Framsókn í 90 ár Jón Sigurðsson skrifar 16. desember 2006 05:00 Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. . Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Sigurðsson Mest lesið Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið Gunnar Ármannsson, Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson Skoðun Skoðun Skoðun Íslenska til sýnis – Icelandic for display Matthías Aron Ólafsson skrifar Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Hvernig er þetta með erfðafjárskattinn? Jóhann Óli Eiðsson skrifar Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hafnarfjörður í blóma: Sókn og stöðugleiki Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Hugmynd um að loka glufu - tilgangurinn helgar sennilega meðalið skrifar Skoðun Börnin okkar þurfa meira en dýrt parket og snaga úr epal Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Vegið að eigin veski Steinþór Ólafur Guðrúnarson skrifar Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar Skoðun Hættuleg hegðun Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Þú eykur ekki tekjurnar þínar með því að taka lán Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Sjálfboðaliðar - Til hamingju með daginn! Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Meira fjármagn til Rússlands en Úkraínu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum – eða hvað? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Falleg herferð - Tómur kross Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Velferðarkerfi eða velferð kerfisins? Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin bregst fólkinu í landinu Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Gera framtíðarnefnd varanlega! Damien Degeorges skrifar Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað þarftu að vera mikils virði til að fá skattaafslátt? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lögmaður á villigötum Magnús M. Norðdahl skrifar Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Það er ekki eitt.. það er allt.. Eiður Ragnarsson skrifar Skoðun Öryggi farþega í leigubílum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Hvað kostar vindorkan? Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að vera kona Signý Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ekki líta undan Reyn Alpha Magnúsdóttir,Bjarndís Helga Tómasdóttir skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn hefur jafnan verið forystuafl alhliða þjóðlegrar umbótastefnu sem byggð er á hugsjónum samvinnu, samhjálpar, frumkvæðis og framtaks. Þannig voru Framsóknarmenn í fylkingarbrjósti við mótun velferðarsamfélagsins, í baráttunni gegn afleiðingum heimskreppunnar fyrir almenning, við uppbyggingu atvinnulífsins um landið, við rafvæðingu og vegagerð, almannatryggingar, skólakerfi og fræðslumál, húsnæðismál og á öðrum sviðum. Framsóknarmenn hafa haft forystu um byggðastefnu og átt mikinn þátt í margháttuðum framfaramálum á öllum sviðum hagkerfis og þjóðlífs. Í sögu Framsóknarflokksins ber einna hæst sjálfstæði þjóðarinnar og landhelgismálið. Í öllum þessum mikilvægu baráttumálum áttu Framsóknarmenn virkan þátt og frumkvæði. Í dag, 16. desember 2006, fyllir Framsóknarflokkurinn 90 ár en stofndagur hans er talinn 16.desember árið 1916. Þetta er hár aldur einstaklings en hreyfing endurnýjar sig stöðugt og fyllist jafnóðum nýju lífi nýrra tíma og nýrra kynslóða. Þess vegna er Framsóknarflokkurinn jafnan ungur og í fylkingarbrjósti. Á afmælisdegi viljum við horfa um öxl en ekki síður viljum við líta fram á veginn, meta stöðu og horfur og sjá nýjar leiðir framundan. Við höfum einmitt upp á síðkastið verið að endurmeta og skerpa á nýjum og gömlum áherslum og rifja upp sígildar hugsjónir Framsóknarmanna. Alls staðar hafa Framsóknarmenn beitt sér fyrir félagslegum, þjóðlegum og mannúðlegum gildum. Framsóknarmenn hafa lagt áherslu og leggja enn áherslu á vinnu, vöxt og velferð í öllum byggðum landsins. Og sérstaklega leggja þeir áherslu á atvinnu og atvinnuöryggi og afkomuöryggi fyrir alla landsmenn. Framsóknarmenn leggja áherslu á þjóðlega samfylgd og að jöfnuður og réttlæti ríki í samfélaginu. Á þessum degi viljum við minnast fyrri forystumanna Framsóknarflokksins. Jónas Jónsson og Tryggvi Þórhallsson brugðu upp leiftri hugsjóna og framkvæmda. Hermann Jónasson og Eysteinn Jónsson gegndu mikilvægum forystuhlutverkum á úrslitatímum. Ólafur Jóhannesson, Steingrímur Hermannsson og Halldór Ásgrímsson héldu kyndlunum hátt á loft. Og við viljum horfa fram á veginn. Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi. Við viljum halda áfram þeim áföngum sem ríkisstjórnin hefur náð og er að ná á sviði velferðarmála, heilbrigðis-, trygginga-, félagsmála og menntamála. Í dag lítum við Framsóknarmenn fram á veginn. Við þurfum að styrkja okkur og ná vel til alls almennings því að við erum að vinna fyrir fólkið í landinu. Við leggjum áherslu á atvinnulífið, á þekkingarsamfélagið, á menntun og framfarir um land allt. Markmið Framsóknarmanna er uppbygging og þróun þekkingarsamfélags með menntun og tækni í þágu þjóðarinnar. Við viljum heildaráætlun um auðlindanýtingu og náttúruvernd í þjóðarþágu. Við viljum auka og bæta lífstækifæri fólksins og uppvaxandi kynslóða. Framsóknarmenn vilja kappkosta að efla íslenska þjóðmenningu og standa af varúð og myndarlega að opnun samfélagsins og móttöku nýrra landsmanna sem hingað flytjast. Við viljum stuðla að þeim þjóðarmetnaði að Íslendingar verði jafnan í fremstu röð um menningu, lífskjör, umhverfi og lífstækifæri fólksins. Þetta er erindi okkar eins og jafnan fyrr á þeirri löngu leið sem er að baki. Og þetta verður erindið við þjóðina á komandi tíma. Framsóknarflokkurinn eflist með nýrri endurnýjun og með hverri kynslóð. Þess vegna erum við einbeitt og öflug til átaka. Til hamingju með daginn.Frá flokksþingi framsóknarflokksins. „Framsóknarmenn ætla að þétta raðirnar, standa þétt saman í þeirri baráttu sem framundan er. Við viljum vinna að alhliða framförum, jafnvægi og stöðugleika, og við viljum skila arði hagvaxtar og umbreytinga í viðskiptalífi til allrar þjóðarinnar, til allra byggðanna í landinu og sérstaklega til þeirra sem mest eru þurfandi,“ segir Jón Sigurðsson í tilefni 90 ára afmælis Framsóknarflokksins. .
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun
Skoðun Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Skekkjan á fjölmiðlamarkaði: Ríkisrisinn og raunveruleikinn Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar
Skoðun Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Könnun sýnir að almenningur er fylgjandi stjórnvaldsaðgerðum gegn ofþyngd og offitu barna Sigrún Elva Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Það er kalt á toppnum“ – félagsleg einangrun og afreksíþróttafólk Líney Úlfarsdóttir,Svavar Knútur skrifar
Skoðun Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik skrifar
Skoðun Réttur brotinn á fötluðu fólki með fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Hvers vegna er RÚV eitt um að sýna í verki andstöðu okkar gegn þjóðarmorðinu á Gaza? Björn B. Björnsson skrifar
Á milli heima: blætisvæðing erlendra kvenna, klámdrifin viðhorf og stafrænt ofbeldi á Íslandi Mahdya Malik Skoðun
Hverjir hagnast á húsnæðisvandanum? – Ungt fólk er blekkt og tíminn að renna út Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Opið bréf til Kristrúnar Frostadóttur, forsætisráðherra Íslands Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift Skoðun