjórnarinnar til að lækka matvöruverð. Segja má að það skapi ákveðið svigrúm fyrir Seðlabankann til að lækka vexti sína. Óumdeilt er að lækkun matarskatts er þensluhvetjandi aðgerð, en bein áhrif á mælda verðbólgu eru hins vegar að öllum líkindum meiri en óbein áhrif hennar á mælda verbólgu vegna aukinnar þenslu."
Fréttir Innlent Undir smásjánni Viðskipti Mest lesið Slippurinn allur að sumri loknu Viðskipti innlent Kaffispjallið '24: Þar sem jafnvel dýpstu leyndarmálin eru afhjúpuð... Atvinnulíf Flugeldar Landsbjargar lítið hækkað á milli ára Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Fleiri fréttir Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Sjá meira