Kæri Róbert 20. september 2006 06:00 Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Skoðun Björg Eva Erlendsdóttir Mest lesið Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Skoðun Skoðun Verndun vatns og stjórn vatnamála Ólafur Arnar Jónsson,Sigurður Guðjónsson skrifar Skoðun Gegn hernaði hvers konar Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Hvers vegna sífellt fleiri sækjast eftir einveru Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þriggja stiga þögn Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Nú þarf að gyrða sig í brók Gunnlaugur Stefánsson skrifar Skoðun Lesblindir og stuðningur í skólum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Sjá meira
Við á Ríkisútvarpinu erum fullkomlega sammála því að þjóðin þurfi frjálsa og óháða fjölmiðla. Einmitt þess vegna vil ég senda þér nokkrar línur. Í bréfi þínu Kæri Jón í blöðum, þar sem þú biður NFS griða - gætir ranghugmynda um starf okkar hér á RÚV sem skylt er að leiðrétta. Þú segir að fólki á NFS hafi þótt freistandi að ganga til liðs við RÚV, því þar vinni menn tólf daga í mánuði á fullum launum. NFS-menn vinni langan og strangan vinnudag og fleiri daga í mánuði en á RÚV. Þetta er rangt. Bæði sjónvarps- og útvarpsfréttamenn vinna venjulega dagvinnuviku, 40 stundir eftir stimpilklukku. Þeir sem eru í vaktavinnu vinna 38,5 stundir á viku. Sjónvarpsfréttamenn vinna að meðaltali 15 daga í mánuði, og vaktirnar eru upp í ellefu og hálfur tími, sem varla er styttri dagur en á NFS. Útvarpsfréttamenn vinna á ýmisskonar vöktum, sumir alla virka daga, sumir morgna, kvöld eða nætur. Enginn fréttamaður á Ríkisútvarpinu vinnur tólf daga í mánuði á fullum launum. Föst heildarlaun með vaktaálagi og öllu eru gjarnan frá 260 þúsund krónur og upp í rúmlega 300 þúsund á mánuði eftir áratuga starf í fréttum. Laun fyrir dagvinnu fara niður í 200 þúsund. Nær allir vinna meira en dagvinnu, en ná samt ekki launum gullmolanna sem NFS og Kastljósið hafa kastað á milli sín síðustu misserin. Tekið skal fram að starfsmenn í Kastljósi heyra ekki undir fréttasvið RÚV og Kastljósfólkið er ekki í Félagi fréttamanna. Undantekningarnar eru þegar fréttamenn hafa verið fengnir þangað úr almennu fréttunum, þá hafa þeir verið í félaginu áfram. En því miður er oftast nær aðkeypt fólk fengið í Kastljós. Samanburður þinn á frammistöðu NFS og RÚV í stórum þjóðfélagsmálum sýnir sjálfstraust sem örugglega er gott að hafa þegar ráðist er í risavaxin verkefni. En eitthvað skortir á raunveruleikatenginguna þegar þú segir að fjölmiðlar framtíðarinnar verði eins og NFS. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki eins og NFS. Það er ekki frjáls fjölmiðill sem á allt sitt undir Kæra Jóni og þarf að biðja hann um náðun ef dauðadómur er kveðinn upp. Frjáls fjölmiðill hefur trygga afkomu, óháða fréttamenn, gagnsæi í launum. Tilvera hans byggir á því að almenningur í landinu á rétt á hlutlægri, óháðri umfjöllun um hvaðeina sem máli skiptir í samfélaginu. Með fullri virðingu fyrir Kæra Jóni treysti ég honum ekki til að tryggja þetta. Raunar treysti ég ekki öðrum eigendum fjölmiðla eða fulltrúum þeirra heldur. Allt þetta fólk þarf aðhald fjölmiðla, sem aftur þurfa aðhald almennings. Fjölmiðlar framtíðarinnar verða vonandi ekki heldur eins og RÚV er núna, mikið nagað pólitískt bitbein til margra ára. En viðburðir síðustu ára í fjölmiðlaheiminum sýna okkur fyrst og fremst að fjölmiðlar verða sífellt tannlausari og lélegri í þeim ólgusjó óvissu, fjárhagserfiðleika og afskipta fjármála- og stjórnmálamanna sem þeir hafa siglt að undanförnu. Það sem þarf til að fjölmiðill geti verið góður er staðfesta í rekstri, góðir stjórnendur, þekking, reynsla, viðunandi vinnuumhverfi og síðast en ekki síst fagleg samstaða fjölmiðlafólks.
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun