Bresk netveðmál bönnuð vestanhafs 18. október 2006 07:00 við tölvuna Breski veðbankinn Sportingbet hefur selt starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir jafnvirði 68 króna. MYND/AP Breska veðbankafyrirtækið Sportingbet, sem gerir netverjum kleift að leggja peninga undir ýmiss konar leiki, seldi um helgina starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir einn dal, jafnvirði rétt rúmra 68 íslenskra króna. Nokkrum klukkustundum eftir að salan gekk í gegn undirritaði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lög sem hamla því að Bandaríkjamenn geti lagt peninga undir hjá veðbankafyrirtækjum á netinu sem hafa starfsemi utan Bandaríkjanna. Sportingbet er skráð í kauphöll Lundúna í Bretlandi en er til húsa á Gíbraltar, sem lýtur breskum yfirráðum. Kauphöllin segir maðk vera í mysunni og ætlar að láta kanna hvort sala Sportingbet samræmist fyrirtækjalögum. Gengi bréfa í breskum veðbönkum hefur hrunið síðan í september en þá hófu bandarísk stjórnvöld aðför gegn erlendum fyrirtækjum sem þessu í Bandaríkjunum. Meðal annars var fyrrverandi stjórnarformaður Sportingbet handtekinn þegar hann var á ferð í Lousianaríki í Bandaríkjunum í síðasta á mánuði. Andrew McIver, forstjóri Sportingbet, segir leiðinlegt að bandaríska þingið hafi þvingað fyrirtækið til að loka starfsemi sinni. Sala á Bandaríkjaarminum hafi hins vegar komið í veg fyrir þau óþægindi sem lokun á starfseminni hefði haft í för með sér. Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Breska veðbankafyrirtækið Sportingbet, sem gerir netverjum kleift að leggja peninga undir ýmiss konar leiki, seldi um helgina starfsemi sína í Bandaríkjunum fyrir einn dal, jafnvirði rétt rúmra 68 íslenskra króna. Nokkrum klukkustundum eftir að salan gekk í gegn undirritaði George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, lög sem hamla því að Bandaríkjamenn geti lagt peninga undir hjá veðbankafyrirtækjum á netinu sem hafa starfsemi utan Bandaríkjanna. Sportingbet er skráð í kauphöll Lundúna í Bretlandi en er til húsa á Gíbraltar, sem lýtur breskum yfirráðum. Kauphöllin segir maðk vera í mysunni og ætlar að láta kanna hvort sala Sportingbet samræmist fyrirtækjalögum. Gengi bréfa í breskum veðbönkum hefur hrunið síðan í september en þá hófu bandarísk stjórnvöld aðför gegn erlendum fyrirtækjum sem þessu í Bandaríkjunum. Meðal annars var fyrrverandi stjórnarformaður Sportingbet handtekinn þegar hann var á ferð í Lousianaríki í Bandaríkjunum í síðasta á mánuði. Andrew McIver, forstjóri Sportingbet, segir leiðinlegt að bandaríska þingið hafi þvingað fyrirtækið til að loka starfsemi sinni. Sala á Bandaríkjaarminum hafi hins vegar komið í veg fyrir þau óþægindi sem lokun á starfseminni hefði haft í för með sér.
Viðskipti Mest lesið Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Viðskipti innlent Kappahl og Newbie opna á Íslandi Viðskipti innlent „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Viðskipti innlent Hjá lækninum: Pikk, pikk, pikk og klikk, klikk, klikk Atvinnulíf Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Viðskipti innlent Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Viðskipti innlent Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Viðskipti innlent Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kínverjar með langmesta viðskiptaafgang sögunnar Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira