Topshop missir tískudrottningu 18. október 2006 06:30 Nýr hönnuður hjá topshop Ýjað hefur verið að því að samningur Kate Moss við Topshop hafi orðið til þess að yfirframkvæmdastjóri fyrirtækisins sagði upp. Hér er Kate Moss ásamt unnusta sínum Doherty á Glastonbury-tónlistarhátíðinni í Bretlandi í fyrra. MYND/Getty Jane Sheperdson, yfirframkvæmdastjóri tískuvörukeðjunnar Topshop, sagði upp störfum fyrr í þessum mánuði. Ýjað hefur verið að því að ástæðan fyrir uppsögninni sé óánægja hennar með samning Topshop við ofurfyrirsætuna Kate Moss. Hún vísar þessu hins vegar á bug og segir hafa verið tímabært að hugsa sér til hreyfings. Sheperdson er sögð heilinn á bak við vinsældir Topshop síðastliðin ár og hefur gjarnan verið kölluð mikilvægasta konan í breskum tískuheimi. Hún hóf störf hjá Topshop fyrir 18 árum en tók við stöðu yfirframkvæmdastjóra árið 1998. Topshop-keðjan heyrir undir Arcadia Group, sem er í eigu breska auðkýfingsins Philips Green en hann átti hugmyndina að því að ganga til samninga við Moss. Hlutverk hennar verður að hanna nýja fata- og fylgihlutalínu fyrir tískuvörukeðjuna. Kate Moss tapaði stórum samningum við nokkur tískufyrirtæki fyrir ári eftir að breska blaðið Daily Mirror birti myndir af henni neyta kókaíns í hljóðveri í Lundúnum í Bretlandi á meðan unnusti hennar, ólátabelgurinn Pete Doherty, var við upptökur. Í kjölfarið fór hún í afeitrun til Bandaríkjanna og hefur orðstír hennar vaxið aftur jafnt og þétt. Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Verslun Útilífs í Smáralind skellt í lás Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Jane Sheperdson, yfirframkvæmdastjóri tískuvörukeðjunnar Topshop, sagði upp störfum fyrr í þessum mánuði. Ýjað hefur verið að því að ástæðan fyrir uppsögninni sé óánægja hennar með samning Topshop við ofurfyrirsætuna Kate Moss. Hún vísar þessu hins vegar á bug og segir hafa verið tímabært að hugsa sér til hreyfings. Sheperdson er sögð heilinn á bak við vinsældir Topshop síðastliðin ár og hefur gjarnan verið kölluð mikilvægasta konan í breskum tískuheimi. Hún hóf störf hjá Topshop fyrir 18 árum en tók við stöðu yfirframkvæmdastjóra árið 1998. Topshop-keðjan heyrir undir Arcadia Group, sem er í eigu breska auðkýfingsins Philips Green en hann átti hugmyndina að því að ganga til samninga við Moss. Hlutverk hennar verður að hanna nýja fata- og fylgihlutalínu fyrir tískuvörukeðjuna. Kate Moss tapaði stórum samningum við nokkur tískufyrirtæki fyrir ári eftir að breska blaðið Daily Mirror birti myndir af henni neyta kókaíns í hljóðveri í Lundúnum í Bretlandi á meðan unnusti hennar, ólátabelgurinn Pete Doherty, var við upptökur. Í kjölfarið fór hún í afeitrun til Bandaríkjanna og hefur orðstír hennar vaxið aftur jafnt og þétt.
Viðskipti Mest lesið Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Viðskipti innlent Verslun Útilífs í Smáralind skellt í lás Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira